Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

111. fundur 31. júlí 2014 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fulltrúar í Eyþingi

Málsnúmer 201407063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Eyþingi vegna þátttöku sveitarfélaga í starfi Eyþings. Bréfið er til upplýsingar um þátttöku kjörinna fulltrúa og rétt þeirra til setu með málfrelsi og tillögurétt á aðalfundum Eyþings. Lagt fram til kynningar.

2.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristrúnu Ýr Einarsdóttur f.h. Gamla Bauks vegna Svartabakka og Raggabars

Málsnúmer 201407061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar leyfisveitingar til handa Kristrúnu Ýr Einarsdóttir f.h. Gamla Bauks vegna Svartabakka og Raggabars. Vegna tækifærisleyfi fyrir Svartabakka veitir bæjarráð jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama. Vegna tækifærisleyfi fyrir Raggabar veitir bæjarráð neikvæða umsögn og samþykkir ekki að áfengissala, utan hefðbundinna leyfisskildra veitingastaða, selji áfengi í torgsölu lengur en til 24:00 umbeðna daga. Lagt fram.

3.Boðun á hluthafafund Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

Málsnúmer 201407068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur afgreiðsla hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga ehf. frá 25. júlí s.l. Fyrir liggur beiðni fulltrúa Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um að samstarfi sveitarfélaga í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf., um söfnun og förgun úrgangs á starfssvæðinu verði hætt. Fyrirliggjandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða. Einnig liggur fyrir tillaga um að eigendur Sorpsamlags Þingeyinga ehf., yfirtaki skuldir félagsins við Lánasjóð sveitarfélaga í hlutfalli við upphaflegan eignarhlut í félaginu og skal því vera lokið fyrir lok september 2014. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Fundurinn áréttar að sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á eignum og skuldum félagsins. Stjórn Sorpsamlags Þingeyinga ehf., veitt fullt og óskorðað umboð til að vinna að framgangi ákvarðana, teknum á hluthafafundi þann 25.07.2014. Stjórn félagsins mun leggja fram drög að skiptingu eigna og annarra skuldbindinga fyrir eigendur. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afgreiðslu hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., um yfirtöku og skiptingu lána Lánasjóðs sveitarfélaga milli aðildarsveitarfélaga í samræmi við stofnframlag eiganda. Jafnframt staðfestir bæjarráð aðra liði fundargerðarinnar.

4.Hótel Norðurljós ehf.

Málsnúmer 201407049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð hluthafafundar Hótel Norðurljósa ehf. Samkvæmt þriðja tölulið fundargerðarinnar er heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 7 milljónir með mögulegu framlagi Norðurþings á eignarhlut sínum í Aðalbraut 2, neðstu hæð, inn í félagið. Aðrir hluthafar samþykki að falla frá forkaupsrétti sínum í félaginu. Heimildin gildir til aðalfundar 2015. Friðrik og Óli greiða atkvæði með tillögunni en Gunnlaugur greiðir atkvæði gegn hlutafjáraukningunni.

Fundi slitið - kl. 17:00.