Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

67. fundur 11. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Samkomulag milli Norðurþings, Hafnasjóðs Norðurþings og Íslenska ríkisins vegna stofnunar og uppbyggingar orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík

Málsnúmer 201302018Vakta málsnúmer

Bæjarráð fór yfir stöðu samningaviðræðna um uppbyggingu iðjuvers á Bakka. Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita nauðsynleg gögn sem tryggja framgang verkefnanna. Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Þorkell Erlingsson og Þröstur Ólafsson f.h. óstofnaðs þjónustufélags, sækja um þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík fyrir olíuleitarfélög

Málsnúmer 201302031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erinid frá Þorkeli Erlingssyni og Þresti Ólafssyni f.h. óstofnaðs þjónustufélag sem óskar eftir þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík fyrir olíuleitarfélög. Í erindi kemur eftirfarandi beiðni fram: 1. Fráleggssvæði allt að 10.000 m2 fyrir pípur, borstangir og ýmsan búnað.2. Svæði fyrir sementstanka og leðjutanka - 2000 m2.3. Vöruhús við höfnina undir viðkvæma vöru.4. Þjónusta við höfnina svo sem ferskt vatn, oíla og rafmagn. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og býður umsækjendum til viðræðna við bæjaryfirvöld. Bæjarstjóra falið að kalla eftir nánari upplýsingum sem lagðar verða fyrir bæjarráð, framkvæmda- og hafnanefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.803. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201302014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 803. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4.Atvinnuveganefnd Alþingis, 282. og 283. mál til umsagnar

Málsnúmer 201302028Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis 282. og 283. mál. Frumvarp til laga um búfjárhald og frumvarp til laga um dýravelferð. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar framkvæmda- og hafnanefndar.

5.Eignarhaldsfélagið Fasteign 2013

Málsnúmer 201301019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur nýr leigusamningur um leikskólann Grænuvelli, frá Eignarhaldsfélagi Fasteignar hf. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning enda tekur hann yfir eldri samning. Leigugreiðslur munu því lækka umtalsvert.

6.Endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var á síðasta fundi bæjarráðs en þá var því frestað. Erindið er eftirfarandi: Fyrir bæjarráði liggur erindi frá starfshóp um endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði.

Starfshópinn skipa, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er hann jafnframt formaður hópsins, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótdalshprepps, skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Daði Már Kristófersson, dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands.
Starfshópurinn hyggst vinna greinargerð með tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun síðan fjalla um þær tillögur og taka afstöðu til, í samræmi við þær sveitarstjórnir sem aðild eiga að stjórn þjóðgarðsins.
Starfshópurinn hefur hafið störf og vill leita til sveitarfélagsins með ábendingar um sitt viðfangsefni.
Óskað er eftir svörum við neðangreindum spurningum og að auki hverjum þeim ábendingum sem talið er að skipti máli.
Starfshópurinn hyggst í framhaldinu funda með aðilum sem að stjórn þjóðgarðsins koma.
Spurningar starfshópsins eru:
1. Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?2. Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju?3. Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs.
Óskað er eftir því að svör berist starfshópnum fyrir 18. febrúar. Bæjarráð telur núverandi stjórnfyrirkomulag ekki hafa tekist nógu vel og hefur áður sent tillögur sem ganga út á að flytja stjórn þjóðgarðsins heim í hérað úr höfuðborginni. Bæjarstjóra falið að skrifa nefndinni bréf og árétta fyrri athugasemdir.

7.Frá Atvinnuveganefnd Alþingis varðandi frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 201302016Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis varðandi frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570 máls. Um er að ræða minnisblað vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða ( heildarlög ). Í minnisblaðinu er að finna yfirlit yfir þá þætti frumvarpsins sem fela í sér breytingar frá sambærilegu frumvarpi sem lagt var fram á 140. löggjafaþingi. Lagt fram til kynningar.

8.Friðrik Sigurðsson biður um tíma- og kostnaðaráætlun varðandi endurbætur á frárennslismálum í Suðurfjöru á Húsavík

Málsnúmer 201302020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðrik Sigðurssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnaðáætlun og tímaáætlun varðandi endurbætur á frárennslismálum í Suðurfjöru á Húsavík. Orkuveita Húsavíkur ohf., fer með málefni fráveitu en stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember s.l. fjárhags- og fjárfestingaáætlun fyrir árið 2013. Í áætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir fjórum verkefnum sem eru:1. Bygging yfirfalls við Búðará, tenging allra fráveitu sem nú fer í Búðarárstokkinn.2. Taka læki út úr fráveitukerfinu.3. Fullnaðarhönnun vegna framkvæmdanna.4. Greiningarvinna vegna fráveitu ( frá 2009 ). Samtals er gert ráð fyrir fjárfestingu að upphæð 24. mkr. Lagt fram til kynningar.

9.Friðrik Sigurðsson, ósk um upplýsingar varðandi GÁF ehf. og stöðu mála varðandi Grímsstaði á Fjöllum

Málsnúmer 201302021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðrik Sigurðssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi GáF ehf. og stöðu mála varðandi Grímstaði á Fjöllum. Bæjarstjóri fór yfir og kynnti stöðu verkefnisins og kostnað því tengdu.

10.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201301036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra í Miðhvammi. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012 og 2013

Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar Sambands orkusveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 174. mál til umsagnar

Málsnúmer 201302022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 174. mál. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn og tekur undir þau sjónarmið að fleiri flugvellir séu útbúnir fyrir millilandaflug á Íslandi.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 204. mál til umsagnar

Málsnúmer 201302023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis ), frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 204. mál. Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 449. mál til umsagnar

Málsnúmer 201302024Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.