Fara í efni

Fjölskylduráð

132. fundur 01. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Helena Eydís Ingólfsdóttir
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-3.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202210118Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði Norðurþings liggur umsókn um undanþágu frá reglum félagsþjónustu Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fært í trúnaðarmálabók.

2.Marta Florczyk óskar eftir samstarfi við Norðurþing vegna listaverkefnis

Málsnúmer 202210072Vakta málsnúmer

Marta Florczyk, listamaður Norðurþings 2022, óskar eftir samstarfi og stuðningi Norðurþings vegna listaverkefnis. Annars vegar óskar hún eftir því að fá fjárstuðning til að halda listasmiðjur á þremur tungumálum fyrir vinnuskólann, Miðjuna, Frístund, skammtímadvöl o.fl. Hins vegar óskar hún eftir því að fá að nota Kvíabekk undir þetta verkefni.
Fjölskylduráð þakkar Mörtu fyrir erindið. Ráðið synjar beiðni um frekari fjárstuðning þar sem hún hefur þegar fengið úthlutaðan styrk sem listamaður Norðurþings 2022. Ráðið tekur jákvætt í hugmyndir Mörtu um samvinnu við stofnanir Norðurþings.
Ráðið óskar eftir frekari útfærslu á beiðni um notkun á Kvíabekk og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

3.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar umsögn Íþróttafélagsins Völsungs um mögulega byggingu húsnæðis undir frístund við íþróttahöllina á Húsavík.
Minnihluti tekur undir áhyggjur íþróttafélagsins Völsungs. Fulltrúar V,S og M lista leggja til eftirfarandi tillögu að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.

Ingibjörg, Ingibjörg Hanna og Rebekka.

Tillagan er felld með atkvæðum Birnu, Bylgju og Hönnu Jónu gegn atkvæðum Ingibjargar og Rebekku.

Völsungi er þökkuð góð og ítarleg umsögn. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verður tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs, enda eru mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.

Birna Ásgeirsdóttir
Bylgja Steingrímsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir

Fundi slitið - kl. 10:20.