Fara í efni

Fræðslunefnd

17. fundur 12. september 2017 kl. 12:00 - 15:00 Borgarhólsskóli/Grænuvellir
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Borgarhólsskóla voru á dagskrá í Borgarhólsskóla kl. 12.
Málefni Grænuvalla voru á dagskrá á Grænuvöllum kl. 13.30.

1.Heimsókn fræðslunefndar í Borgarhólsskóla.

Málsnúmer 201709041Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd heimsækir Borgarhólsskóla og kynnir sér starfssemi hans.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti skólann og starfssemi hans fyrir fræðslunefnd.

2.Borgarhólsskóli - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201606129Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar Borgarhólsskóla og mötuneytis Borgarhólsskóla 2017.
Skólastjóri gerir ráð fyrir að launaáætlun fari um fjórum milljónum fram úr áætlun m.a. vegna lausra samninga kennara í nóvember.

3.Borgarhólsskóli - Starfsáætlun 2017-2018

Málsnúmer 201706042Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsáætlun Borgarhólsskóla skólaárið 2017-2018.
Skólastjóri kynnti starfsáætlun Borgarhólsskóla skólaárið 2017-2018.

4.Borgarhólsskóli - Mötuneyti, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709045Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar gjaldskrá mötuneytis Borgarhólsskóla 2018.
Ákveðið að endurskoða þurfi rekstarform mötuneytisins, hvort auka eigi framlag sveitarfélagsins til rekstursins. Umræðu um málið og afgreiðslu gjaldskrár frestað.

5.Heimsókn Fræðslunefndar á Grænuvelli.

Málsnúmer 201709042Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd heimsækir Grænuvelli og kynnir sér starfssemi leikskólans.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla kynnti skólann og starfssemi hans fyrir fræðslunefnd.

6.Grænuvellir - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201606125Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar Grænuvalla 2017.
Búið er að ráða fjóra nýja starfsmenn vegna nýrrar deildar sem opnuð verður um miðjan október. Ekki var gert ráð fyrir þessum ráðningum í fjárhagsáætlun þar sem ekki hafði verið tekin ákvörðun um opnun deildarinnar þegar fjárhagsáætlun var samþykkt.
Ekki er ljóst hvort einhver hluti kostnaðar vegna búnaðar og gagna fyrir nýja deild verði greiddur af leikskólanum eða hvort hann verður greiddur alfarið af eignasjóði.

7.Leikskólar Norðurþings, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709046Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar gjaldskrá leikskóla Norðurþings 2018.
Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér 2,7% hækkun.
Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt og vísað til staðfestingar sveitarstjórnar:

Vistun mánaðargjöld:
Klst.
Almennt gjald
1
3.325

4
12.916

5
16.144

6
19.373

7
22.602

8
25.831

9
32.482


Klst. Einstæðir
1 2.390
4 9.280
5 11.600
6 13.920
7 16.240
8 18.560
9 23.340

Fæði mánaðargjöld:
Morgunverður á Grænuvöllum
2.455
Hádegisverður á Grænuvöllum
5.846
Síðdegishressing á Grænuvöllum
2.455
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn
640

Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma kr. 1000.-
Systkinaafsláttur
með 2. barni 50%



með 3. barni 75%

Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til Fræðslufulltrúa fyrir upphaf námsannar.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 1-4.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri og Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sátu fundinn undir liðum 5-7.

Fundi slitið - kl. 15:00.