Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

50. fundur 25. ágúst 2015 kl. 16:15 - 19:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51

Málsnúmer 1508006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 51. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings
Til máls tóku undir lið 5: "Akstur grunnskólabarna frá Reistarnesi": Gunnlaugur, Olga, Soffía og Kristján
Til máls tóku undir lið 1: "Öxarfjarðarskóli skýrsla skólaársins 2014-2015": Jónas, Olga og Óli

Fundargerðin er lögð fram

2.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer

Til máls tók Kristján

3.Bæjarráð Norðurþings - 147

Málsnúmer 1507005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 147. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 7 "Fjármál Norðurþings": Óli, Gunnlaugur, Soffía, Kjartan og Kristján

Fundargerðin er lögð fram

4.Bæjarráð Norðurþings - 146

Málsnúmer 1507004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 146. fundar bæjarráðs Norðurþings
Undir máls tóku undir lið 9 "Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannskóknastöð við Mývatn": Óli og Soffía

Óli leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps: "Í ljósi fréttaflutnings um boðaða sameiningu Náttúrufræðistofnunar Ísland (NÍ) og Rannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) vill sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetja umhverfisráðherra til að horfa frekar til sameiningar/samvinnu/samstarfs Náttúrustofu Norðausturlands og RAMÝ. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bendir á að um árabil hefur stjórn Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) haft áhuga á því að teknar verði upp viðræður um náið samstarf Náttúrustofunnar og RAMÝ. Markmiðið verði að efla starfsemi þessara rannsóknastofnana í héraði, með aukinn svæðisbundinn slagkraft í náttúrurannsóknum, eflingu samfélags og hagræði að leiðarljósi. Starfsemi NNA er m.a. fjármögnuð með framlögum sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum. RAMÝ er ein örfárra opinberra stofnana sem starfsemi hafa í Mývatnssveit. Stofnunin er rótgróin og nær starfsemi hennar í sveitinni aftur til ársins 1975. Samfelld starfsemi árið um kring hefur þó aldrei verið í Mývatnssveit, allan þann tíma sem stöðin hefur starfað. Það er eindreginn vilji sveitarstjórnar Skútustaðahrepps að starfsemi RAMÝ verði efld enn frekar og það mikilvæga starf sem þar hefur verið unnið á undanförnum árum verði nýtt í þágu svæðisbundinnar þekkingaruppbyggingar og eflingu byggðar í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslum."

Tillagan er samþykkt

Fundargerðin er framlögð

5.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 130

Málsnúmer 1507003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 130. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

6.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 60

Málsnúmer 1507002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 60. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Til máls tók undir lið 4 "Framkvæmdir á Bakka, framkvæmdir á og við lóð PCC og vinnubúða": Kristján
Til máls tók undir lið 7 "Viðburður 12. júlí vegna rafknúinnar Ópal" : Kristján

Fundargerðin er lögð fram

7.Bæjarráð Norðurþings - 145

Málsnúmer 1507001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 145. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 6: "Álaborg vinabæjarheimsókn - ferðakostnaður": Jónas, Kristján, Kjartan, Friðrik og Gunnlaugur

Funargerðin er lögð fram

8.Bæjarráð Norðurþings - 144

Málsnúmer 1506010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 144. fundar bæjarráðs Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

9.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 59

Málsnúmer 1506009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 59. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

10.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 50

Málsnúmer 1508002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 50. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings
Til máls tóku undir lið 2 "Sérstakar húsaleigubætur": Olga, Örlygur, Soffía, Gunnlaugur, Friðrik og Jónas

Fundargerðin er lögð fram

11.Bæjarráð Norðurþings - 149

Málsnúmer 1508008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 149. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 1: "Hitaveita í Kelduhverfi": Soffía, Jónas, Óli, Gunnlaugur og Friðrik

Fundargerðin er lögð fram

12.Vinabæjasamskipti

Málsnúmer 201508009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá fræðslu- og menningarfulltrúa Norðurþings um að vinarbæjarsamskipti verði framvegis á höndum tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
Til máls tóku: Kristján, Gunnlaugur

Gunnlaugur lagði til að málinu verði vísað til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykk voru Gunnlaugur og Soffía. Á móti Friðrik, Óli, Olga, Örlygur og Sif. Jónas og Kjartan sátu hjá.

Tillaga fræðslu og menningarfulltrúa samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Örlygs og Sifjar. Gunnlaugur, Jónas, Kjartan og Soffía sátu hjá.

13.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61

Málsnúmer 1508004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 61. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Til máls tóku undir lið 3 "Kjartan Páll Þórarinsson, tillaga að Búsetakerfi Húsavíkur": Kjartan, Jónas og Óli
Til máls tók undir lið 8: "Kjartan Páll Þórarinsson leggur til að boðin verði lóð undir hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á Húsavík": Örlygur
Til máls tóku undir lið 6: "Færsla þjónustumiðstöðvar Norðurþings": Jónas og Kristján.
Til máls tóku undir lið 19: "Skipulagsbreytingar hjá höfnum Norðurþings": Soffía, Óli og Kristján

Fundargerðin er lögð fram

14.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43

Málsnúmer 1508005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 43. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings
Til máls tók undir lið 1 "Vinnuskóli 2015": Óli
Til máls tóku undir lið 7 "Álaborg boð á ungmennaleikana 2015": Óli og Kristján
Til máls tóku undir lið 4 "Opnunartímar sundlauga Norðurþings": Olga og Kjartan

Fundargerð er lögð fram

15.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 131

Málsnúmer 1508007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 131. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Fundargerðin er lögð fram

16.Bæjarráð Norðurþings - 148

Málsnúmer 1508001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 148. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 2 "Erindi frá Slökkviliðsstjóra Norðurþings varðandi leyfisveitingar til sölu á gistingu í heimahúsum": Kjartan, Sif, Jónas, Soffía, Friðrik.
Soffía lagði til að bréfinu verði vísað til úrvinnslu hjá nefndum sveitarfélagsins og var það samþykkt.

Til máls tóku undir lið 4 "Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku íbúa": Jónas, Kristján, Kjartan og Óli

Fundargerðin var lögð fram.

17.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning í félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings í stað Aðalbjarnar Jóhannssonar
Í stað Aðalbjarnar Jóhannssonar sem aðalmanns kemur Sif Jóhannesdóttir.

18.Bréf frá skólastjórnendum Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201508084Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur bréf frá skólastjórnendum Borgarhólsskóla þar sem þeir lýsa áhyggjum af stöðu og framtíð skólaþjónustu Norðurþings, viðhaldi skólans og kjaramálum skólastjórnenda
Til máls tóku: Óli og Kristján

Friðrik lagði til að bréfinu verði vísað til úrvinnslu hjá nefndum sveitarfélagsins og var það samþykkt.

19.Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir f.h. eigenda Einarsstaða óskar eftir stofnun lóðar undir íbúðarhús og skipta henni út úr jörðinni sem sjálfstæðri eign

Málsnúmer 201508064Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun íbúðarhúsalóðar út úr jörðinni Einarsstaðir í Reykjahverfi og skipta henni út sem sjálfstæðri eign. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins og að henni verði skipt út úr jörðinni.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða

20.Örn Sigurðsson óskar eftir leyfi til að skipta íbúðarhúslóð út úr jörðinni Skógum 2, Reykjahverfi, og skrá sem sjálfstæða eign

Málsnúmer 201508020Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun íbúðarhúsalóðar út úr jörðinni Skógar 2 í Reykjahverfi og skipta henni út úr jörðinni sem sjálfstæðri eign. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins og að henni verði skipt út úr jörðinni.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða

21.Menningarmál - umsýsla verði með atvinnumálum

Málsnúmer 201508045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá fræðslu- og menningarnefnd: "Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að umsýsla menningarmála verði á hendi verkefnisstjóra atvinnumála. Fyrst um sinn heyri menningarmál undir fræðslu- og menningarnefnd, í tengslum við nýjar samþykktir sveitarfélagsins verði tekin afstaða til þess hvaða nefnd fer með málaflokkinn."
Til máls tóku: Kristján, Gunnlaugur, Soffía og Friðrik

Soffía lagði til að málinu verði vísað til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykk voru Gunnlaugur og Soffía. Á móti Friðrik, Óli, Olga, Örlygur og Sif. Jónas og Kjartan sátu hjá.

Tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Örlygs og Sifjar. Gunnlaugur, Jónas, Kjartan og Soffía sátu hjá.

Fundi slitið - kl. 19:45.