Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

132. fundur 26. febrúar 2015 kl. 16:00 - 18:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Upptökur og útsending á fundum bæjarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 201502069Vakta málsnúmer

Í ljósi þess að hafin er vinna við endurhönnun á heimasíðu Norðurþings er nauðsynlegt að ákveða hvort senda eigi beint út fundi bæjarstjórnar og vista upptökur funda á heimasíðunni
Bæjarráð samþykkir að við uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir hljóðupptökum á fundum bæjarstjórnar.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttur

Málsnúmer 201502073Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Ingunnar Egilsdóttur, f.h. Naustið ehf.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.

3.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 169. og 170. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 339. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339 mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 503. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502095Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi ofl. EES - reglur), 503. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 504. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502096Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni(heildarlög, EES - reglur), 504. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.825. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201502097Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur til kynningar 825. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

Málsnúmer 201502098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að allar útgefnar starfsmatsniðurstöður sem eru á heimasíðu sambandsins verði endurskoðaðar með kerfisbundnum hætti með hliðsjón af þeirri þróun sem hefur átt sér stað á starfsmatskerfinu. Endurskoðunin verður byggð á starfslýsingum og öðrum gögnum eftir því sem við á frá sveitarfélögum. Staðbundnar starfsmatsniðurstöður einstakra sveitarfélaga verða einnig skoðaðar með sama hætti.
Óskað verður, á næstu dögum, eftir starfslýsingu fyrir þau störf sem heyra undir starfsmatið og á það jafnt við um störf sem hafa verið gefin út á heimasíðu sambandsins og störf sem hafa fengið staðbundið starfsmat.
Mikilvægt er að hvert og eitt sveitarfélag skipi fulltrúa/tengilið sem hefur það hlutverk að taka á móti og veita upplýsingar varðandi starfsmat.
Lagt fram til kynningar.

9.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 263. fundar stjórnar Eyþings ásamt fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis 11. febrúar.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10.Sjóböð ehf. sækja um lóð á Húsavíkurhöfða

Málsnúmer 201408054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samningur um fyrirkomulag skipulagsvinnu milli Norðurþings annars vegar og Sjóbaða ehf., hins vegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu náttúrubaða á Húsavíkurhöfða.
Vinna við breytingar á skipulagi samkvæmt samningi þessum kemur til vegna fyrirætlana um uppbyggingu náttúrubaða og tengdrar starfsemi við vitann á Húsavíkurhöfða.
Samningur þessi byggir á því að Norðurþing fallist á að Sjóböð ehf., muni vinna tillögu að skipulagslýsingu og deiliskipulagi, á eigin kostnað innan afmarkaðs svæðis og jafnframt stilli Sjóböð ehf. upp fullnægjandi tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings til samræmis við deiliskipulagstillöguna.
Komi til framkvæmda Sjóbaða efh. á grundvelli skipulagsbreytinga samkvæmt samningi þessum skal Norðurþing endurgreiða útlagðan kostnað vegna skipulagsvinnunnar, sem hæfilegur getur talist að hámarki 2 mkr. og þá með skuldajöfnun við lokauppgjör gatnagerðagjalda.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

11.Greiðslur fyrir setu í ráðum, stjórnum og nefndum

Málsnúmer 201502106Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur tillaga um greiðslur fyrir setu í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að greiða fulltrúum sem tilnefndir eru til trúnaðarstarfa fyrir Norðurþing í nefndum, ráðum og stjórnum öðrum en fastanefndum sveitarfélagsins. Þetta nær eingöngu til þeirra nefnda, ráða og stjórna sem ekki greiða sjálfar þóknun fyrir störfin. Greitt verði samkvæmt gildandi taxta Norðurþings fyrir setu almennra nefndarmanna. Jafnframt er sveitarstjóra falið að útbúa drög að vinnureglum um framkvæmd slíkra greiðslna.

12.Samstarf við nágrannasveitarfélög í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201502107Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga um samstarf við nágrannasveitarfélögin í Þingeyjarsýslum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja formlegt samtal við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum um aukið samstarf. Skoðaðir verði mögleikar á samrekstri, m.a. í gegnum samstarfsamninga, byggðasamlag og eða Héraðsnefnd Þingeyinga. Horft verði til þeirra þátta sem samreknir hafa verið til þessa á síðustu árum og kosta og galla sem komið hafa fram við slíkt samstarf. Einnig verði kannaður vilji nágrannasveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til samstarfs um fleiri þætti sem kunna að vera fordæmi til um á landsvísu þó ekki hafi slíkt verið rekið á þessu svæði. Útgangspunktur athugunar verði gagnkvæmur hagur, fagleg styrking og rekstrarhagkvæmni. Tekið verði saman minnisblað með helstu valkostum og lagt fyrir bæjarráð að nýju.

13.Björgunarsveitin Garðar, rekstrarframlag ársins 2015

Málsnúmer 201502108Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Björgunarsveitinni Garðari þar sem óskað er eftir breytingum á samningi milli sveitarfélagsins og sveitarinnar.
Í megindráttum er um að ræða hækkun á almennu rekstrarframlagi um 400 þúsund, að sett verði inn nýtt ákvæði vegna unglingastarfs með 1.200 þúsund króna viðbótar framlagi og að umsjón með girðingum hækki um 150 þúsund krónur.
Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með breytingu sem felur í sér gildistíma út árið 2015. Samningurinn verður tekinn til skoðunar fyrir árslok 2015 vegna gildistöku fyrir árið 2016.

14.Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. eignarhlutur Norðurþings í félaginu og uppkaup á fasteign af EFF

Málsnúmer 201412055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur niðurstaða í fjármögnun leikskólans Grænuvalla. Samþykkt var að óska eftir lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélaga með tryggðu veði í tekjum sveitarfélagsins. Sjóðurinn hefur samþykkt umsókn sveitarfélagins en útboð sem fór fram í vikunni skilaði aðeins helmingi þeirrar upphæðar sem þarf. Skammtímafjármögnun er í boði þar til næsta útboð fer fram í næsta mánuði.
Einnig er mögulegt að selja allan eða hluta skuldabréfa sem sveitarfélagði gaf út, flokkur NTH 09 1.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga eins og það liggur fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
Jafnframt er samþykkt að selja hluta eða allan skuldabréfaflokk NTH 09 1 til að mæta fjárþörf við kaupin og endurfjármagna óhagstæðari lán í safni sveitarfélagsins.
Unnið verði í endurfjármögnuninni með það að markmiði að lækka skuldir sveitarfélagsins og greiðslubyrði.

Bæjarstjóra veitt umboð til að veita móttöku gagna, undirrita og samþykkja öll gögn vegna sölu bréfanna.

Fundi slitið - kl. 18:35.