Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samþætting skóla og frístundastarfs - starfsemi
Málsnúmer 202302039Vakta málsnúmer
Til kynningar er ársskýrsla um samþættingu skóla og frístundarstarfs 2022-2023.
Fjölskylduráð samþykkir að verkefnið muni halda áfram og mun fjalla aftur um málið á næstunni.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Ársskýrsla HSÞ 2022
Málsnúmer 202305097Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársskýrsla HSÞ fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Listamaður Norðurþings 2023
Málsnúmer 202304052Vakta málsnúmer
Umsóknarfrestur um listamanns Norðurþings rann út 21.maí síðastliðinn. Samkvæmt reglum um listamann Norðurþings mun fjölskylduráð velja úr innsendum umsóknum og útnefna listamann Norðurþings 17.júní 2023.
Bylgja Steingrímsdóttir og Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir véku af fundi undir þessum lið. Unnsteinn Júlíusson sat fundinn í stað Bylgju.
Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2023 úr þeim umsóknum sem bárust í ár.
Listamaður Norðurþings 2023 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.
Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2023 úr þeim umsóknum sem bárust í ár.
Listamaður Norðurþings 2023 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.
4.Gilitrutt - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík
Málsnúmer 202303045Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkti þann 23. maí að það teldi að það myndi ganga upp að hafa eina sýningu miðað við reynslu fyrri ára og fellst ekki á að kaupa aðra sýningu.
Eftir að hafa tilkynnt þessa ákvörðun gerði leiklistarhópurinn Lotta enn og aftur ljóst að nú eru aðeins tveir möguleikar í boði fyrir sýningar á Mærudag:
1) Aðgangur er ókeypis og eru tvær sýningar
2) Fólk greiðir sjálft aðgangseyri og það er ein sýning.
Eftir að hafa tilkynnt þessa ákvörðun gerði leiklistarhópurinn Lotta enn og aftur ljóst að nú eru aðeins tveir möguleikar í boði fyrir sýningar á Mærudag:
1) Aðgangur er ókeypis og eru tvær sýningar
2) Fólk greiðir sjálft aðgangseyri og það er ein sýning.
Fjölskylduráð hafði áður samþykkt að greiða eina sýningu og gisti- og ferðakostnað, en miðað við breyttar forsendur frá Leikhópnum Lottu samþykkir ráðið leið 2 sem felur í sér að Norðurþing greiðir gisti- og ferðakostnað Leikhópsins.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi undir lið 3.
Jónas Halldór Friðriksson frá Völsungi, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, og Unnur Ösp Guðmundsdóttir frá leikskólanum Grænuvöllum sátu fundinn undir lið 1.
Sólveig Ása Arnarsdóttir, verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði, sat fundinn undir liðum 1-2 og 4.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 3-4.