Fara í efni

Hafnanefnd

19. fundur 16. nóvember 2017 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Hafnasambandsins nr. 398 lögð fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun hafna 2018 Önnur umræða

Málsnúmer 201710201Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun hafna 2018 lögð fram til annarrar umræðu.
Hafnanefnd fór yfir fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir hafnir Norðurþings fyrir árið 2018.
Ljóst er að rekstur hafnasjóðs er þungur og gerir áætlun ráð fyrir liðlega 63. milljóna króna halla á árinu.

Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlanir.

3.Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Starfmannamál hafna
Búið er að ganga frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna við hafnir Norðurþings. Jóhann Gunnarsson var ráðinn í stöðu hafnsögumanns og hafnarvarðar og Elías Frímann Elvarsson var ráðinn í stöðu hafnarvarðar. Hafa þeir báðir hafið störf. Hafnanefnd óskar nýjum starfsmönnum velfarnaðar í nýju starfi.

Fundi slitið - kl. 18:15.