Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samningur við FEBH maí 2018 til maí 2020
Málsnúmer 201810008Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn ber lögum samkvæmt að tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi. Félag eldriborgara hafa skv. samningi við sveitarfélagið tryggt þetta félagsstarf. Ný relgugerð kveður á um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónsutu. Sækja þarf ums líkt starfsleyfi fyrir maímánuð.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir nýrri reglugerð um starfsleyfi fyrir félagasamtök og aðra félagsþjónustu fyrir eldri borgara. Ráðið felur félagsmálastjóra að boða stjórn Félags eldri borgara á Húsavík til fundar við ráðið þann 1. apríl.
2.Þarfagreining vegna uppbyggingar íþrótta- og tómstundaaðstöðu og stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.
Málsnúmer 201902058Vakta málsnúmer
Á 89. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að við vinnum þarfagreiningu meðal allra þeirra hópa sem stunda hvers kyns íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu. Hvort sem um er að ræða íþróttastarf á afrekststigi, hreyfifærni meðal barna á leikskólaaldri, frístundastarf barna og ungmenna, almenningsíþróttir, frístundastarf eldri borgara eða almenna íþróttaþjálfun í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í sveitarfélaginu. Í kjölfar þessarar vinnu verði sett fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið hyggst standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja, aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf sem og viðhaldi þeirra mannvirkja sem þegar eru til staðar í sveitarfélaginu og tilheyra þessari starfsemi. Jafnframt setji sveitarfélagið sér stefnu varðandi íþrótta- og tómstundastarf og aðkomu sveitarfélagsins að því. Horfa má til þeirrar vinnu sem unnin var í Grindavík og hófst fyrir rúmum 10 árum síðan. Sú vinna er um margt til mikillar fyrirmyndar. Þar var unnin þarfagreining vegna aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar og samanburður við önnur sveitarfélög að áþekkri stærð. Í kjölfar þess var hvort tveggja sett fram áætlun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja til 8 ára. Jafnframt var unnin stefna í íþrótta- og tómstundamálum sem miðaði að því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi og að koma í veg fyrir brottfall þeirra úr íþróttum þegar unglingsárin færast yfir. Sú stefna fól meðal annars í sér að foreldrar greiða eitt gjald vegna íþróttaiðkunar barna og þeim er þá heimilt að taka þátt í öllum þeim íþróttum sem boðið er upp á.
Ég legg til að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja og aðstöðu til frístundastarfs, sem og stefnumótun vegna íþrótta- og tómstundastarfs verði vísað til fjölskylduráðs og ráðinu falið að ljúka þarfagreiningunni fyrir haustið og stefnumótuninni fyrir árslok 2019
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að við vinnum þarfagreiningu meðal allra þeirra hópa sem stunda hvers kyns íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu. Hvort sem um er að ræða íþróttastarf á afrekststigi, hreyfifærni meðal barna á leikskólaaldri, frístundastarf barna og ungmenna, almenningsíþróttir, frístundastarf eldri borgara eða almenna íþróttaþjálfun í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru í sveitarfélaginu. Í kjölfar þessarar vinnu verði sett fram áætlun um það hvernig sveitarfélagið hyggst standa að uppbyggingu íþróttamannvirkja, aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf sem og viðhaldi þeirra mannvirkja sem þegar eru til staðar í sveitarfélaginu og tilheyra þessari starfsemi. Jafnframt setji sveitarfélagið sér stefnu varðandi íþrótta- og tómstundastarf og aðkomu sveitarfélagsins að því. Horfa má til þeirrar vinnu sem unnin var í Grindavík og hófst fyrir rúmum 10 árum síðan. Sú vinna er um margt til mikillar fyrirmyndar. Þar var unnin þarfagreining vegna aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar og samanburður við önnur sveitarfélög að áþekkri stærð. Í kjölfar þess var hvort tveggja sett fram áætlun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja til 8 ára. Jafnframt var unnin stefna í íþrótta- og tómstundamálum sem miðaði að því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi og að koma í veg fyrir brottfall þeirra úr íþróttum þegar unglingsárin færast yfir. Sú stefna fól meðal annars í sér að foreldrar greiða eitt gjald vegna íþróttaiðkunar barna og þeim er þá heimilt að taka þátt í öllum þeim íþróttum sem boðið er upp á.
Ég legg til að vinnu við þarfagreiningu vegna uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja og aðstöðu til frístundastarfs, sem og stefnumótun vegna íþrótta- og tómstundastarfs verði vísað til fjölskylduráðs og ráðinu falið að ljúka þarfagreiningunni fyrir haustið og stefnumótuninni fyrir árslok 2019
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að verkáætlun, skilgreina samráðshópa og vinnuhóp og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
3.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni
Málsnúmer 201902037Vakta málsnúmer
Til kynningar er skýrsla frá Umboðsmanni barna um vinnuskóla á Íslandi árið 2018
Lagt fram til kynningar.
4.Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2019
Málsnúmer 201902021Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar eru tvær umsóknir í Lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Tvær umsóknir hafa borist sjóðnum. Töfrahurð ehf. sótti um styrk til að sýna á skólatíma fyrir leik- og grunnskólabörn söngleikinn Björt í sumarhúsi á Norðurlandi. Ráðið hafnar umsókninni.
Þórveig, Aldey, Fanný og Ólöf Traustadætur sóttu um styrk til þess að halda Druslugöngu á Húsavík 2019. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðilum og frestar ákvörðun um styrkveitingu að svo stöddu.
Þórveig, Aldey, Fanný og Ólöf Traustadætur sóttu um styrk til þess að halda Druslugöngu á Húsavík 2019. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðilum og frestar ákvörðun um styrkveitingu að svo stöddu.
5.Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2018
Málsnúmer 201901036Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar eru tvær umsóknir í Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings.
Auglýst var eftir umsóknum í Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings fyrir árið 2018 og er umsóknarfrestur liðinn.
Tvær umsóknir hafa borist sjóðnum.
Kristjan Ingi Smárason sækir um styrk vegna Norðurlandamóts í skólaskák sem haldið var í Borgarnesi dagana, 14.-18. febrúar, 2019. Ráðið samþykkir að veita Kristjáni Inga 50 þúsund krónur.
Sigurður Unnar Hauksson landsliðsmaður í Skeet sækir um styrk vegna verkefna sinna á árinu 2018. Ráðið samþykkir að veita Sigurði Unnari 200 þúsund krónur.
Ráðið samþykkir að greiða inn á Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings 250 þúsund krónur af fjárhag ráðsins.
Tvær umsóknir hafa borist sjóðnum.
Kristjan Ingi Smárason sækir um styrk vegna Norðurlandamóts í skólaskák sem haldið var í Borgarnesi dagana, 14.-18. febrúar, 2019. Ráðið samþykkir að veita Kristjáni Inga 50 þúsund krónur.
Sigurður Unnar Hauksson landsliðsmaður í Skeet sækir um styrk vegna verkefna sinna á árinu 2018. Ráðið samþykkir að veita Sigurði Unnari 200 þúsund krónur.
Ráðið samþykkir að greiða inn á Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings 250 þúsund krónur af fjárhag ráðsins.
Fundi slitið - kl. 14:30.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2 - 5.