Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

198. fundur 01. desember 2016 kl. 16:00 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Kjaramál tónlistarkennara

Málsnúmer 201611136Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Árni Sigurbjarnarson og Adrienne Denise Davis og fóru yfir stöðu kjaramála tónlistarkennara. Byggðarráð þakkar upplýsandi kynningu.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi að Keldunesi

Málsnúmer 201611130Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til handa Báru Siguróladóttur vegna sölu gistingar og áfengis að Keldunesi II.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn

3.Eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga - fyrirspurn

Málsnúmer 201609030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja viðbrögð við svari sem Norðurþings sendi Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í framhaldi af könnun nefndarinnar á ársreikningi 2015. Niðurstaða nefndarinnar er að óska ekki eftir frekari upplýsingum vegna fyrirspurnarinnar en leggur áherslu á nauðsyn þess að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Nefndin hvetur sveitarfélagið að leita allra leiða að því takmarki, bæði fyrir A-hluta og B-hluta.
Bréfið er lagt fram

4.Flókahús - tilboð

Málsnúmer 201611156Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð í Flókahús sem opnuð voru mánudaginn 28. nóvember. Tilboðin eru frá Sölkusiglingum, Norðursiglingu og Gentle Giants. Öllum tilboðunum fylgdi greinargerð um fyrirhugaða starfsemi sem og breytingar á húsinu.

Bjóðandi: Upphæð:

Sölkusiglingar 20.100.000
Norðursigling 31.227.600
Gentle Giants 37.000.000
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að undirbúa málið til afgreiðslu í samráði við skipulagsfulltrúa.

5.Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201611184Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á nýjum kjarasamningi við Félag grunnskólakennara. Laun kennara hækka á samningstímanum sem hér segir:

1. desember 2016 hækka laun um 7,3%
1. mars 2017 hækka laun um 3,5%
Þann 1. janúar 2017 skal greiða hverjum starfsmanni sem var í fullu starfi í desember 2016 sérstaka eingreiðslu að upphæð kr. 204.000

Þessar hækkanir munu leiða til 14 milljóna króna hærri útgjalda vegna launa en gert var ráð fyrir í áætlun sveitarfélagsins 2017.
Lagt fram til kynningar

6.Erindi frá Yrkjusjóði - beiðni um stuðning 2017

Málsnúmer 201611149Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir styrk að lágmarki 150.000,- kr til kaupa á trjáplöntum sem grunnskólabörn munu gróðursetja.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið

7.Fjárfestingafélag Norðurþings - hluthafafundur

Málsnúmer 201611185Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi fundargerð hlutahafafundar Fjárfestingafélags Norðurþings ehf.
Hluthafafundur 1. desember 2016 á byggðarráðsfundi Norðurþings.
1. Breyting á hlutafé
Hluthafi semþykkir breytingu á hlutafé úr kr. 500.000.- í 105.627.939,-. Hluthafar samþykkja breytingu á samþykktum í samræmi við þessa breytingu.
2. Breyting á stjórn
Hluthafi samþykkir í samræmi við 16. gr samþykktar félagsins að stjórnina skipi einn maður og verði það Óli Halldórsson, formaður byggðarráðs og varamaður hans verði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina

8.Fjárhags- og verkefnaáætlun MMÞ 2017

Málsnúmer 201611193Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fjárhags- og verkefnisáætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem samþykkt var á stjórnarfundi MMÞ 24. nóvember 2016
Lagt fram til kynningar

9.Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins

Málsnúmer 201611190Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á helstu helstu málum sem Sveitarsjórnarþing Evrópuráðsins fjallaði um á haustþingi sínu í október sl., svo sem aðgerðir til að berjast gegn spillingu á sveitarstjórnarstigi og öfgahyggju meðal íbúa, kynjaða fjárhagsáætlunargerð og hvernig sé hægt að auka þátttöku kvenna í sveitarstjórnarmálum.
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn.
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerðir Eyþings 2016

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 287. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt frama til kynningar

11.Endurskoðun á samþykktum Norðurþings

Málsnúmer 201611194Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að hefja endurskoðun á samþykktum Norðurþings

Fundi slitið - kl. 18:50.