Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

355. fundur 04. mars 2021 kl. 08:30 - 10:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ástand og brýn viðhaldsþörf Húsavíkurkirkju

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Á 110. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjóri leggur til að fulltrúum sóknarnefndar verði boðið til fundar byggðarráðs í næstu viku þar sem frekari upplýsinga verður aflað og fletir á aðkomu Norðurþings verði reifaðir. Samþykkt samhljóða.

Á fund byggðarráðs koma Helga Kristinsdóttir, formaður sóknarnefndar ásamt Agli Olgeirssyni, varamanni í sóknarnefnd.
Byggðarráð þakkar þeim Helgu og Agli fyrir komuna og kynningu á vinnu við fyrirhugaðar endurbætur á Húsavíkurkirkju, safnaðarheimili kirkjunnar og umhverfi hennar.

2.Hvatning til byggðarráðs til að sækjast eftir aukinni úthlutun á byggðarkvóta

Málsnúmer 202102149Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi til byggðarráðs Norðurþings frá Hauki Eiðssyni þar sem kjörnir fulltrúar eru hvattir til að berjast fyrir bættum hag samfélagsins og tryggja aukna úthlutun kvóta á svæðinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa svar við erindinu og jafnframt að draga saman upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur lagt til við yfirvöld í því skyni að auka byggðakvóta í Norðurþingi.
Sveitarstjóra er einnig falið að undirbúa erindi til sjávarútvegsráðherra sem byggir á ofangreindu.

3.Ofgreiðsla staðgreiðslu 2020

Málsnúmer 202103001Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ofgreiðslu á staðgreiðslu til sveitarfélaga í desember 2020 og janúar 2021. Ofgreiðsla til Norðurþings nemur samtals 32.473.369 krónum og verður hún innheimt í þrennu lagi í mars, apríl og maí.
Það er miður hversu ógagnsætt ferli útsvarsgreiðslna fjársýslunnar til sveitarfélaganna er. Enn verra er þegar það getur gerst að um þrír milljarðar úr ríkissjóði eru ofgreiddir til sveitarfélaganna með tilheyrandi vandkvæðum. Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar sl. og gerir þá kröfu að uppgjöri staðgreiðslu til sveitarfélaga fylgi nákvæm sundurliðun á uppruna tekna og að fyrirsjáanleiki greiðslna verði mun meiri en nú er.

4.Jafnlaunavottun - úttektir 2019 - 2022

Málsnúmer 201912126Vakta málsnúmer

Í febrúar 2020 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert og í febrúarmánuði 2021 fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Í viðhaldsúttektinni, sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað vegna samkomutakmarkana, var farið yfir rekstur kerfisins m.t.t. krafna staðalsins og innri krafna.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, að lokinni viðhaldsúttekt 1, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Norðurþings.
Markmið Norðurþings fyrir liðið ár var að óútskýrður launamunur yrði enginn og frávik ekki meiri en 5%. Það markmið náðist, þar sem frávik voru einungis 1,7%.
Norðurþing stefnir að því að óútskýrður launamunur verði enginn og frávik aldrei meiri en 3% skv. þeim viðmiðunum sem notuð eru í úttektum til að uppfylla kröfur íslenska jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) skal ekki vera lægri en 92%. Eftir því sem jafnlaunakerfið þróast er stefnt að því að bæta við fleiri mælanlegum markmiðum sem tryggja virkni jafnlaunakerfisins.

5.Innheimtumál - afskriftir krafna 2020

Málsnúmer 202102121Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur listi yfir stöðu krafna á lögaðila og sundurliðun á þeim m.t.t. innheimtu.
Jafnframt er lagt fram minnisblað fjármálastjóra þar sem óskað er heimildar byggðarráðs til afskrifta á kröfum á félög sem eru gjaldþrota eða afskráð sem og á kröfum sem eru fyrndar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu fjármálastjóra um afskriftir krafna.

6.Barnavernd - viðauki

Málsnúmer 202102032Vakta málsnúmer

Á 353. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra ósk um viðauka til samræmis við reglur um gerð viðauka og leggja fyrir byggðarráð að nýju ásamt minnisblaði um málið.

Fyrir byggðarráði liggja nú umbeðin skjöl og er framlagður viðauki að fjárhæð 3.074.009 krónur. Gert er ráð fyrir að mæta auknum kostnaði við barnavernd með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir viðauka vegna aukins kostnaðar við barnavernd og vísar honum til sveitarstjórnar.

7.Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir fjárstuðningi.

Málsnúmer 202102127Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur um fjárstuðning að fjárhæð 750.000 krónur til uppgræðslu/kolefnisbindingar og til eflingar á starfsemi félagsins.
Erindið var tekið fyrir á 90. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og þar var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skógræktarfélag Húsavíkur um 500.000 krónur.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður fagnar frumkvæði Skógræktarfélagsins enda mikilvægur málaflokkur og hefði viljað samþykkja erindið eins og það liggur fyrir.

8.Endurnýjun slökkvibifreiðar/dælubíls

Málsnúmer 202103015Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að byggðarráð veiti Slökkviliði Norðurþings heimilid til að kanna möguleikann á kaupum á nýrri slökkvibifreið/dælubíl.
Greinargerð:
Í ársskýrslu liðsins er gerð grein fyrir tækjakosti og ljóst að bregðast þarf við. Kaup á slökkvibifreið tekur nokkur tíma og krefst undirbúnings. Ferlið getur tekið eitt til eitt og hálft ár. Núverandi dælubíll er tæplega 30 ára gamall og framleiðslu á slíkum bílum hætt.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

9.Birting upplýsinga frá Dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu;
Undirrituð leggja til að byggðarráð kalli eftir því að fundargerðir stjórnar DA - Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum verði gerðar opinberar og birtar þannig að þær séu aðgengilegar íbúum.
Greinargerð
Fundargerðir stjórnar DA fyrir árið 2020 og 2021 hafa ekki birst íbúum né ársreikningur fyrir árið 2019.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

10.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 22. fundar stjórnar SSNE frá 10. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnarráðið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102138Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur),272. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri óskari eftir annari umræðu í byggðarráði um ofangreint frumvarp sem lagt var fram til kynningar á síðasta fundi ráðsins.
Byggðarráð Norðurþings styður framkomið frumvarp enda mun það hafa jákvæð áhrif á minni brugghús til uppbyggingar atvinnulífs, sérstaklega í landsbyggðunum.

Fundi slitið - kl. 10:35.