Félagsmálanefnd
Dagskrá
1.Ráðning félagsmálstjóra
Málsnúmer 201804102Vakta málsnúmer
Þann 1. apríl síðastliðin var Hróðný Lund ráðin í starf félagsmálastjóra Norðurþings.
Nefndin fagnar ráðningu félagsmálastjóra og býður hana velkomna til starfa.
2.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki
Málsnúmer 201612060Vakta málsnúmer
Á 247. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð fór yfir minnisblað um húsnæðismál fatlaðra í Norðurþingi. Norðurþing bíður eftir að framkvæmdir hefjist við tvær nýjar íbúðir á Húsavík á forsendum reglna um stofnframlög Íbúðalánasjóðs og hvetur til þess að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun um tillögur minnisblaðsins verði útfærðar og kynntar í byggðarráði.
Byggðarráð fór yfir minnisblað um húsnæðismál fatlaðra í Norðurþingi. Norðurþing bíður eftir að framkvæmdir hefjist við tvær nýjar íbúðir á Húsavík á forsendum reglna um stofnframlög Íbúðalánasjóðs og hvetur til þess að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun um tillögur minnisblaðsins verði útfærðar og kynntar í byggðarráði.
Nefndin felur félagsmálastjóra að þrýsta á að framkvæmdir hefjist sem fyrst við byggingu á þeim íbúðum sem þegar hafa fengið vilyrði fyrir stofnframlögum. Nefndin felur einnig félagsmálastjóra í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við framkvæmda og fjárfestingaráætlun sem byggir á minnisblaðinu.
3.Niðurstöður þjónustukönnunar 2017
Málsnúmer 201801044Vakta málsnúmer
Fyrir félagsmálanefnd liggja niðurstöður þjónustukönnunar Gallup um þjónustu sveitarfélaga 2017.
Nefndin fagnar niðurstöðu þjónustukönnunar er varðar málefni fatlaðra og eldriborgara í sveitarfélaginu.
4.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 114. mál, frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja)
Málsnúmer 201803048Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almenn hegninggarlög ( bann við umskurði drengja).
Lagt fram til kynningar.
5.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar, 394. mál frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði
Málsnúmer 201803133Vakta málsnúmer
Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis óksar eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:45.