Sveitarstjórn Norðurþings
1.Samstarfsyfirlýsing Landsvirkjunar og Norðurþings um þróun bakkasvæðis sem vistvæns iðngarðs
Málsnúmer 202010109Vakta málsnúmer
Í samstarfsyfirlýsingunni segir ennfremur að til að styðja við uppbyggingu atvinnustarfsemi á Bakka hefur verið ráðist í umfangsmiklar innviðafjárfestingar sem gera það að verkum að Bakki er það iðnaðarsvæði landsins sem er hvað best í stakk búið til að standa undir frekari orkuháðri starfsemi.
Norðurþing hefur mótað sér þá sýn að heillavænlegt þykir að hefja formlegt samstarf við hagsmunahafa iðnaðarsvæðisins við að stuðla að frekari þróun atvinnustarfsemi á Bakka undir formerkjum sjálfbærrar þróunar í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Norðurþingi er mikið í mun að sú atvinnuuppbygging sem mun þróast á Bakka til næstu ára mæti bæði samfélagslegum-, umhverfislegum- og efnahagslegum kröfum sveitarfélagsins og stuðli þar með að aukinni sjálfbærni svæðisins í sem víðustum skilningi. Þannig getur áframhaldandi uppbygging á Bakka stutt jákvæða þróun samfélagsins í Norðurþingi og aukið viðnámsþrótt sveitarfélagsins.
Ofangreind markmið eru grunnstef í stefnu Landsvirkjunar og nýtingu þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir.
Á þessum grunni gera Norðurþing og Landsvirkjun með sér samkomulag um að stofna til samstarfs um frekari þróun og greiningu þess ramma sem nauðsynlegur er til að hægt sé að skilgreina Bakka sem vistvænan iðngarð samkvæmt ofangreindum markmiðum. Aðilar eru sammála um að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp, sem leiðir þá vinnu sem framundan er. Um kostnað og kostnaðarskiptingu vegna verkefnisins verður samið sérstaklega í kjölfar þessa samkomulags.
2.Áskorun á heilbrigðisráðherra að fjölga hjúkrunarrýmum á Húsavík
Málsnúmer 202010051Vakta málsnúmer
Nauðsynleg uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík er nú í farvatninu og er sigurtillaga hönnunarsamkeppni um húsið nú í lokahönnun. Stefnt er að útboði verksins á næsta ári og að framkvæmdir hefjist síðla árs 2021. Skv. verkáætlun verður nýtt heimili tilbúið til notkunar á fyrri hluta árs 2024.
Skv. upplýsingum frá framkvæmdastjórn Dvalarheimilisins þá er hlutfallslegur fjöldi hjúkrunarrýma á hverja 1000 aldraða meiri hér en á landsvísu. Með tilkomu hins nýja heimilis er ráðgert að hjúkrunarrýmum fjölgi um sex. Fram kemur í þingskjali 0876 að staðan er hinsvegar sú í dag að biðtími eftir hjúkrunarrými er hvað lengstur á Húsavík samanborið við aðra staði á landinu; á HSN 694 dagar og 182 dagar á Hvammi. Á biðlista í lok sl. árs voru á HSN 4 einstaklingar og í Hvammi 5. Í dag eru 10 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými á HSN og 12 í Hvammi.
Í ljósi þröngrar stöðu rekstrarins á dvalarheimilinu undanfarin misseri, m.a. vegna aukinna útgjalda sem Covid-19 faraldurinnn hefur haft í för með sér, er hér með skorað á heilbrigðisráðherra að flýta heimild Dvalarheimilisins Hvamms til að auka við hjúkrunarrými heimilisins svo þau verði öll komin í rekstur þegar nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í gagnið. Að tvö ný hjúkrunarrými komist í rekstur nú um næstu áramót, tvö önnur um áramótin 2021-2022 og síðustu tvö áramótin 2022-2023. Yrði þetta mikilvægur liður í að bæta þjónustu við eldri aldurshópana á svæðinu sem og að bæta rekstrargrunn heimilisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áskorun á heilbriðgisráðherra.
3.Breytingar á kjörum kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda sveitarfélagsins
Málsnúmer 202010090Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til að kjör kjörinna fulltrúa og nefndamanna lækki frá 1. janúar 2021 til þeirrar fjárhæðar sem launin námu við upphaf kjörtímabilsins, þ.e. stuðst verður við viðmiðunarfjárhæð þingfararkaups frá þeim tíma við útreikning launa. Um er að ræða liðlega 6% lækkun, við það sparist kostnaður vegna starfa sveitarstjórnar, ráða og nefnda (þ.m.t. hverfisráða), sem nemur um 3,6 mkr. Lækkunin gildir út árið 2021.
Tillögu byggðarráðs um breytingu á kjörum kjörinna fulltrúa er vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
4.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020
Málsnúmer 202002110Vakta málsnúmer
Byggðarráð bókað eftirfarandi um málið:
Byggðarráð telur rétt að stjórn AÞ kanni frekar þá tillögu sem fram er komin og fulltrúar Norðurþings munu taka afstöðu til endanlegrar tillögu á fulltrúaráðsfundi í nóvember.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókun byggðarráðs um að stjórn AÞ kanni frekar þá tillögu sem fram er komin og fulltrúar Norðurþings munu taka afstöðu til endanlegrar tillögu á fulltrúaráðsfundi í nóvember.
5.Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings
Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi breytingartillögu;
Fundur sveitarstjórnar í nóvember verði felldur niður og næstu fundur sveitarstjórnar verði 1. desember nk.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun fyrir 2022-2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
7.Dýpkun hafna í Norðurþingi
Málsnúmer 202010080Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Ráðið vísar erindi hafnastjóra varðandi umhverfisáhrif til sveitarstjórnar og óskar eftir afstöðu þeirra til málsins.
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarstjórn Norðurþing farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, vegna fyrirhugaðra viðhaldsdýpkana á hafnarsvæðum Húsavíkur- og Raufarhafnar.
Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að grafa þurfi um 8.000 m3 af sandi og lausu silti á Húsavík og um 5.000 m3 af sandi á Raufarhöfn. Vörpunarstaðir dýpkunarefnis eru þekktir og hafa áður verið nýttir í fyrri dýpkunarverkefnum.
Niðurstaða sveitarstjórnar Norðurþings er að fyrirhugaðar dýpkunarframkvæmdir séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
8.Erindi Bakkakróks til Norðurþings vegna Bakkavegar 4
Málsnúmer 202001131Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögunum til sveitarstjórnar.
Silja leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjóra verði falið að ganga frá samkomulaginu við hlutaðeigandi m.v. fyrirliggjandi gögn og fram komna breytingartillögu í texta samkomulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
9.Gjaldskrár hafnasjóð 2021
Málsnúmer 202010019Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn Norðurþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
10.Gjaldskrá vegna sorphirðu í Norðurþingi 2021
Málsnúmer 202010013Vakta málsnúmer
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun. Legg til að gjaldskrá sorphirðu verði vísað til sveitarstjórnar.
Ráðið samþykkir að vísa gjaldskránni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
11.Íslandsþari ehf. óskar eftir lóð að Hrísmóum 3 fyrir stórþaravinnslu
Málsnúmer 202010073Vakta málsnúmer
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum, samanlagt um 8.000 m² á iðnaðarsvæði I5. Ráðið horfir þar annaðhvort til Hrísmóa 3 & 5 eða óbyggðra lóða við Víðimóa.
Bergur Elías óskar bókað. Tel rétt að fari fram staðarval fyrir þessa framleiðslu eins og gert var hjá Stykkishólmi árið 2019. Sjá meðfylgjandi slóð https://www.stykkisholmur.is/library/Skrar/Skyrslur-og-serverkefni/tharaskyrsla-stykkisholmsbaer-2019-vef.pdf
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Bergur óskar bókað:
Tel ákaflega mikilvægt að gott samráð verði við íbúa sveitarfélagsins í þessu máli og þeir vel upplýstir um stöðu mála hverju sinni og þeim gefin kostur á að segja sitt álit.
12.Röndin ehf. óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Röndina 5 á Kópaskeri
Málsnúmer 202010060Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur til handa lóðarhafa á grundvelli lóðarblaðsins.
13.Umsókn um lóð fyrir fiskeldi á Röndinni.
Málsnúmer 202009088Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verið úthlutað lóðinni Röndin fiskeldi.
14.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri
Málsnúmer 202009163Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verði veitt leyfi til framkvæmda á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Í ljósi þess að ekki liggja fyrir fullunnin hönnunargögn fyrir alla þætti fyrirhugaðrar framkvæmdar er leyfi hvers verkþáttar skilyrt af skilum fullnægjandi hönnunargagna fyrir þann þátt. Fyrirhugaður framkvæmdatími fellur vel að sjónarmiðum sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir séu utan varptíma fugla innan lóðarinnar.
Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Á fundi sínum þann 13. október s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um ósk Rifóss hf um framkvæmdaleyfi til uppbyggingar fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri til samræmis gildandi deiliskipulag. Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi:
Rifós hf. óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóðinni Röndin fiskeldi L230573. Framkvæmdir við fyrsta áfanga fela í sér uppbyggingu þjónustuhúss, kerjapalls fyrir 8 útiker, þrjú fóðursíló og seyrutank. Fyrstu framkvæmdir fela í sér undirbúning lóðarinnar undir þessi mannvirki, þ.m.t. fyllingar undir mannvirki, og frágang umferðarleiða og bílastæða innan lóða. Ekki liggja fyrir hönnunargögn vegna einstakra mannvirkja en sótt verður um byggingarleyfi fyrir þeim þegar gögn þar að lútandi eru tilbúin. Fyrirhugaður framkvæmdatími er frá október 2020 með verklokum að vori 2021. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 21. september s.l. um að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa með sér veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verði veitt leyfi til framkvæmda á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Í ljósi þess að ekki liggja fyrir fullunnin hönnunargögn fyrir alla þætti fyrirhugaðrar framkvæmdar er leyfi hvers verkþáttar skilyrt af skilum fullnægjandi hönnunargagna fyrir þann þátt. Fyrirhugaður framkvæmdatími fellur vel að sjónarmiðum sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir séu utan varptíma fugla innan lóðarinnar.
Sveitarstjóri kynnti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að svarbréfi vegna framkvæmdaleyfis til samræmis við tillögu skipulags-og framkvæmdaráðs. Í bréfinu koma fram ítarlegri upplýsingar um umfang framkvæmdaleyfisins og tillögur að skilyrðum þess.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að veita Rifósi framkvæmdaleyfi til uppbyggingar fiskeldis á Röndinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að ganga frá framkvæmdaleyfinu á grunni fyrirliggjandi tillögu.
15.Yfirtaka skúrbyggingar á Röndinni
Málsnúmer 202010106Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að taka við afsali af umræddri eign sem og er samkomulag um afnot eignarinnar samþykkt með áorðnum breytingum.
16.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 202005065Vakta málsnúmer
Lánasjóður sveitarfélag hefur óskað eftir því að sveitarstjórn bóki sérstaklega varðandi einfalda ábyrgð sína og veð í tekjum vegna láns Hafnasjóðs.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á erlendu láni Hafnasjóðs sem tekið var vegna verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-4599, sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
17.Breytingar á réttindaákvæðum 2020, hjá Brú lífeyrisjóði
Málsnúmer 202009127Vakta málsnúmer
Byggðarráð bókaði eftirfarandi vegna málsins:
Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
18.Reglur um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 202009156Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um tónlistarnám utan Norðurþings og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
19.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
20.Byggðarráð Norðurþings - 340
Málsnúmer 2009011FVakta málsnúmer
21.Byggðarráð Norðurþings - 341
Málsnúmer 2010001FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 5 "Byggðakvóti í Norðurþingi": Hjálmar, Kristján og Helena.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
22.Byggðarráð Norðurþings - 342
Málsnúmer 2010004FVakta málsnúmer
23.Fjölskylduráð - 73
Málsnúmer 2009005FVakta málsnúmer
24.Fjölskylduráð - 74
Málsnúmer 2009012FVakta málsnúmer
25.Fjölskylduráð - 75
Málsnúmer 2010003FVakta málsnúmer
Til máls tóku undir lið 2 "Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál": Hjálmar, Silja, Kristján, Helena og Kolbrún Ada.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
26.Skipulags- og framkvæmdaráð - 79
Málsnúmer 2009007FVakta málsnúmer
27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 80
Málsnúmer 2010002FVakta málsnúmer
28.Orkuveita Húsavíkur ohf - 211
Málsnúmer 2009009FVakta málsnúmer
Til máls tók undir lið 7 "Fjáhags- og framkvæmdaáætlun OH 2021": Bergur.
Til máls tók undir lið 8 "Orkuígildismælar": Bergur.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:50.
Sveitarstjórn samþykkir samstarfsyfirlýsinguna samhljóða.