Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 196

Málsnúmer 1611004

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 62. fundur - 22.11.2016

Til máls tók undir lið 5 "Varðar keðjuábyrgð verktaka":Óli, Kjartan og Gunnlaugur.

Eftirfarandi bókun var lögð fram undir þessum lið:
"Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að innleiða keðjuábyrgð hjá sveitarfélaginu. Þetta gildir um alla samninga um verklegar framkvæmdir og kaup á þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Þannig verði sett inn í slíka samninga ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Norðurþing tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn verði þannig í verksamningi gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma.
Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði."

Til máls tóku undir lið 7 "Staða Framhaldsskólans á Húsavík": Kjartan, Soffía, Jónas, Kristján og Erna.

Fundargerðin er lögð fram.