Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

252. fundur 11. maí 2018 kl. 12:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Samkomulag við Fakta bygg AS vegna hótelbyggingar á Höfða.

Málsnúmer 201804191Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um næstu skref er varða fyrirhugaða uppbyggingu hótels á Húsavíkurhöfði, tilvonandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og nauðsynlegar vegaframkvæmdir sveitarfélagsins taki Fakta Bygg ákvörðun um að hefja framkvæmdir við hótelið. Kristján Eymundsson mætir til fundarins og ræðir samkomulagið og framhaldið við byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

2.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram drög að kostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu nýrrar aðstöðu við Katlavöll, norðan Þorvaldsstaðarár og ræðir stöðuna á uppbyggingarsamningnum við Golfklúbb Húsavíkur. Markmið þess samnings er að ný aðstaða verði tekin í notkun innan þriggja ára frá undiskrift samningsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fyrir samning á næsta fundi byggðarráðs.

3.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings óskaði eftir því við byggðarráð að fá að koma til fundar við ráðið og gera grein fyrir sinni afstöðu sem snýr að uppbyggingu aðstöðu fyrir slökkviliðið á Húsavík. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingafulltrúi kemur einnig til til umræðnanna.
Í ljósi nýjustu upplýsinga um uppbyggingu slökkvistöðvar frá slökkviliðsstjóra leggja Olga og Jónas fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjóra verði falið að ganga til viðræðna um samning um uppbyggingu slökkvistöðvar og aðstöðu hafna Norðurþings við Trésmiðjuna Rein, m.t.t. könnunarviðræðna þar sem engin tilboð bárust í verkið í opinberu útboði. Drög að samningi verði lagt til endanlegrar ákvörðunartöku í framkvæmdanefnd.

Jónas og Olga greiddu atkvæði með tillögunni. Óli greiddi atkvæði á móti.


Óli óskar bókað:
Fyrir liggur að útboð á byggingu slökkvistöðvar hefur farið fram án þess að tilboð hafi borist. Að ganga til samninga á þessum tímapunkti telur undirritaður ekki verjandi. Um er að ræða verðhugmyndir frá verktaka sem fengnar eru að loknu útboði þar sem ekkert tilboð barst, um verð sem er yfir kostnaðaráætlun og að auki með nokkru fráviki frá upphaflegum útboðsforsendum. Þá liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um fýsileika annarra valkosta. Við blasir þó að húsnæðismál slökkvistöðvar þarf að leysa svo fljótt sem forsendur verða til. Áfram þarf því að vinna að málinu hratt og vel og leggja valkostina fyrir á ný til ákvörðunar þegar fullnægjandi upplýsingar hafa komið fram um alla raunhæfa kosti í stöðunni, hvort heldur sem boðið verður út á ný eða farið í aðra valkosti ef þeir reynast fýsilegir.


Gunnlaugur vék af fundi undir þessum lið.

4.Endurskoðun 2018 - vegna ársreiknings 2017

Málsnúmer 201805113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja endurskoðunarskýrslur Deloitte vegna ársins 2017.
Sveitarstjóri kynnti endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings 2017.

5.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 201804151Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Stefánsson hefur óskað eftir að lagt verði fram fjárfestingayfirlit Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2017.
Lagt var fram fjárfestingayfirlit Orkuveitu Húsavíkur.

6.Opnunartími Stjórnsýsluhússins sumarið 2017

Málsnúmer 201805096Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnir fyrirkomulag um sumarlokunar stjórnsýsluhúss.
Lagt fram til kynningar.

7.Ákvörðun Persónuverndar varðandi öryggisbrot persónuupplýsinga í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201805140Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ákvörðun stjórnar Persónuverndar frá 30. apríl varðandi öryggisbrot við meðferð persónuupplýsinga hjá Borgarhólsskóla. Í bréfi Persónuverndar kemur eftirfarandi fram hvað varðar viðbrögð Norðurþings við öryggisbrotinu: "Í málinu liggur fyrir að ábyrgðaraðili tilkynnti Persónuvernd um atvikið án ótilhlýðilegrar tafar, sama dag og hann varð öryggisbrotsins var. Þá brást ábyrgðaraðili strax við þegar atvikið kom upp til að takmarka tjón og gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar yrðu gerðar aðgengilegar fleiri óviðkomandi en þegar var orðið. Þá innihélt tilkynning ábyrgðaraðila til Persónuverndar nauðsynlegar upplýsingar um atvikið auk þess sem Persónuvernd voru til viðbótar veittar umbeðnar upplýsingar með greinargóðum hætti, eftir því sem þær lágu fyrir. Að mati Persónuverndar greip ábyrgðaraðili til fullnægjandi ráðstafana til að lágmarka það tjón sem gat hlotist af framangreindu öryggisbroti." Í ákvörðunarorðum er lagt fyrir Borgarhólsskóla að útbúa öryggisstefnu, áhættumat og öryggisráðstafanir í samræmi við kröfur laga nr. 77/2000 og reglna nr. 299/2001. Þá er lagt fyrir skólann að sannreyna með viðeigandi hætti að Advania geti framkvæmt fullnægjandi öryggisráðstafanir, auk þess sem skólinn skal gera viðeigandi úrbætur á vinnslusamningini sínum við Advania.
Lagt fram til kynningar.

8.Endurnýjun vaktbíls Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 201804165Vakta málsnúmer

Á 28. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd samþykkir lægsta tilboð og óskar eftir viðbótarfjárveitingu frá byggðaráði.
Byggðarráð tekur undir með framkvæmdanefnd að taka lægsta tilboði en beinir því til framkvæmdanefndar að finna fjármuni innan ramma framkvæmda- og fjárfestingaráætlunar ársins.

9.Tækifæri til uppbyggingar opins WiFi aðgangs í opinberum byggingum og opnum svæðum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer 201805110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar tækifæri til uppbyggingar opins WiFi aðgangs í opinberum byggingum og opnum svæðum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og kanna möguleika á styrkumsókn með Sensa í verkefnið.

10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 50. fundar og 51. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt fram til kynningar.

11.IOGT umsögn vegna frumvarps um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

Málsnúmer 201805039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar umsögn IOGT á Íslandi vegan frumvarps á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). 148. löggjafarþing 2017-2018. Þingskjal 389-287. mál).
Lagt fram til kynningar.

12.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar, 269.mál, frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir)

Málsnúmer 201805040Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir). Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 24. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.