Fara í efni

Fjölskylduráð

175. fundur 30. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
Dagskrá
Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5 og 6.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202401082Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Kór eldri borgara, Sólseturskórinn sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda söngmót í félagi við nokkra kóra eldri borgara af Norðurlandi.

Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Sólseturskórinn um 70.000 krónur til þátttöku í kóramóti eldri borgara sem áformað er síðar á árinu.

3.Skipan í fjölmenningarráð SSNE

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur ósk frá SSNE um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráð SSNE.
Fjölskylduráð samþykkir að fjölmenningarfulltrúi Norðurþings verði fulltrúi Norðurþings í fjölmenningarráði SSNE.

4.17.Júní - 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands

Málsnúmer 202401120Vakta málsnúmer

Til umræðu eru 17. júní hátíðarhöld 2024.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að kanna áhuga ungmenna- og íþróttafélaga á aðkomu að sameiginlegum 17. júní hátíðarhöldum í sveitarfélaginu.

5.Samningur Norðurþings og hestamannafélagsins Grana 2024-2026

Málsnúmer 202311113Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög við hestamannafélagið Grana.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

6.Ályktun stjórnar FEBHN um gjaldskrár hækkanir hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202401058Vakta málsnúmer

Á 454. fundi byggðarráðs 25. janúar 2024, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir ályktunina. Ráðið vísar ályktuninni til umfjöllunar í fjölskylduráði og öldungaráði.
Gjaldskrá sundlaugar Húsavíkur var hækkuð að meðaltali um 7,5% líkt og aðrar gjaldskrár. Tekin var ákvörðun um að breyta afsláttarkjörum af gjaldskrá sundlaugarinnar gagnvart eldri borgurum þannig að þeir fá nú 40% afslátt af gjaldskrá í stað t.a.m. 60% áður fyrir stakan miða og 37% fyrir árskort.
Við ákvarðanatöku vegna gjaldskráa Norðurþings hafði fjölskylduráð að leiðarljósi að beina afsláttarkjörum gjaldskráa eins og frekast er unnt til barnafjölskyldna fremur en annarra.
Fjölskylduráð minnir á að í boði er gjaldfrjáls tími fyrir eldri borgara einu sinni í viku á föstudögum kl. 9:30-11.
Fjölskylduráð hyggst ekki endurskoða gjaldskrárbreytingar að svo stöddu en komi til þess að almenn sátt verði á vinnumarkaði varðandi launahækkanir og gjaldskrárbreytingar hjá sveitarfélögum mun ráðið endurskoða ákvarðanir sínar.

Fundi slitið - kl. 10:20.