Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024
Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer
Kór eldri borgara, Sólseturskórinn sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda söngmót í félagi við nokkra kóra eldri borgara af Norðurlandi.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Sólseturskórinn um 70.000 krónur til þátttöku í kóramóti eldri borgara sem áformað er síðar á árinu.
3.Skipan í fjölmenningarráð SSNE
Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur ósk frá SSNE um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráð SSNE.
Fjölskylduráð samþykkir að fjölmenningarfulltrúi Norðurþings verði fulltrúi Norðurþings í fjölmenningarráði SSNE.
4.17.Júní - 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands
Málsnúmer 202401120Vakta málsnúmer
Til umræðu eru 17. júní hátíðarhöld 2024.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að kanna áhuga ungmenna- og íþróttafélaga á aðkomu að sameiginlegum 17. júní hátíðarhöldum í sveitarfélaginu.
5.Samningur Norðurþings og hestamannafélagsins Grana 2024-2026
Málsnúmer 202311113Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög við hestamannafélagið Grana.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.
6.Ályktun stjórnar FEBHN um gjaldskrár hækkanir hjá Norðurþingi
Málsnúmer 202401058Vakta málsnúmer
Á 454. fundi byggðarráðs 25. janúar 2024, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir ályktunina. Ráðið vísar ályktuninni til umfjöllunar í fjölskylduráði og öldungaráði.
Gjaldskrá sundlaugar Húsavíkur var hækkuð að meðaltali um 7,5% líkt og aðrar gjaldskrár. Tekin var ákvörðun um að breyta afsláttarkjörum af gjaldskrá sundlaugarinnar gagnvart eldri borgurum þannig að þeir fá nú 40% afslátt af gjaldskrá í stað t.a.m. 60% áður fyrir stakan miða og 37% fyrir árskort.
Við ákvarðanatöku vegna gjaldskráa Norðurþings hafði fjölskylduráð að leiðarljósi að beina afsláttarkjörum gjaldskráa eins og frekast er unnt til barnafjölskyldna fremur en annarra.
Fjölskylduráð minnir á að í boði er gjaldfrjáls tími fyrir eldri borgara einu sinni í viku á föstudögum kl. 9:30-11.
Fjölskylduráð hyggst ekki endurskoða gjaldskrárbreytingar að svo stöddu en komi til þess að almenn sátt verði á vinnumarkaði varðandi launahækkanir og gjaldskrárbreytingar hjá sveitarfélögum mun ráðið endurskoða ákvarðanir sínar.
Við ákvarðanatöku vegna gjaldskráa Norðurþings hafði fjölskylduráð að leiðarljósi að beina afsláttarkjörum gjaldskráa eins og frekast er unnt til barnafjölskyldna fremur en annarra.
Fjölskylduráð minnir á að í boði er gjaldfrjáls tími fyrir eldri borgara einu sinni í viku á föstudögum kl. 9:30-11.
Fjölskylduráð hyggst ekki endurskoða gjaldskrárbreytingar að svo stöddu en komi til þess að almenn sátt verði á vinnumarkaði varðandi launahækkanir og gjaldskrárbreytingar hjá sveitarfélögum mun ráðið endurskoða ákvarðanir sínar.
Fundi slitið - kl. 10:20.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5 og 6.