Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

5. fundur 11. október 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri verkefnisins Öxarfjörður í sókn kom og kynnti verkefnið fyrir nefndinni.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar Silju fyrir kynninguna.

2.Lista- og menningarsjóður úthlutun 2016

Málsnúmer 201604055Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru umsóknir um úthlutun úr lista- og menningarsjóði Norðurþings.
Eftirfarandi umsóknir bárust:
- Skjálftasetrið á Kópaskeri vegna starfsemi safnsins á árinu.
- Sólseturskórinn vegna starfsemi kórsins á árinu.
- Flyglavinir á Kópaskeri vegna tónleikahalds.
- Margrét Sverrisdóttir vegna uppsetningar á leikritinu "Halla".
- Kammerkór Norðurlands vegna tónleikaraðar á norðurlandi.
- Kór Snartastaðakirkju vegna kóramóts og æfingaferðar.
- Urðarbrunnur vegna örnefnamerkinga í landi Húsavíkur.
- Myndlistaklúbbur Húsavíkur vegna námskeiðs í vatnslitamálun.
- Jón Hermannsson vegna vinnslu myndefnis af Húsavíkurhóp í Laxá 1974-1977.

Til úthlutunar voru kr. 450.000 og var þeim skipt með eftirfarandi hætti:
- Skjálftasetrið kr. 100.000
- Sólseturskórinn kr. 50.000
- Flyglavinir kr. 40.000
- Margrét Sverrisdóttir kr. 80.000
- Kammerkór Norðurlands kr. 30.000
- Kór Snartastaðakirkju kr. 50.000
- Urðarbrunnur kr. 50.000
- Jón Hermannsson kr. 50.000

3.Grænatorg

Málsnúmer 201610003Vakta málsnúmer

Kynnt var bréf frá formanni handknattleiksdeildar Völsungs varðandi notkun félagsins á Grænatorgi í íþróttahöllinni á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir bréfið.
Framtíðarnýting Grænatorgs er í skoðun og engin ákvörðun liggur fyrir.

4.Tún - starfsáætlun skólaársins 2016-2017

Málsnúmer 201608021Vakta málsnúmer

Farið var yfir starfsemi Túns og kynntar voru breytingar á grunnskólalögum sem koma við starfsemi frístundarheimilisins.
Lagt fram til kynningar.

5.Tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201608033Vakta málsnúmer

Farið var yfir rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík sumarið 2016
Lagt fram til kynningar.

Æskulýðs- og menningarnefnd telur brýnt að hugað verði að rekstrarfyrirkomulagi fyrir tjaldsvæði Norðurþings. Málinu er vísað til Byggðarráðs.

6.DGI Festival 2017 í Álaborg

Málsnúmer 201610019Vakta málsnúmer

Til kynningar var DGI hátíðin sem haldin verður í Álaborg árið 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar Álaborg vinabæ Húsavíkur fyrir gott boð.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna hátíðina fyrir íþróttafélögum sveitarfélagsins og kanna áhuga þeirra.

7.Forvarnarmál

Málsnúmer 201401095Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var forvarnarhópur í Norðurþingi sem hefur nýlega verið settur á.
Í honum sitja fulltrúar af félagsmálasviði, grunnskólum, leikskólum,lögreglu og af æskulýðs- og menningarsviði.
Hópurinn stendur fyrir ráðstefnunni ,,Tökum höndum saman" sem fer fram á Húsavík dagana 20-21 október.
Æskulýðs- og menningarnefnd hvetur fólk til að taka þátt í ráðstefnunni og þakkar forvarnarhópnum fyrir gott framtak.

8.Fjárhagsáætlun 2017 - Æskulýðs- og menningarsvið

Málsnúmer 201609131Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var fjárhagsáætlun Æskukulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017.
Fjárhagsrammi æskulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017 er:
- Æskulýðs og íþróttamál = 200.163.000
- Menningarmál = 47.595.000
"Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og fjárhagsramma sviðsins."
Nefndin vísar málinu til Byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.