Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

207. fundur 02. mars 2017 kl. 16:00 - 17:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Til fundarins koma Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri, Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkvistjóri og Þórir Örn Gunnarsson, rekstrarstjóri hafna og ræða stöðu mála er snúa að uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Til fundarins mættu Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri, Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og Þórir Örn Gunnarsson, rekstrarstjóri hafna. Farið var yfir stöðu mála er varða uppbyggingu nýrrar slökkviliðsstöðvar, sem og önnur mál er tengjast þessari uppbyggingu.
Byggðarráð óskar eftir að Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands ásamt framkvæmdastjórn stofnunarinnar, mæti til næsta fundar byggðarráðs fimmtudaginn 9. mars nk.

2.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201702033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 847. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.

3.Erindi frá Ísorku varðandi uppsetningu rafhleðslustöðvar

Málsnúmer 201702163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Ísorku er varðar framtíð og þróun rafbílavæðingar á Íslandi. Orkusalan færði Norðurþingi nýverið rafhleðslustöð að gjöf og er með bréfi þessu, annarsvegar að minna á uppsetningu hennar og hinsvegar að bjóða upp á að tengja stöðina við Ísorku sem er rekstrar- og upplýsingakerfi, jafnt fyrir rafbílaeigendur og rekstraraðila stöðva.
Bréfið er lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.