Fara í efni

Fjölskylduráð

29. fundur 15. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1 og 2.
Kristjan Þór Magnusson sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.
Lilja Skarphéðinsdóttir formaður FEBH sat fundinn undir lið 1.
Sólveig Skúladóttir fulltrúi FEBH sat fundinn undir lið 1.
Irmý Dómhildur Antonsdóttir fulltrúi FEBH sat fundinn undir lið 1.
Berglind Hauksdóttir aðalmaður fjölskylduráðs sat fundinn í síma.

1.Samningur við FEBH maí 2018 til maí 2020

Málsnúmer 201810008Vakta málsnúmer

Til umræðu er málefni samnings Norðurþing við FEBH.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis fyrir komuna á fund ráðsins og fagnar þeirri öflugu uppbyggingu sem félagið hefur lagt í undanfarin ár. Samhljómur var með aðilum um útfærslu á lögbundnu starfi fyrir eldri borgara, vegna nýrrar reglugerðar um starfsleyfi fyrir félagasamtök og aðra félagsþjónustu fyrir eldri borgara. Lagt er upp með að sveitarfélagið Norðurþing leigi aðstöðu í félagsheimili Félags eldri borgara í Hlyn hluta úr degi og leggi auk þess til starfsmann til að halda utan um þjónustu sveitarfélagsins þar.

Fjölskylduráð skipar vinnuhóp til að útfæra starfið. Fyrir hönd FEBH sitja í hópnum Lilja Skarphéðinsdóttir og Sólveig Skúladóttir. Fyrir hönd Norðurþings sitja í hópnum Bylgja Steingrímsdóttir og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir. Starfsmenn hópsins eru félagsmálastjóri og sveitarstjóri. Lagt er upp með að þessari vinnu verði lokið fyrir lok maímánaðar n.k.

2.Tónsmiðjan - skapandi starf fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201902005Vakta málsnúmer

Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi fjölskylduráðs þann 11. febrúar vegna vinnu að forvarnastefnu sveitarfélagsins. Sú vinna er enn í gangi. Að ósk Bylgju Steingrímsdóttur, fulltrúar framsóknarflokksins er málið tekið fyrir nú þó vinna að forvarnarstefnu sé enn í gangi.
Fjölskylduráð þakkar erindið. Hjá sveitarfélaginu er í gangi vinna að forvarnarstefnu, auk þess sem verið er að hefja skoðun á kostum varðandi ungmennahús. Fjölskylduráð hafnar því erindinu.

Bylgja Steingrímsdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.

Fundi slitið - kl. 15:30.