Fara í efni

Óskað er eftir lyftuvörðum á skíðasvæðið við Húsavík.

Óskað er eftir lyftuvörðum á skíðasvæðið við Húsavík.

Um er að ræða hlutastörf, starfshlutfall eftir samkomulagi.

Vinnutími er að mestu leyti frá kl. 15-19 miðvikudaga -  föstudaga og frá 12.30 – 17.30 um helgar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar.

Skemmtilegt starf sem hentar vel sem hlutastarf eða vinna með skóla

Helstu verkefni:

  • Lyftuvarsla
  • Þjónusta við gesti svæðisins
  • Minniháttar viðhald á búnaði
  • Upplýsingagjöf á vefsvæði
  • Ræstingar á skíðaskála

Hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Hreint sakavottorð 
  • Gilt ökuskírteini
  • Góð Verkkunnátta og þekking á vélum og vélbúnaði
  • Góð líkamleg heilsa
  • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð

Nánari upplýsingar má fá með að hafa samband við Hafrún Olgeirsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464 – 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hafrun@nordurthing.is

sækja má um starfið með að fylla út rafrænt eyðublað hér