Fjölskylduráð
Dagskrá
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-2.
1.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021
Málsnúmer 202006102Vakta málsnúmer
Á 332. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað:
Helena leggur til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari útfærslu þar sem ráðinu verði falið að kostnaðargreina tilfærslu frístundastarfs 1.-4. bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs, ásamt því að ráðið tilgreini hvernig það hyggst mæta breytingum í rekstri sviðsins.
Kolbrún Ada víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Tillagan er samþykkt af Bergi og Helenu. Hafrún ítrekar bókun sína frá fundi fjölskylduráðs.
Helena leggur til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari útfærslu þar sem ráðinu verði falið að kostnaðargreina tilfærslu frístundastarfs 1.-4. bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs, ásamt því að ráðið tilgreini hvernig það hyggst mæta breytingum í rekstri sviðsins.
Kolbrún Ada víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Tillagan er samþykkt af Bergi og Helenu. Hafrún ítrekar bókun sína frá fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa sem og fræðslufulltrúa að kostnaðargreina tilfærslu reksturs Frístundastarfs 1-4 bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs og leggja fyrir ráðið á fundi Fjölskylduráðs 10.ágúst.
2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta
Málsnúmer 202006086Vakta málsnúmer
Á 331. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar viðaukunum til frekari umræðu í fjölskylduráði í ljósi upplýsinga um uppfærða úthlutunaráætlun Jöfnunarsjóðs.
Byggðarráð vísar viðaukunum til frekari umræðu í fjölskylduráði í ljósi upplýsinga um uppfærða úthlutunaráætlun Jöfnunarsjóðs.
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.
Fundi slitið - kl. 12:35.