Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Kostnaður vegna starfs matsnefndar eignarnámsbóta í máli Norðurþings gegn Olíudreifingu ehf.
Málsnúmer 201609005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu um kostnað Norðurþings vegna vinnu matsnefndar eignanámsbóta í matsmáli gegn Olíudreifingu ehf.
Lagt fram til kynningar
2.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 647. mál, þingsályktun um náttúrustofur
Málsnúmer 201609014Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur, 647. mál.
Lagt fram til kynningar
3.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 2016
Málsnúmer 201602069Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 183., 184. og 185. funda Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Lagt fram til kynningar
4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2016
Málsnúmer 201609065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016 er kynnt. Hún verður haldin fimmtudaginn 22. september og föstudaginn 23. september í Reykjvavík.
Lagt fram til kynningar
5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016
Málsnúmer 201609063Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 sem haldinn verður í Reykjavík miðvikudaginn 21. september nk.
Sveitarstjóri mætir fyrir hönd sveitarfélagsins á fundinn.
6.Eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga - fyrirspurn
Málsnúmer 201609030Vakta málsnúmer
fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir útskýringum sveitarstjórnar á frávikum frá rekstri fyrir árið 2015 í samanburði við fjárhagsáætlun ásamt upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir til hagræðingar í rekstri. Þá er óskað eftir upplýsingum um samþykkta viðauka og skammtímakröfur gagnvart eigin fyrirtækjum.
Sveitarstjóra falið að semja svar við bréfinu og leggja fyrir byggðarráð
7.Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að ramma fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsramma fyrir 2017.
8.Samkomulag við Sjúkratryggingu Íslands - rammasamningur um þjónustu
Málsnúmer 201609070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur samkomulag milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rammasamning þjónustu
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:15.