Fara í efni

Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Til máls tóku: Kristján og Óli.

Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016

Sveitarstjóri ræddi stöðu og framtíðarhorfur Framhaldsskólans á Húsavík.

Til máls tóku: Kjartan, Kristján, Sif, Jónas, Erna, Óli og Soffía.

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum síðastliðnar vikur.
Skýrslan er lögð fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku: Soffía, Óli og Kristján.

Skýrslan er lögð fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 67. fundur - 11.04.2017

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tóku: Kristján og Hjálmar.

Hjálmar og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:
"Samkvæmt þjónustukönnun Gallup sem bæjarstjóri ræddi um á fundi sveitarstjórnar í janúar hefur ánægja með stjórnsýslu Norðurþings minnkað. Það er mikilvægt að bregðast við því og bæta úr. Liður í því er t.d. að tryggja að kjörnir fulltrúar fái nauðsynleg gögn fyrir fundi þannig að hægt sé að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Það er á ábyrgð formanna nefnda og kjörinna fulltrúa og lýtur ekki að starfsfólki sveitarfélagsins."

Skýrslan er lögð fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tóku: Kristján og Örlygur.

Sveitarstjórn Norðurþings - 72. fundur - 19.09.2017

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku: Kristján, Sif, Óli, Soffía og Örlygur.

Sveitarstjórn Norðurþings þakkar forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessyni og frú Elizu Reid fyrir ánægjulega heimsókn í sveitarfélagið og þeirra hlýlega og alþýðlega viðmót í garð allra íbúa sveitarfélagsins. Jafnframt þakkar sveitarstjórn veglega gjöf frá forsetaembættinu og fyrir samstarfið við skipulagningu hinnar fjölbreyttu og viðamiklu dagskrár.

Samþykkt samhljóða.


Sveitarstjórn Norðurþings - 75. fundur - 28.11.2017

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku; Kristján og Örlygur.

Sveitarstjórn Norðurþings - 80. fundur - 24.04.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku: Kristján og Soffía.

Sveitarstjórn Norðurþings - 84. fundur - 18.09.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 86. fundur - 20.11.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tóku: Kristján og Helena.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Sveitarstjóri gerir grein fyrir ýmsum málum er varða verkefni, viðburði og fundi á vegum sveitarfélagsins undanfarin mánuð.
Kristján Þór fór yfir ýmis mál sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi sveitarstjórnar svo sem;
ráðningu fjölmenningarfulltrúa Norðurþings,
ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um loftslagsmál.
Landsþing sambandsins sem haldið var 29. mars og einnig fór hann yfir ferð sína á sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins til Strasbourg.
Aðalfundur Eyþings var haldinn 9. apríl og væntanlegar breytingar sem þar voru samþykktar.
Kristján upplýsti sveitarstjórn um að byggðaverkefnið Öxarfjörður í sókn hlaut framlengingu um ár, eftir ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar.

Til máls tók;
Örlygur Hnefill.

Sveitarstjórn Norðurþings - 92. fundur - 14.05.2019

Sveitarstjóri gerir grein fyrir ýmsum málum er varða verkefni, viðburði og fundi á vegum sveitarfélagsins undanfarinn mánuð.
Kristján Þór sagði frá því sem unnið hefur verið að og gert síðan á síðasta sveitarstjórnarfundi.

Til máls tók;
Örlygur.

Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019

Sveitarstjóri fór yfir ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á síðastliðnum mánuði.

Til máls tóku; Kristján Þór, Óli og Hjálmar Bogi

Sveitarstjórn Norðurþings - 95. fundur - 17.09.2019

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.

Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tóku Kristján og Hafrún.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 100. fundur - 12.03.2020

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020

Kristján Þór Magnússon gerir grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Kristján Þór fer yfir verkefni sveitarfélagsins síðastliðin mánuð.
Til máls tók: Kristján.


Lagt fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 104. fundur - 16.06.2020

Kristján Þór fer yfir verkefni sveitarfélagsins frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján, Silja og Kolbrún Ada.


Lagt fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Kristján Þór fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók: Kristján.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun eftir yfirferð sveitarstjóra um atvinnumál:
Það að draga atvinnutækifæri til byggðakjarna eða dreifðra byggða hefur verið og mun verða eilífðar umræðu- og úrlausnarefni. Ekki er skortur á hugmyndum um hvað gera skal, margt hefur verið reynt, sumt gengið og annað ekki. Aðkoma sveitarfélaga hefur einnig verið misjöfn. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar koma með hugmyndir að atvinnuuppbyggingu er ekki annað hægt en að vera jákvæður og eftir fremsta megni og aðstoða í þeim mæli sem unnt er. Í þessu ferli skal þó ávallt haft í huga að sveitarfélög eru að sýsla með almannafé og í því ljósi þarf að gera kröfur til áhugasamra aðila og síðan en ekki sýst meta getu þeirra til árangurs þegar útlát sameiginlegra fjármuna er í húfi. Rétt er að geta þess að það sem hér er skrifað er ekki gert í neikvæðri merkingu, enda góðar hugmyndir gott mál og margar þeirra skapað verðmæti og virðisauka fyrir samfélög.
Það er mín einlæga ósk að ákvörðunarvald og framkvæmdavald sveitarfélagsins Norðurþings sýni samstöðu, fagmennsku sem og festu í þessum mikilvægu málum. Afli nauðsynlegra gagna, kanni áræðanleika þeirra, miðli upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins um stöðu og framgang mála hverju sinni. Hér er svigrúm til að bæta sig umtalsvert.


Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók; Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir verkefni sveitarfélagsins síðastliðnar vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu verkefni sveitarfélagsins sl. mánuð.
Til máls tóku; Kristján og Bergur.


Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 112. fundur - 20.04.2021

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu verkefni sveitarfélagsins sl. mánuð.
Til máls tóku; Kristján, Silja, Helena og Berglind.

Silja lagði fram eftirfarandi bókun:
Þar sem sveitarstjóri kom inn á málið í sinni skýrslu þá langar undirritaðri að bóka eftirfarandi:
Það var ótrúlegt tækifærið sem Húsavíkingar fengu upp í hendurnar þegar myndin Eurovision: The Story of Fire Saga var tekin upp í bænum og ekki varð það minna þegar titillag myndarinnar sem ber nafn bæjarins var tilnefnt til Óskarsverðlaunanna. Það er gleðilegt að sjá hvernig bæjarbúar og Húsavíkurstofa, með Örlyg Hnefil Örlygsson fremstan í flokki hafa tekið við sér og búið er að koma bænum í helstu fréttamiðla, AP news, BBC news og svo mætti lengi telja. Nú geta allir mætt hér Óskarverðlaunahelgishátíðina, gengið rauða dregilinn í galadressinu og fengið sér viðeigandi kvöldmat á veitingahúsi í bænum. Vonandi verður Covid okkur hliðhollt svo að fólk geti eitthvað tekið sig saman, horft á myndbandið við lagið sem tekið var upp hér og fagnað þegar við fáum Óskarinn heim!
Góða skemmtun
Silja Jóhannesdóttir
Helena og Berglind taka undir bókun Silju.


Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 113. fundur - 18.05.2021

Kristján Þór Magnússon fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 114. fundur - 15.06.2021

Kristján Þór Magnússon fer yfir verkefni sveitarfélagsins sl. liðnar vikur.
Til máls tók; Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 115. fundur - 24.08.2021

Kristján Þór Magnússon fer yfir verkefni sveitarfélagsins undanfarnar vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021

Drífa Valdimarsdóttir staðgengill sveitarstjóra fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Drífa.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Drífa Valdimarsdóttir staðgengill sveitarstjóra fer yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tóku: Drífa, Benóný, Aldey og Helena.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 119. fundur - 18.01.2022

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tóku: Kristján og Aldey.

Sveitarstjórn Norðurþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir yfirferðina og tekur undir mikilvægi þess að halda umræðu um málefni sveitarfélagsins á málefnalegum grunni með hagsmuni íbúa Norðurþings að leiðarljósi.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 120. fundur - 15.02.2022

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, fór yfir verkefni sveitarfélagsins síðastliðnar vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022

Kristján Þór Magnússon fór yfir störf sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tóku: Kristján og Hrund.


Lagt fram til kynningar.