Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

217. fundur 15. júní 2017 kl. 16:00 - 17:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Drífa Valdimarsdóttir
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir Fjármálastjóri
Dagskrá

1.Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna til umsagnar

Málsnúmer 201705134Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna til umsagnar. Einnig liggja fyrir athugasemdir við ofangreind drög frá héraðsskjalaverði. Snorri Sigurðsson héraðsskjalavörður mætir til fundarins.
Byggðarráð þakkar héraðsskjalaverði kynninguna. Byggðarráð telur brýnt að standa vörð um starfsemi og sjálfstæði héraðsskjalasafns í Þingeyjarsýslu, sem rekið er innan Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Byggðarráð telur ýmislegt athugavert við það sem fram kemur í framlögðum drögum að reglugerð. Þá telur byggðarráð að skoða þurfi hvort fjármunir muni fylgja með mögulegum kvöðum í nýrri reglugerð.

Sveitarstjóra er falið að skrifa bréf f.h. Norðurþings á grunni umræðna á fundinum og koma á framfæri fyrir tilskilinn frest.

2.Atvinnumál - staða ýmissa verkefna

Málsnúmer 201703158Vakta málsnúmer

Reinhard Reynisson kemur á fundinn og ræðir um atvinnumál og stefnu í þeim málum til framtíðar á svæðinu.
Undanfarið hafa verið til skoðunar ýmsar hugmyndir um útfærslu stoðkerfis atvinnumála, m.a. hvort fýsilegt sé að auka samrekstur annað hvort innan Héraðsnefndar Þingeyinga bs. eða á Eyþingssvæðinu með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Byggðarráð fer með atvinnumál í stjórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð telur kosti sameiningar atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings ekki vega upp þá galla sem af því hlýst og mun ekki skoða þann kost frekar að svo stöddu. Nálægð við viðfangsefnið, þ.e. atvinnulíf og frumkvöðla á hverju svæði, er ein meginforsenda árangursríks starfs í atvinnuþróun og því vænlegast að vinna áfram með stofnanakerfi sem nýtir best þessa nálægð. Lögð verði mikil áhersla á áframhaldandi gott og traust samstarf við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Eyþing.
Byggðarráð telur hins vegar fýsilegan kost að fella starfsemi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga undir Héraðsnefnd Þingeyinga bs. og starfrækja félagið í því formi við hlið annarra samstarfsverkefna þingeyskra sveitarfélaga. Fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga bs. hefur þegar samþykkt að fara þessa leið.

Sveitarstjóra er falið að koma afstöðu Norðurþings á framfæri við hlutaðeigandi og koma málinu í framkvæmd.

3.Erindi frá Íbúðalánsjóði til sveitarstjórnar vegna mögulegra kaupa þeirra á fasteignum í eigu sjóðsins

Málsnúmer 201706072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Íbúðalánasjóði en Íbuðalánasjóður er um þessar mundir að hafa samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða til viðræðna um möguleg kaup þeirra á fasteignum í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags.
Byggðarráð telur ekki standa efni til þess að Norðurþing fjárfesti í eignum Íbúðalánasjóðs innan Norðurþings. Þær eignir sem um ræðir eru á þeim svæðum þar sem mikil húsnæðisþörf er til staðar, meðal annars á svæðum sem skilgreind eru sem brotthættar byggðir. Byggðarráð gerir hins vegar þá kröfu á Íbúðalánasjóð að fasteignum í eigu sjóðsins sé komið í notkun með sölu eða leigu með þeim aðgerðum sem slíkt útheimtir.

4.Hverfisráð - austursvæði Norðurþings

Málsnúmer 201706085Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tilnefningar í hverfisráð í Kelduhverfi og Öxarfirði og í hverfisráð á Raufarhöfn.
Alls bárust 15 tilnefningar til setu í hverfisráði Öxarfjarðarhrepps, 5 tilnefningar í hverfisráð Raufarhafnar og 11 tilnefningar í hverfisráð Kelduhverfis. Byggðarráð mun fara yfir tilnefningarnar og leggja fyrir fund að nýju.

5.Aðalfundarboð - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.

Málsnúmer 201706055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. miðvikudaginn 21. júní kl. 14 á Hótel Eddu Stórutjörnum.
Fulltrúar Norðurþings verða Sif Jóhannesdóttir og Hjalmar Bogi Hafliðason til vara.

6.Fundargerðir Eyþings 2016-2017

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 296. fundar stjórnar Eyþings.

Fundi slitið - kl. 17:40.