Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

37. fundur 31. maí 2014 kl. 15:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Bergþóra Höskuldsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir Skjalastjóri
Dagskrá
Olga Gísladóttir, Jón Helgi Björnsson og Jón Grímsson sátu fundinn í gegnum fjarfund

1.Sigurjón Benediktsson óskar eftir að vera tekinn inn á kjörskrá í Norðurþingi

Málsnúmer 201405092Vakta málsnúmer

Sigurjón Benediktsson óskar eftir að vera tekinn inn á kjörskrá í Norðurþingi þrátt fyrir að hann eigi lögheimili í Noregi.Óskað hefur verið eftir áliti frá lögfræðingi Þjóðskrár og er það sem hér segir;
Samkvæmt þjóðskrá er skráð lögheimili Sigurjóns Benediktssonar kt. 140851-4269 í Noregi frá og með 19.07.2011. Í 2. Gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna, er að finna þær meginreglur um kosningarétt til sveitarstjórna. Í 1. mgr. 2. gr. laganna segir ”Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu“. Í 2. mgr. 2. gr. laganna er að finna undanþágu á því að eiga lögheimili í sveitarfélaginu en þar segir ”nú eiga ákvæði 9. gr. lögheimilislaga, nr. 21/1990, við um hagi manns og telst hann þá ekki hafa glatað kosningarrétti þótt hann hafi tilkynnt flutning samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.“ 9. gr. lögheimilislaga er svohljóðandi: 9. gr.http://www.althingi.is/lagas/nuna/1990021.html Sá sem dvelst erlendis við nám eða vegna veikinda getur áfram átt lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott enda sé hann ekki skráður með fasta búsetu erlendis.Íslenskur ríkisborgari, sem gegnir störfum erlendis á vegum ríkisins við sendiráð, fastanefnd eða ræðismannsskrifstofu og tekur laun úr ríkissjóði, svo og íslenskur ríkisborgari sem er starfsmaður alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að, á lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott.Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um skyldulið þeirra manna sem þar um ræðir og dvelst með þeim erlendis. Þar sem Sigurjón er með skráð lögheimili í Noregi og ákvæði 9. gr. lögheimilislaga eiga ekki við hagi hans, og þar sem hann er kennari í Noregi er það mat Þjóðskrár Íslands að hann eigi ekki rétt að á vera á kjörskrárstofni Norðurþings. Friðrik Sigurðsson óskar eftir að fundi verði frestað um tvo tímaForseti frestar fundi til kl. 15.50Fundur settur aftur 15.54Til máls tóku Friðrik Sigurðsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jón Grímsson, Þráinn Gunnarsson, Trausti Aðalsteinsson og Gunnlaugur StefánssonErindið borið upp til atkvæðagreiðslu,Á móti eru Gunnlaugur, Hjálmar, Soffía, Þráinn, Jón Grímsson og TraustiMeðmæltir eru Jón Helgi, Olga og FriðrikErindinu er hafnað

Fundi slitið - kl. 15:15.