Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 við heilbrigðisstofnanir á Húsavík
Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 við heilbrigðisstofnanir á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu aðalskipulags á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík. Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr 3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega. Skipulagstillagan er sett fram í A4 hefti.
Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 8. apríl 2020 til og með föstudeginum 22. maí 2020. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudeginum 22. maí 2020. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Skipulagstilöguna má finna hér