Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Fyrirspurn Völsungs vegna viðbyggingar við íþróttahöll á Húsavík
Málsnúmer 202302011Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Völsungi. Erindið varðar umsögn félagsins við viðbyggingu íþróttahallarinnar á Húsavík. Óskað er eftir svörum við spurningum sem fram koma í bréfinu:
- Erum við að rýra möguleika til frekari viðbygginga/stækkunar við íþróttahöllina og er þá verið að meina í íþróttalegum tilgangi?
- Hver er framtíðarsýn varðandi uppbyggingu hallarinnnar, hvaða möguleika höfum við í framtíðinni þegar fyrirhuguð viðbygging er komin?
- Er trygging að Græna torg verði íþróttafélagsins til framtíðar en verði ekki nýtt að nýju seinna meir þegar vantar aukið pláss fyrir eitthvað annað en tengist íþróttastarfi, s.s frístund og félagsmiðstöð?
- Hvað er hugsað á neðri hæð nýrrar viðbyggingar, er möguleiki að það geti farið undir aukið húsnæði tengt íþróttastarfi. Er þá verið að meina framlenging á íþróttasalnum sjálfum undir t.d fimleika, bardagaíþróttir, blak og íþróttaskólann svo dæmi séu tekin. Það háir fimleikadeildinni mikið að þurfa að færa til búnað þegar æfingar eru. Ef neðri hæðin væri nýtt sem fimleikasalur gæti deildin keypt tæki sem væru þar áföst og hentað þannig starfinu betur. Að auki gera fimleikatæki í dag ráð fyrir að þau séu ekki flutt fyrir og eftir hverja æfingu og salurinn svo einnig nýst í annað íþróttastarf. Þetta á einnig við um bardagaíþróttadeildina.
- Ef farið verður í viðbyggingu verður ekki örugglega samráð við Völsung um hvernig sé hægt að nýta þau rými sem skapast fyrir íþróttastarf sem fram fer í höllinni og þau rými hönnuð með íþróttastarf til hliðsjónar? Þá er átt við bæði æfinga aðstaða, aðstaða fyrir þjálfara, fundi og fyrir viðburði.
- Ef svarið við vangaveltunum að ofan er á þá leið að ekki sé hægt að nýta nýtt húsnæði sem íþróttaaðstöðu og aðstöðu fyrir deildir að þá er spurning hvort hafi verið kannaðir aðrir möguleikar, s.s að byggja við skólann þannig að íþróttahöllin geti áfram þjónað íþróttastarfi og ekki sé búið að rýra möguleika til famtíðar um að byggja íþróttatengdt við höllina. Í þessu samhengi væri tilvalið að staldra við og móta stefnu í sveitarfélaginu sem snýr að íþrótta- og æskulýðsmálum. Í þeirri stefnu þyrfti að koma inn á viðhald, uppbyggingu og ný framkvæmdir í íþrótta- og æskulýðsmálum, íþróttastarfi og sveitarfélginu til heilla
- Erum við að rýra möguleika til frekari viðbygginga/stækkunar við íþróttahöllina og er þá verið að meina í íþróttalegum tilgangi?
- Hver er framtíðarsýn varðandi uppbyggingu hallarinnnar, hvaða möguleika höfum við í framtíðinni þegar fyrirhuguð viðbygging er komin?
- Er trygging að Græna torg verði íþróttafélagsins til framtíðar en verði ekki nýtt að nýju seinna meir þegar vantar aukið pláss fyrir eitthvað annað en tengist íþróttastarfi, s.s frístund og félagsmiðstöð?
- Hvað er hugsað á neðri hæð nýrrar viðbyggingar, er möguleiki að það geti farið undir aukið húsnæði tengt íþróttastarfi. Er þá verið að meina framlenging á íþróttasalnum sjálfum undir t.d fimleika, bardagaíþróttir, blak og íþróttaskólann svo dæmi séu tekin. Það háir fimleikadeildinni mikið að þurfa að færa til búnað þegar æfingar eru. Ef neðri hæðin væri nýtt sem fimleikasalur gæti deildin keypt tæki sem væru þar áföst og hentað þannig starfinu betur. Að auki gera fimleikatæki í dag ráð fyrir að þau séu ekki flutt fyrir og eftir hverja æfingu og salurinn svo einnig nýst í annað íþróttastarf. Þetta á einnig við um bardagaíþróttadeildina.
- Ef farið verður í viðbyggingu verður ekki örugglega samráð við Völsung um hvernig sé hægt að nýta þau rými sem skapast fyrir íþróttastarf sem fram fer í höllinni og þau rými hönnuð með íþróttastarf til hliðsjónar? Þá er átt við bæði æfinga aðstaða, aðstaða fyrir þjálfara, fundi og fyrir viðburði.
- Ef svarið við vangaveltunum að ofan er á þá leið að ekki sé hægt að nýta nýtt húsnæði sem íþróttaaðstöðu og aðstöðu fyrir deildir að þá er spurning hvort hafi verið kannaðir aðrir möguleikar, s.s að byggja við skólann þannig að íþróttahöllin geti áfram þjónað íþróttastarfi og ekki sé búið að rýra möguleika til famtíðar um að byggja íþróttatengdt við höllina. Í þessu samhengi væri tilvalið að staldra við og móta stefnu í sveitarfélaginu sem snýr að íþrótta- og æskulýðsmálum. Í þeirri stefnu þyrfti að koma inn á viðhald, uppbyggingu og ný framkvæmdir í íþrótta- og æskulýðsmálum, íþróttastarfi og sveitarfélginu til heilla
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna drög að svari og leggja fyrir ráðið að viku liðinni. Ráðið hyggst boða fulltrúa Völsungs á samráðsfund þegar nýjar teikningar liggja fyrir.
2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023
Málsnúmer 202302014Vakta málsnúmer
Pamela De Sensi sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna fjögurra tónleika í Safnahúsinu á Húsavík sem verða hluti af tónlistarhátíðinni WindWorks í Norðri 2023.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr. Ráðið fagnar framtakinu.
3.Viðhaldsmál á íþrótta og tómstundasviði
Málsnúmer 202010156Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til kynningar minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi ýmis viðhaldsverkefni íþróttamannvirkja.
Fjölskylduráð vísar minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði og til umræðu við fjárhagsáætlunargerð 2024.
4.Sundlaugin í Lundi - rekstur sumarið 2023
Málsnúmer 202302017Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2023.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir sumarið.
5.Afreks og viðurkenningarsjóður 2022
Málsnúmer 202211069Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um umsóknir í afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og rann umsóknarfrestur út þann 19. febrúar.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og rann umsóknarfrestur út þann 19. febrúar.
Fjölskylduráð Norðurþings styrkir eftirfarandi einstaklinga vegna umsóknar í afreks- og viðurkenningarsjóð.
Aron Bjarki Kristjánsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, blak fær úthlutað 90.000 kr.
Hreinn Kári Ólafsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Hörður Mar Jónsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Kristey Marín Hallsdóttir, blak fær úthlutað 90.000 kr.
Sigrún Anna Bjarnadóttir, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Sigrún Marta Jónsdóttir, blak fær úthlutað 90.000 kr.
Sigurður Helgi Brynjúlfsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Alekss Kotlevs, knattspyrna fær úthlutað 90.000 kr.
Valur Snær Guðmundsson, golf fær úthlutað 75.000 kr.
Fjölskylduráð óskar styrkhöfum til hamingju með frábæran árangur í sínum íþróttagreinum á árinu 2022. Ráðið telur ástæðu til að fagna fjölda ungs afreksfólks í sveitarfélaginu og hvetur þau til frekari dáða.
Aron Bjarki Kristjánsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, blak fær úthlutað 90.000 kr.
Hreinn Kári Ólafsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Hörður Mar Jónsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Kristey Marín Hallsdóttir, blak fær úthlutað 90.000 kr.
Sigrún Anna Bjarnadóttir, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Sigrún Marta Jónsdóttir, blak fær úthlutað 90.000 kr.
Sigurður Helgi Brynjúlfsson, blak fær úthlutað 45.000 kr.
Alekss Kotlevs, knattspyrna fær úthlutað 90.000 kr.
Valur Snær Guðmundsson, golf fær úthlutað 75.000 kr.
Fjölskylduráð óskar styrkhöfum til hamingju með frábæran árangur í sínum íþróttagreinum á árinu 2022. Ráðið telur ástæðu til að fagna fjölda ungs afreksfólks í sveitarfélaginu og hvetur þau til frekari dáða.
6.Borgarhólsskóli - Starfsmannavelta
Málsnúmer 202212014Vakta málsnúmer
Málið var áður á dagskrá fjölskylduráðs 31.1.
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu máls.
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu máls.
Skólastjóri Borgarhólsskóla mun leggja fyrir starfsmannakönnun í Borgarhólsskóla í vor. Gera má ráð fyrir að kostnaður verði um 200.000.
7.Samþætting skóla og frístundastarfs - starfsemi
Málsnúmer 202302039Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til kynningar skjal til stofnana/fyrirtækja sem vilja gerast stuðningsaðilar samþættingar skóla og frístundar.
Lagt fram til kynningar.
8.Húsnæði fyrir frístund barna
Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer
Áframhaldandi umræður frá síðasta fundi ráðsins um húsnæði fyrir frístund.
Fjölskylduráð gerir ráð fyrir að frístundastarf fyrir 1.-10. bekk fyrir öll rúmist í húsinu. Horft er til þess að frístund og félagsmiðstöð hafi að hluta til sérrými og að hluta til verði rými og búnaður samnýtanleg. Rými verði að hluta til hönnuð með hreyfingu í huga og fjölþætta notkunarmöguleika. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundi slitið - kl. 11:25.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 6-8.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 8.
Rebekka Ásgeirsdóttir vék af fundi kl. 9:40
Hanna Jóna Stefánsdóttir vék af fundi kl. 11:10