Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Leigufélag Hvamms ehf. fjárhagsstaða
Málsnúmer 201602025Vakta málsnúmer
Leigufélag Hvamms ehf. óskar eftir að Norðurþing ábyrgist yfirdrátt við Íslandsbanka allt að 10.000.000,-
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ábyrgjast 10 milljóna króna yfirdrátt í Íslandsbanka í samræmi við eignarhlut í félaginu.
2.Fundarboð aðalfundar Skúlagarðs fasteignafélags 2016
Málsnúmer 201604031Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. sem haldinn verður í Skúlagarði miðvikudaginn 27. apríl nk. kl 17:00
Byggðarráð samþykki að Gunnlaugur Aðalbjarnarson verði fulltrúi Norðurþings á fundinum.
3.Forkaupsréttur að bátnum Heru ÞH-60
Málsnúmer 201604062Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Flóka ehf. þar sem óskað er eftir að Norðurþing taki afstöðu til þess hvort sveitarfélagið ætli að nýta forkaupsrétt að skipinu Heru ÞH-60.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu Heru ÞH-60.
4.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 2016
Málsnúmer 201602069Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 182. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra og ársreikningur fyrir árið 2015.
Lagt fram til kynningar
5.Kynningarbréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar
Málsnúmer 201604103Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar þar sem ítrekað er mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi og að umræðan um greinina byggi á réttum upplýsingum.
Lagt fram til kynningar
6.Samþykktir um hverfisráð Norðurþings
Málsnúmer 201603112Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum fyrir hverfisráð Norðurþings
Val í hverfisráð Norðurþings:
Auglýst verði á heimasíðu Norðurþings og í staðarmiðlum í sveitarfélaginu eftir framboðum og tilnefningum í hvert og eitt hverfisráða Norðurþings. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð verði allir einstaklingar eldri en 18 ára sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstaklega verði leitað til íbúasamtaka, þar sem slík starfa innan Norðurþings, og þau hvött til að koma með tillögur og/eða hugmyndir. Tekið verði fram í auglýsingum að við val á fulltrúum í hverfisráðin verði horft til fjölbreytileika sem endurspegli samfélagið.
Sveitarstjóra er falið að koma framangreindu til framkvæmdar þannig að tilnefningar og framboð í hverfisráð geti legið fyrir þannig að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun samkvæmt gildandi samþykktum á fyrsta fundi eftir sumarleyfi sveitarstjórnar.
Auglýst verði á heimasíðu Norðurþings og í staðarmiðlum í sveitarfélaginu eftir framboðum og tilnefningum í hvert og eitt hverfisráða Norðurþings. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð verði allir einstaklingar eldri en 18 ára sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstaklega verði leitað til íbúasamtaka, þar sem slík starfa innan Norðurþings, og þau hvött til að koma með tillögur og/eða hugmyndir. Tekið verði fram í auglýsingum að við val á fulltrúum í hverfisráðin verði horft til fjölbreytileika sem endurspegli samfélagið.
Sveitarstjóra er falið að koma framangreindu til framkvæmdar þannig að tilnefningar og framboð í hverfisráð geti legið fyrir þannig að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun samkvæmt gildandi samþykktum á fyrsta fundi eftir sumarleyfi sveitarstjórnar.
7.Fjárhagsuppgjör 2015
Málsnúmer 201604118Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fór yfir stöðu fjárhagsuppgjörs 2015
8.Orkuveita Húsavíkur ohf - 149
Málsnúmer 1604001Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 149. stjórnarfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram
Fundi slitið.