Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

193. fundur 21. október 2016 kl. 12:00 - 13:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá
Olga Gísladóttir var í síma

1.Tilboð í eignina Garðarsbraut 67-303

Málsnúmer 201610064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í eignina Garðarsbraut 67-303 á Húsavík
Byggðarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði upp á kr. 15.300.000,-.

2.Magnavík ehf. - starfsemi

Málsnúmer 201610158Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Magnavík ehf. um fjarskiptamál í Þingeyjarsýslum og starfssemi Magnavíkur ehf.
Á fundinn mætti Guðmundur Magnússon frá Magnavík ehf. Byggðarráð þakkar Guðmundi fyrir heimsóknina og felur sveitarstjóra að vinna framhald málsins.

3.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt þar sem gert er grein fyrir markmiðum og framtíðarsýn í verkefninu Öxarfjörður í sókn sem tilheyrir röð verkefna á landsvísu undir stjórn Byggðastofnunar með heitinu Brothættar byggðir.
Silja Jóhannesdóttir fór yfir stöðu verkefnisins. Byggðarráð þakkar Silju kynninguna.

4.Kvennafrí 2016-Kjarajafnrétti strax!

Málsnúmer 201610159Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Kennarasambandi Íslands þar sem sveitarfélagið er hvatt til að sýna konum stuðning í baráttunni fyrir jöfnum kjörum kynjanna og gera starfskonum sveitarfélaganna kleift að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrísdeginum.
Byggðarráð hvetur forstöðumenn stofnanna til að gefa konum frí frá kl. 14:00 mánudaginn 24. október eftir því sem kostur er.

Fundi slitið - kl. 13:20.