Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

254. fundur 08. júní 2018 kl. 11:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Gunnlaugur sat fundinn í síma.

1.Beiðni um umsögn vegna umsókna um Aflamark Byggðastofnunar

Málsnúmer 201805222Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn vegan umsókna um Aflamark Byggðastofnunar.
Þann 14. maí sl. barst Norðurþingi ósk frá Byggðastofnun um umsögn vegna umsókna til stofnunarinnar um úthlutun sértæks byggðakvóta. Annarsvegar vegna fiskveiðiársins 2017/2018 og hinsvegar vegna úthlutunar 2018/2019. Á grunni byggðasjónarmiða og alvarlegs vanda byggðarlaga vegna samdráttar í sjávarútvegi er aflaheimildum úthlutað af Byggðastofnun eftir sérstökum reglum sem eiga að efla vinnslu sjávarafurða í byggðarlagi eins og Raufarhöfn og fjölga heilsársstörfum og þannig treysta byggðina á svæðinu. Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við umsóknir sem borist hafa inn og treystir á að Byggðastofnun úthluti aflaheimildum til samræmis við meginmarkmið verkefnisins sbr. 2. gr reglugerðar 643/2016. Lykilatriði fyrir sveitarfélagið Norðurþing er að úthlutun auki stöðuleika og fjölgi störfum til lengri tíma. Frumskilyrði við úthlutun hlýtur að vera að draga sem mest úr óvissu um framtíð greinarinnar á Raufarhöfn og auka stöðugleika fyrirtækja í rekstri þannig að fjölga megi störfum í landi. Sveitarstjórn Norðurþings skorar jafnframt á stjórnvöld og Byggðastofnun að auka við sértækan byggðakvóta umfram það sem nú er til að styrkja sjávarbyggðir sem hafa staðið frammi fyrir viðvarandi fólksfækkun. Þá verði m.a. tekið mið af því að efla samkeppni á vinnumarkaði án þess að rýra hlut annarra burðarása í atvinnulífi.

Fundi slitið - kl. 12:00.