Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

112. fundur 07. ágúst 2014 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi og þjónustu.

Málsnúmer 201408007Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Rafnar Orri Gunnarsson og Harry Bjarki Gunnarsson og kynntu þeir starfsemi Víkurblaðsins ehf. Á 109. fundi bæjarráðs (mál nr. 201406069) var til umfjöllunar erindi um þjónustusamning við fyrirtækið um upptökur og endurgerð á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafnar Orri og Harry Bjarki fóru yfir og kynntu hugmyndir að úrvinnslu á endurnýjun heimasíðu Norðurþings ásamt öðrum tengdum hugmyndum. Bæjarráð þakkar þeim fyrir áhugaverða kynningu.

2.Norðurþing. Rekstrar- og tekjuyfirlit jan - júní 2014

Málsnúmer 201408006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar samantekt rekstrar- og tekjuyfirlits Norðurþings fyrstu 6 mánuði ársins 2014. Lagt fram til kynningar.

3.Boðun á hluthafafund Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

Málsnúmer 201407068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar vaxtakjör Lánasjóðs sveitarfélaga vegna yfirtöku og skiptingu á lánveitingu sjóðsins til Sorpsamlags Þingeyinga ehf. Lagt fram til kynningar.

4.Mál varðandi stóriðju á Bakka

Málsnúmer 201012092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar upplýsingar um stöðu mála vegna uppbyggingar iðjuvers á Bakka. Bæjarstjóri, Bergur Elías Ágústsson fór yfir og kynnti helstu upplýsingar um framgang verkefnisins en m.a. kom fram að Minjastofnun Íslands hefur lokið öllum fornleifarannsóknum og gerir hún ekki kröfu um frekari rannsóknir á lóð PCC. Lagt fram til kynningar.

5.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur að skipa fjallskilastjóra í Reykjahverfi, Húsavík, Kelduhverfi, Öxarfirði, Núpasveit og á Melrakkasléttu.Eftirtaldir eru skipaðir fjallskilastjórar í Norðurþingi.Í Reykjahverfi Ómar Sigtryggsson - Litlu Reykjum.Á Húsavík Aðalsteinn Árni Baldursson - Skógargerðismel.Í Kelduhverfi Einar Ófeigur Björnsson - Lóni.Í Öxarfirði Stefán Pétursson - Klifshaga.Í Núpasveit Sigurður Árnason - Presthólum.Á Melrakkasléttu Kristinn B. Steinarsson - ReistarnesiBæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

6.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 32

Málsnúmer 1407005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til staðfestingar fundargerð 32. fundar Tómstunda- og æskulýðsnefndar. Fundargerðin staðfest.

Fundi slitið - kl. 17:00.