Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

194. fundur 27. október 2016 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarsjóra
Dagskrá

1.Staða Framhaldsskólans á Húsavík

Málsnúmer 201610219Vakta málsnúmer

Jóney Jónsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík fór yfir stöðu skólans.
Byggðarráð lýsir þungum áhyggjum yfir rekstrarstöðu skólans og telur ótækt að ríkisreknar þjónustustofnanir séu settar í þessa stöðu. Kominn er tími á að stjórnvöld tryggi þessari mikilvægu stofnun viðundandi rekstrarumhverfi.

2.Markaðsstofa Norðurlands - Samstarfssamningur 2016-2018

Málsnúmer 201609261Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög um samstarf milli Markaðsstofu Norðurlands og Norðurþings.
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kynnti starfsemi markaðsstofunnar. Sveitarstjóra er falið að klára samninginn við markaðsstofuna.

3.Þeistareykjalína 1 - umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201603119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru Landverndar á ákvörðun Norðurþings frá 17. maí 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjavíku 1.
Úrskurðurinn hljóðaði þannig að hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Norðurþings frá 17. maí 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 til handa Landsneti hf.

4.Tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201608033Vakta málsnúmer

Á 5. fundi Æskulýðs- og menningarnefndar Norðuþings var eftirfarandi bókað: "Æskulýðs- og menningarnefnd telur brýnt að hugað verði að rekstrarfyrirkomulagi fyrir tjaldsvæði Norðurþings. Málinu er vísað til Byggðarráðs. "
Sveitarstjóra er falið að útbúa greinargerð um mögulegar leiðir í rekstri tjaldstæðisins og leggja fyrir byggðarráð.

5.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2017

Málsnúmer 201610164Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Stígamótum þar sem óskað er eftir samstarfi við Norðurþing um reksturinn
Byggðarráð telur sér ekki fært um að styrkja verkefnið

6.Upplýsingar frá Póst- og fjarskiptastofnun vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 201609198Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja verklagsreglur frá Póst- og fjarskiptastofnun um gerð staðarlista til að ákveða þá staði sem skulu tengdir ljósleiðara innan sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar

7.Sýslumaður á Norðurlandi eystra - áframsent erindi um kvörtun vegna starfsemi gistiheimilis

Málsnúmer 201610195Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kvörtun vegna reksturs gististaðar að Iðavöllum 6, Húsavík.
Lagt fram

8.Varðandi kjörskrá v/Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 201609230Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kjörskrá vegna alþingiskosninga 2016 með skiptingum í kjördeildir.

Skv. prentaðri kjörskrá frá Þjóðskrá Íslands eru 2128 á kjörskrá Norðurþings. Sú kjörskrá hefur legið frammi til kynningar frá 19. október sl. Að auki liggur fyrir samþykki frá Þjóðskrá vegna tveggja aðila sem óskuðu eftir verða teknir inn á kjörskrá. Byggðarráð staðfesti þær umsóknir á 192. fundi sínum.
Alls eru því 2130 manns á kjörskrá í Norðurþingi.

Byggðarráð staðfestir framlagða kjörskrá og veitir sveitarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga þann 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Einnig felur byggðarráð sveitarstjóra að árita framlagða kjörskrá.

9.Ósk um styrk vegna forvarnarverkefnis gegn ristilkrabbameini

Málsnúmer 201610215Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Lionsklúbbi Húsavíkur um styrk vegna forvaranarverkefnis gegn ristilkrabbameini
Byggðarráð samþykkir að styðja verkefnið um kr. 200.000,- á ári og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við félagið þar um.

10.Könnun þjónustu sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201610216Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá GI rannsóknum ehf. um þátttöku Norðurþings í þjónustkönnun sveitarfélaga
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þjónustukönnuninni

Fundi slitið - kl. 18:45.