Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

27. fundur 04. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarhólsskóli - Skólastarfið vor 2013

Málsnúmer 201304021Vakta málsnúmer

Mættar voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri og Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúi kennara. Þórgunnur kynnti breytingar á starfsmannahaldi og reglur um afleysingar vegna forfalla starfsmanna Borgarhólsskóla sem samþykktar voru til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar 2013. Starfsfólk Borgarhólsskóla ásamt fræðslu- og menningarnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu mötuneytis við Borgarhólsskól sem verður tekið í gagnið í byrjun nóvember. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 17:25

2.Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05

Málsnúmer 201210072Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti vinnu við endurupptöku fjárhagsáætlunar fyrir málaflokka nefndarinnar.

3.Skólaþjónusta Norðurþings - Endurmenntun 2013

Málsnúmer 201306003Vakta málsnúmer

Sigurður Aðalgeirsson kennsluráðgjafi kynnti námskeið og þróunarverkefni á vegum Skólaþjónustu Norðurþings skólaárið 2013-2014.

4.Stefnumótun í menningarmálum á starfsvæði Eyþings

Málsnúmer 201305030Vakta málsnúmer

Menningarráð Eyþings óskar eftir athugasemdum frá sveitarfélögum á drögum um stefnu í menningarmálum á starfssvæði Eyþings 2013-2020. Fræðslu- og meninngarnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.

5.Þekkingarnet Þingeyinga - fundargerðir

Málsnúmer 201305032Vakta málsnúmer

Fundargerð 75. fundar Þekkingarnets Þingeyinga lögð fram til kynningar.

6.Yfirlit verkefna og verkefnastaða í júní 2013

Málsnúmer 201306004Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði meðfylgjandi minnisblað með verkefnum og verkefnastöðu í júní fram til kynningar. Þar sem þetta er síðasti fundur Huldar Aðalbjarnardóttur Fræðslu- og menningarfulltrúa vill nefndin nota tækifærið og þakka henni gott samstarf og vel unnin störf og óska henni velfarnaðar á nýjum starfsvetvangi.

Fundi slitið - kl. 18:00.