Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

128. fundur 23. janúar 2015 kl. 12:15 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Olga Gísladóttir 2. varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gubðjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. eignarhlutur Norðurþings í félaginu og uppkaup á fasteign af EFF

Málsnúmer 201412055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en afgreiðslu þess var þá frestað.
Ákvörðun um að taka láni Lánasjóðs sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að samþykkt verði að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 445.000.000.- til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna kaup sveitarfélagsins á húsnæði í eigu Fasteignarfélagsins Fasteignar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Fundi slitið - kl. 13:00.