Fara í efni

Fjölskylduráð

111. fundur 17. febrúar 2022 kl. 13:00 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat undir lið 1.

1.Tillaga að skoðun sameiningu skólastjórnar Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík

Málsnúmer 202202039Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um tillögu Örnu Ýr Arnarsdóttur, Bylgju
Steingrímsdóttur og Eiðs Péturssonar um að kanna möguleika á sameiningu skólastjórnar
Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík.
Farið hefur verið yfir mögulega kosti þess að sameina skólastjórnun yfir Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla, ekki verður farið í sameiningu að svo stöddu. Í kjölfar þessarar tillögu telur fjölskylduráð ástæðu til að endurskoða reglugerðir, stefnur, samþykktir og hlutverk Tónlistarskóla Húsavíkur og felur fræðslufulltrúa að fara í þá vinnu þar sem áhersla verður lögð á aukið samstarf við leik- grunn- og framhaldsskóla.
Fylgiskjöl:

2.Ráðning skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur

Málsnúmer 202201116Vakta málsnúmer

Kynning fræðslufulltrúa á ráðningarferli skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að auglýsa starf skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.

3.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnaði öllum tilboðum sem bárust í verkið, þar sem verð var talsvert hærra annarsvegar en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir og hins vegar að tæknilegar kröfur eru ekki uppfylltar. Skipulags- og framkvæmdaráð fer þess á leit við fjölskylduráð að það taki aftur upp vinnu við mótun framtíðarlausnar á frístundarhúsnæði.
Ljóst er að ekki tekst að koma Frístund fyrir 1.-4. bekk Borgarhólsskóla í varanlegt húsnæði fyrir skólaárið 2022-2023. Ástæðan er að sú lausn að setja upp færanlegar einingar innan skólalóðarinnar reyndist of dýr m.v. upplegg skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings. Fjölskylduráð er samstíga þegar kemur að því að vanda vel til verka við úrlausn þess verkefnis sem nú blasir við. Í fyrsta lagi þarf að tryggja rekstur úrræðisins þannig að vel megi við una næsta vetur, þar til nýtt húsnæði verði tekið í notkun fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslufulltrúa er falið í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla að vinna strax að áætlun um hvernig útfærslu Frístundar verður háttað frá n.k. ágúst. Jafnframt er fjölskylduráð samstíga um að hefja strax vinnu við það hvernig Frístund fyrir 1.-4. bekk verður komið í nýtt húsnæði og greina hvort heppilegt sé að bæði inngildandi Frístund fyrir 5.-10. bekk, skammtímavistun verði hýst innan sama húsnæðis til framtíðar, sem og aðra tengda starfsemi. Í framhaldinu þarf að greina hversu stórt húsnæði þarf undir starfsemina og í kjölfarið á því þarf að velja staðsetningu hinnar nýju byggingar. Fjölskylduráð ákveður að fela fræðslufulltrúa, félagsmálastjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra Borgarhólsskóla að hefja framangreinda vinnu og leggja fyrir ráðið tillögu að úrlausn eins skjótt og auðið er. Þegar fyrir liggur að velta upp staðsetningu hins nýja húss er það lagt til við skipulags- og framkvæmdaráð að skipulags- og byggingarfulltrúi ásamt framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði fulltrúar í framangreindu teymi, ásamt Birnu og Eið úr ráðinu, til að vinna málið hratt áfram.

4.Framkvæmdir á leikvöllum í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202202086Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar vinnuskjal starfshóps um framkvæmdir á leikvöllum á Húsavík á árinu 2022.
Málið var áður til umfjöllunar á 108 fundi fjölskylduráðs þann 10. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Ráðið heldur áfram umfjöllun á næsta fundi.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202202074Vakta málsnúmer

Þórdís Erla Ágústsdóttir sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna verkefnis um Grímsey sem verður í formi ljósmynda, viðtala og myndbanda og vill með því vekja athygli á því lífi sem enn lifir á eynni.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en synjar styrkumsókninni.

Fundi slitið - kl. 15:00.