Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

328. fundur 28. maí 2020 kl. 08:30 - 11:08 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir aðgerðahóps Norðurþings til að fást við efnahgasmál vegna COVID-19 frá 20. maí og 25. maí sl.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um að ekki verðið hliðrað til gjalddögum á eldri skuldum lögaðila sem gerðir hafa verið samningar um heldur skuli samningar standa. Nú þegar hefur orðið töluverð hliðrun í greiðsluflæði sveitarfélagsins, en hlutverk hópsins er meðal annars að tryggja greiðsluflæði sveitarfélagsins.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskyldurráði.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um handþvottastöðvar til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Byggðarráð vísar til fjölskylduráðs að fjalla um að 1.500.000 kr. sem Félag eldri borgara á Húsavík hefur gefið eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu verði nýtt til hækkunar á frístundastyrk barna og ungmenna á árinu 2020 til að sporna við brottfalli þeirra úr íþróttastarfi og tónlistarnámi.

Byggðarráð felur aðgerðahópi að vinna tillögur sem lúta að fjárhagslegri hagræðingu og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

2.Erindi Bakkakróks ehf. til Norðurþings vegna Bakkavegar 4

Málsnúmer 202001131Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði eru forsendur samkomulags sem unnið er að um það hvernig ljúka megi vegtengingu frá þjóðvegi 85 norðan Húsavíkur við hafnarsvæðið um Húsavíkurhöfðagöng. Sömuleiðis er til umræðu og afgreiðslu forsendur samkomulags við lóðarhafa að Bakkavegi 4 um greiðslu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu vegarins að lóð þeirra á Bakka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda Vegagerðinni bréf til samræmis við upplegg í minnisblaði og vinna áfram að samkomulagi við lóðarhafa um aðgengi að lóðinni að Bakkavegi 4.

3.Byggðakvóti í Norðurþingi

Málsnúmer 202001139Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði eru drög að bréfi til Byggðastofnunar um ósk sveitarfélagsins um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á fiskveiðiárinu 2020/2021
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessu mál vegna setu sinnar sem varamaður í stjórn Byggðastofnunnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi erindi til Byggðastofnunnar og afrit á starfshóp Brotthættra byggða - verkefnastjórn Öxarfjarðar í sókn.

4.Samkomulag Framsýnar og Norðurþings vegna átaksverkefnis 16-17 ára

Málsnúmer 202005097Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samkomulag Framsýnar og Norðurþings vegna atvinnuátaksverkefnis sveitarfélagsins fyrir aldurshópinn 16 - 17 ára.
Lagt fram til kynningar.

5.Vinnuskóli Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrirkomulag vegna Vinnuskóla Norðurþings sumarið 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds

Málsnúmer 202005122Vakta málsnúmer

Til sveitarfélagsins hafa leitað tveir aðilar og óskað eftir niðurfellingu sorphirðugjalda á þeim grunni að sorphirða sé keypt beint af rekstraraðila sorphirðu í Norðurþingi. Til umræðu og afgreiðslu liggja beiðnirnar ásamt sorphirðusamþykkt sveitarfélagsins.

Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

7.Staðfesting Norðurþings á að umsjón verði höfð með að brúarfjármögnun íbúðakjarna fyrir fatlaða takist f.h. Víkur hses

Málsnúmer 202005123Vakta málsnúmer

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar þess að sveitarfélagið staðfesti að Norðurþing sjái um brúarfjármögnun vegna íbúðakjarnaverkefnis fyrir fatlaða á meðan framkvæmdir standa eða að sveitarfélagið hafi milligöngu um að brúarfjármögnun takist f.h. óst. hses., Víkur hses.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið hafi milligöngu um brúarfjármögnun vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða þar til langtímafjármögnun er tryggð.

8.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar á Norðurlandi

Málsnúmer 202005120Vakta málsnúmer

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Nú hefur Markaðsstofa Norðurlands óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu til uppfærslu á viðkomandi lista. Óskað er eftir að sveitarfélagið sendi inn nýjan topp 5 lista yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni innan Norðurþings til næstu 2 ára. Fyrir fundi byggðarráðs liggja hugmyndir að mikilvægum verkefnum frá annarsvegar Húsavíkurstofu og hinsvegar Norðurhjara, ferðamálasamtökum.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir að senda inn til Markaðsstofu Norðurlands eftirfarandi lista yfir fimm forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar á Norðurlandi innan Norðurþings.
- Botnsvatn
- Yltjörn sunnan Húsavíkur
- Göngu- og hjólastígar
- Veggurinn í Kelduhverfi
- Útsýnispallur við vitann á Raufarhöfn

Sveitarstjóra er falið að koma þessum upplýsingum til Markaðsstofu Norðurlands.

9.UT endurskoðunarskýrsla 2019 - maí 2020

Málsnúmer 202005099Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 10:50.
Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður UT hluta endurskoðunar Norðurþings 2020, vegna ársins 2019.
Fjórar athugasemdir komu fram í UT hluta endurskoðunar Norðurþings og stjórnendur hafa brugðist við þeim og þær verið lagfærðar í samræmi við ábendingar.

10.Þróun innheimtu hjá Norðurþingi 2018-2019

Málsnúmer 202002123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt frá Motus, innheimtuaðila Norðurþings, vegna innheimtu fyrir árin 2018 og 2019.
Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá EFS - Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 202005089Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem minnt er á 77. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem kemur fram að sveitarstjórn ber ábyrgð á fjárhag sveitarfélags og að sveitarstjórn skuli gera eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga viðvart telji hún að fjármál sveitarfélags eða einstaka fjárhagslegar ráðstafanir séu ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög eða fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni.
Megin tilgangur bréfsins er að hvetja sveitarstjórnir til að hafa samband við eftirlistnefndina óski þær eftir frekari upplýsingum eða leiðbeiningum.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2020.

Málsnúmer 202005074Vakta málsnúmer

Boðað hefur verið til aðalfundar Málræktarsjóðs föstudaginn 12. júní kl. 15:30. Norðurþing hefur rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráð en átti ekki fulltrúa á síðasta fundi.
Lagt fram til kynningar.

13.Fréttabréf Húsavíkurstofu - maí 2020

Málsnúmer 202005100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fréttabréf Húsavíkurstofu í maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir framkvæmdastjórnar HNÞ bs 2020

Málsnúmer 202005121Vakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. lögð fram til kynningar. Fundurinn fór fram 18. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipun, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Málsnúmer 202005078Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum, 776. mál.

Málsnúmer 202005071Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum),776. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:08.