Dýpkun hafna í Norðurþingi
Málsnúmer 202010080
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020
Til skoðunar er að ráðast í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, á Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Meta þarf þörf til dýpkunar á Raufarhöfn eftir mælingar sem fyrirhugaðar eru innan skamms. Tilkynna þarf um framkvæmdir til UST og Skipulagsstofnunar að undangengnu áliti sveitarstjórnar um matsskyldu framkvæmda. Óskað er eftir því að ráðið taki afstöðu til fyrirhugaðra dýpkunarframkvæmda og óski eftir afstöðu sveitarstjórnar til málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Ráðið vísar erindi hafnastjóra varðandi umhverfisáhrif til sveitarstjórnar og óskar eftir afstöðu þeirra til málsins.
Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020
Á 80. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 13. október 2020 var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Ráðið vísar erindi hafnastjóra varðandi umhverfisáhrif til sveitarstjórnar og óskar eftir afstöðu þeirra til málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Ráðið vísar erindi hafnastjóra varðandi umhverfisáhrif til sveitarstjórnar og óskar eftir afstöðu þeirra til málsins.
Til máls tóku: Silja, Bergur, Kristján og Hjálmar.
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarstjórn Norðurþing farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, vegna fyrirhugaðra viðhaldsdýpkana á hafnarsvæðum Húsavíkur- og Raufarhafnar.
Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að grafa þurfi um 8.000 m3 af sandi og lausu silti á Húsavík og um 5.000 m3 af sandi á Raufarhöfn. Vörpunarstaðir dýpkunarefnis eru þekktir og hafa áður verið nýttir í fyrri dýpkunarverkefnum.
Niðurstaða sveitarstjórnar Norðurþings er að fyrirhugaðar dýpkunarframkvæmdir séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarstjórn Norðurþing farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, vegna fyrirhugaðra viðhaldsdýpkana á hafnarsvæðum Húsavíkur- og Raufarhafnar.
Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að grafa þurfi um 8.000 m3 af sandi og lausu silti á Húsavík og um 5.000 m3 af sandi á Raufarhöfn. Vörpunarstaðir dýpkunarefnis eru þekktir og hafa áður verið nýttir í fyrri dýpkunarverkefnum.
Niðurstaða sveitarstjórnar Norðurþings er að fyrirhugaðar dýpkunarframkvæmdir séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.