Fara í efni

Erindi Bakkakróks til Norðurþings vegna Bakkavegs 4

Málsnúmer 202001131

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur erindi Bakkakróks ehf. varðandi lóðina að Bakkavegi 4. Annars vegar er um að ræða ósk um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar og hins vegar er óskað eftir fundi til að gera samkomulag um lagningu bráðabirgðavegar inn á lóðina, væntanlega frá núverandi vegi að verksmiðju PCC og áfram í vestur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum Bakkakróks ehf. og fulltrúum skipulags- og framkvæmdaráðs og byggðarráðs. Einnig felur ráðið sveitarstjóra að funda áfram um vegalagningu á Bakka með fulltrúum viðeigandi ráðuneyta.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi Bakkakróks ehf. varðandi lóðina að Bakkavegi 4. Annars vegar er um að ræða ósk um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar og hins vegar er óskað eftir fundi til að gera samkomulag um lagningu bráðabirgðavegar inn á lóðina, væntanlega frá núverandi vegi að verksmiðju PCC og áfram í vestur.


Á 314. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað um málið: Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum Bakkakróks ehf. og fulltrúum skipulags- og framkvæmdaráðs og byggðarráðs. Einnig felur ráðið sveitarstjóra að funda áfram um vegalagningu á Bakka með fulltrúum viðeigandi ráðuneyta.
Friðrik Sigurðsson fjármálastjóri og einn eiganda Steinsteypis ehf. kynnti málið fyrir ráðinu.


Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að nýtingarhlutfallið lóðarinnar verði 0,15 í stað 0,40 í ljósi annmarka á nýtingarmöguleikum á lóðinni. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og sveitarstjóra að hefja viðræður um mögulega uppbyggingu innviða á svæðinu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Á 57. fundur skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að nýtingarhlutfallið lóðarinnar verði 0,15 í stað 0,40 í ljósi annmarka á nýtingarmöguleikum á lóðinni. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og sveitarstjóra að hefja viðræður um mögulega uppbyggingu innviða á svæðinu.
Til máls tóku: Silja, Hjálmar, Kristján og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 328. fundur - 28.05.2020

Til umræðu í byggðarráði eru forsendur samkomulags sem unnið er að um það hvernig ljúka megi vegtengingu frá þjóðvegi 85 norðan Húsavíkur við hafnarsvæðið um Húsavíkurhöfðagöng. Sömuleiðis er til umræðu og afgreiðslu forsendur samkomulags við lóðarhafa að Bakkavegi 4 um greiðslu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu vegarins að lóð þeirra á Bakka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda Vegagerðinni bréf til samræmis við upplegg í minnisblaði og vinna áfram að samkomulagi við lóðarhafa um aðgengi að lóðinni að Bakkavegi 4.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggja drög að samkomulagi milli Norðurþings annarsvegar og Bakkakróks ehf. hinsvegar varðandi vegagerð og greiðslu gatnagerðargjalda á lóð E1 á Bakka sem Bakkakrókur ehf. hefur fengið úthlutað undir starfsemi sína þar.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögunum til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Á 80. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 13. október 2020 var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögunum til sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján, Silja, Hjálmar og Bergur.


Silja leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjóra verði falið að ganga frá samkomulaginu við hlutaðeigandi m.v. fyrirliggjandi gögn og fram komna breytingartillögu í texta samkomulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.