Sveitarstjórn Norðurþings
1.Álagning gjalda 2017
Málsnúmer 201611118Vakta málsnúmer
Útsvar
14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur
0,575%
B flokku
1,32%
C flokkur
1,65%
Lóðaleiga 1
1,50%
Lóðaleiga 2
2,50%
Vatnsgjald:
A flokkur
0,225%
B flokkur
0,45%
C flokkur
0,45%
Holræsagjald:
A flokkur
0,275%
B flokkur
0,275%
C flokkur
0,275%
Sorpgjöld:
Heimili
52.104
Sumarhús
20.444
2.Byggðarráð Norðurþings - 197
Málsnúmer 1611011Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að byggðarráð taki málið til umfjöllunar.
Fundargerðin er lögð fram.
3.Félagsmálanefnd - 8
Málsnúmer 1611009Vakta málsnúmer
4.Framkvæmdanefnd - 10
Málsnúmer 1611008Vakta málsnúmer
5.Fræðslunefnd - 8
Málsnúmer 1611005Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
6.Æskulýðs- og menningarnefnd - 6
Málsnúmer 1611007Vakta málsnúmer
7.Hafnanefnd - 8
Málsnúmer 1611006Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 9
Málsnúmer 1611003Vakta málsnúmer
9.Byggðarráð Norðurþings - 196
Málsnúmer 1611004Vakta málsnúmer
Eftirfarandi bókun var lögð fram undir þessum lið:
"Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að innleiða keðjuábyrgð hjá sveitarfélaginu. Þetta gildir um alla samninga um verklegar framkvæmdir og kaup á þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Þannig verði sett inn í slíka samninga ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Norðurþing tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn verði þannig í verksamningi gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma.
Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði."
Til máls tóku undir lið 7 "Staða Framhaldsskólans á Húsavík": Kjartan, Soffía, Jónas, Kristján og Erna.
Fundargerðin er lögð fram.
10.Byggðarráð Norðurþings - 195
Málsnúmer 1611001Vakta málsnúmer
11.Byggðarráð Norðurþings - 194
Málsnúmer 1610013Vakta málsnúmer
Fundargerðin er lögð fram.
12.Byggðarráð Norðurþings - 193
Málsnúmer 1610012Vakta málsnúmer
13.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
14.Fjárhagsáætlun 2017 og 3 ára áætlun 2018-2020
Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer
Minnihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Við undirrituð getum ekki samþykkt fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2017 eins og hún er lögð hér fram til afgreiðslu.
Reiknað er með því að fjárfesta fyrir 28,6% af heildartekjum samstæðunnar á árinu 2017. Við teljum það hlutfall allt of hátt miðað við þunga fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þessi mikli þungi á fjárfestingar leiðir til aukinnar skuldsetningar umfram það sem nauðsynlegt er.
Mikilvægt er að sveitarfélagið einbeiti sér að nauðsynlegum framkvæmdum vegna atvinnuuppbyggingar og væntanlegra íbúðabygginga. Því teljum við brýnt að sveitarfélagið haldi að sér höndum út árið 2017 og forðist þensluáhrif og aukna skuldsetningu, eins og kostur er.
Við teljum að það eigi að dreifa þeim fjárfestingum sem ekki eru brýnar yfir á árin 2018 til 2020 eftir að uppbyggingu á Bakka lýkur og aðlaga með því framkvæmdir að fjárfestingagetu sveitarfélagsins betur.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson
Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun Norðurþings hefur verið í vinnslu frá vormánuðum. Unnið hefur verið með hliðsjón af viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar. Horfur í rekstri og efnahag Norðurþings eru batnandi. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að A-hluti sveitarsjóðs verði rekinn með 74 milljóna rekstrarafgangi og þá verði samstæða Norðurþings rekin með 54 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári.
Áætlunin hefur verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í nefndum og byggðarráði. Allt nefndarfólk hefur haft tækifæri og nægan tíma til að koma sjónarmiðum sínum og tillögum á framfæri. Vinna hefur verið markviss undir stjórn stjórnenda Norðurþings og nær enginn ágreiningur komið fram um einstaka þætti áætlunarinnar í nefndum og ráðum. Undirrituð þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir gott samstarf síðastliðið hálft ár á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Erna Björnsdóttir
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Óli Halldórsson
Sif Jóhannesdóttir
Fjárhagsáætlun 2017 samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar og Örlygs. Á móti eru Gunnlaugur og Soffía. Kjartan og Jónas sitja hjá.
Fjárhagsáætlun 2018-2020 samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar og Örlygs. Kjartan, Jónas, Gunnlaugur og Soffía sitja hjá.
Eftir afgreiðslu þessa fundaliðar yfirgaf Sif Jóhannesdóttir fundinn.
15.Samþykkt um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald nr. 810/2016
Málsnúmer 201611028Vakta málsnúmer
Breytingartillagan er samþykkt. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að auglýsa umrædda samþykkt á viðeigandi stöðum."
16.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2017
Málsnúmer 201611082Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur vegna 2017.
17.Öxarfjarðarskóli/mötuneyti - Gjaldskrá 2017
Málsnúmer 201609152Vakta málsnúmer
"Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár mötuneytis Öxarfjarðarskóla vegna ársins 2017. Lögð er til þriggja prósenta hækkun á gjaldskrá mötuneytis. Fræðslunefnd samþykkir hækkunina."
18.Borgarhólsskóli/mötuneyti - Gjaldskrá 2017
Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer
"Fyrir fræðslunefnd liggur endurskoðun gjaldskrár mötuneytis Borgarhólsskóla vegna ársins 2017.
Lögð er til þriggja prósenta hækkun á gjaldskrá mötuneytis. Fræðslunefnd samþykkir hækkunina."
19.Leikskólar - Gjaldskrá 2017
Málsnúmer 201611072Vakta málsnúmer
20.Gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings 2017
Málsnúmer 201611094Vakta málsnúmer
21.Gjaldskrá Túns 2017
Málsnúmer 201611095Vakta málsnúmer
22.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoðuð verði frekar leið tvö b í skýrslu starfshóps."
Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar með atkvæðum Ernu, Óla, Sifjar, Olgu, Örlygs og Gunnlaugs. Kjartan, Jónas og Soffía sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar.
23.Óskað er eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur við Hvalasafnið á Húsavík SES að Hafnarstétt 1
Málsnúmer 201611084Vakta málsnúmer
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarleigusamningur um Hafnarstétt 1 til samræmis við ákvæði gildandi deiliskipulags"
24.Íbúðir fyrir starfsmenn PCC í Holtahverfi - Framlengd beiðni
Málsnúmer 201611016Vakta málsnúmer
25.Breyting deiliskipulags Höfðavegar
Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókun nefndarainnar:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að deiliskipulagsbreytingu á opnum fundi skv. ákvæðum skipulagslaga.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa."
Til máls tóku: Jónas og Kristján.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
26.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut
Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu skv. ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga."
Til máls tóku: Sif, Jónas og Kjartan.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
27.Gatnagerðargjöld að Lyngholti 3
Málsnúmer 201611070Vakta málsnúmer
"Í ljósi þess að framkvæmdir við lóð nr. 3 við Lyngholt eru nýhafnar, fellst framkvæmdanefnd á rökstuðning eigenda lóðarinnar fyrir niðurfellingu á 50% gatnagerðargjalda, að því gefnu að húsið verði fokhelt fyrir lok árs 2017 í samræmi við ákvörðun sveitastjórnar.
Erindið er því samþykkt."
Fundi slitið - kl. 18:15.