Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

30. fundur 22. október 2013 kl. 13:15 - 13:15 í Lundi
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.05 215 Bókasafn Öxarfjarðar

Málsnúmer 201310086Vakta málsnúmer


Stefanía V. Gísladóttir, forstöðumaður Bókasafns Öxarfjarðar mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagáætlun bókasafnsins.

Umræða varð um gjaldskrár bókasafnanna í Norðurþingi. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að gjaldskrár bókasafnanna verði samræmdar og gjaldskrá bókasafnsins á Húsavík gildi fyrir öll bókasöfnin, ekki verði greitt fyrir millisafnalán milli bókasafnanna í Norðurþingi.

Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að bókasöfnin í Norðurþingi samræmi bókakaup eftir því sem mögulegt er.
Stefanía vék af fundi kl. 13:45.

2.04 215 Öxarfjarðarskóli, fjárhagsáæltun 2014

Málsnúmer 201310081Vakta málsnúmer

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir fulltrúi foreldra <SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: "Arial","sans-serif""> mættu á fundinn. Guðrún gerði grein fyrir fjárhagsstöðu skólans og lagði fram fjárhagsáætlun vegna ársins 2014. Jafnframt lagði Guðrún fram skýrslu um starfsemi skólans árin 2010 til 2013.

3.Öxarfjarðarskóli, vetrarstarfið

Málsnúmer 201310099Vakta málsnúmer


Hrund Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir starfsemi Öxarfjarðarskóla.
Kristján Ingi Jónsson leiðbeinandi mætti á fundinn og gerði grein fyrir ungliðastarfi björgunarsveitarinnar Núpa og samstarfi skólans við björgunarsveitina sem er valgrein fyrir nemendur á unglingastigi.

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 14:45.

Gert var hlé á fundi og ekið til Raufarhafnar.

Kl 15:45 var fundi framhaldið í Grunnskólanum á Raufarhöfn.

4.05 216 Bókasafnið á Raufarhöfn, fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310087Vakta málsnúmer

Fræðslu og menningarfulltrúi lagði fram fjárhagsáætlun bókasafnsins á Raufarhöfn

5.04 216 Grunnskóli Raufarhafnar, fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310082Vakta málsnúmer


Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, María Sveinsdóttir fulltrúi kennara og Anna Romanska fulltrúi foreldra mættu á fundinn.
Frida Elisabeth gerði grein fyrir fjárhagsstöðu skólans og lagði fram fjárhagsáætlun vegna ársins 2014.

6.Grunnskóli Raufarhafnar vetrarstarfið og framtíðarsýn

Málsnúmer 201310098Vakta málsnúmer

Frida Elisabeth gerði grein fyrir starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar. Talsverð umræða varð um samskipti nemenda skólanna í Norðurþingi og hvernig má auka þau og styrkja tengsl unglinga innan svæðisins. Mikilvægt er að eiga samstarf við æskulýðs- og tómstundasvið um málið.
Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 16:30.

7.Hólmfríður Benediktsdóttir f.h. Tónlistarskóla Húsavíkur sækir um styrk v/námskeiðs á vegum söngdeildar

Málsnúmer 201310050Vakta málsnúmer


Fyrir nefndinni liggur umsókn um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna námskeiðs og tónleika á vegum söngdeildar Tónlistarskóla Húsavíkur.
Fræðslu og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Fundi slitið - kl. 13:15.