Vinnuskóli Norðurþings 2020
Málsnúmer 202002132
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020
Vinna er hafin við skipulagningu vinnuskóla Norðurþings sumarið 2020.
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að dagatali og skipulagningu vinnuskólans.
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að dagatali og skipulagningu vinnuskólans.
Fjölskylduráð fjallaði um Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vinnuskóla Norðurþings.
Málið var áður til umfjöllunar á 57.fundi ráðsins þann 2.3.2020.
Málið var áður til umfjöllunar á 57.fundi ráðsins þann 2.3.2020.
Lagt fram til kynningar.
Unnið verður áfram að skipulagningu vinnuskóla Norðurþings.
Unnið verður áfram að skipulagningu vinnuskóla Norðurþings.
Fjölskylduráð - 63. fundur - 11.05.2020
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um vinnuskólann sumarið 2020.
Vinnufyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings er samþykkt sem hér segir:
Laun eru ákveðin sem hlutfall að launaflokki 117 í kjarasamningi Framsýnar og sambands íslenskra sveitarfélaga:
9. bekkur = 977 kr/klst (50% af launaflokki 117)
8. bekkur = 782 kr/klst (40% af launaflokki 117)
2005 - fær vinnu í 5 vikur.
2006 - fær vinnu í 4 vikur.
Laun eru ákveðin sem hlutfall að launaflokki 117 í kjarasamningi Framsýnar og sambands íslenskra sveitarfélaga:
9. bekkur = 977 kr/klst (50% af launaflokki 117)
8. bekkur = 782 kr/klst (40% af launaflokki 117)
2005 - fær vinnu í 5 vikur.
2006 - fær vinnu í 4 vikur.
Byggðarráð Norðurþings - 328. fundur - 28.05.2020
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrirkomulag vegna Vinnuskóla Norðurþings sumarið 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 65. fundur - 03.06.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá Norðursiglingu varðandi samstarf við vinnuskóla Norðurþings. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem boðið verður uppá fræðslu á lífríki hafsins og hvernig atvinnulífið á Húsavík er nátengt Skjálfandaflóa.
Kostnaður Norðurþings er að greiða umsjónarmönnum frá Norðursiglingu laun á meðan að hópar frá vinnuskólanum eru þátttakendur í verkefninu.
Kostnaður Norðurþings er að greiða umsjónarmönnum frá Norðursiglingu laun á meðan að hópar frá vinnuskólanum eru þátttakendur í verkefninu.
Fjölskylduráð samþykkir þetta skemmtilega samstarfsverkefni Norðursiglingar og vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.
Fjölskylduráð - 66. fundur - 08.06.2020
Á 65. fundi fjölskylduráðs var fjallað um verkefni vinnuskólans tengt fræðslu og kynningu um hafið og lífríki við Skjálfanda.
Verkefnið er unnið í samstarfi við félagasamtökin "Ocean Missions" en ekki Norðursiglingu eins og bókað var í síðustu fundargerð.
Aðalstuðningsaðili Ocen Missions er Norðursigling engu að síður.
Verkefnið er unnið í samstarfi við félagasamtökin "Ocean Missions" en ekki Norðursiglingu eins og bókað var í síðustu fundargerð.
Aðalstuðningsaðili Ocen Missions er Norðursigling engu að síður.
Fjölskylduráð bókaði á síðasta fundi sínum eftirfarandi:
Fjölskylduráð samþykkir þetta skemmtilega samstarfsverkefni Norðursiglingar og vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.
Ráðið vill árétta það að samstarfsverkefnið er við Ocean Missions en ekki Norðursiglingu líkt og kom fram í bókun ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir þetta skemmtilega samstarfsverkefni Norðursiglingar og vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.
Ráðið vill árétta það að samstarfsverkefnið er við Ocean Missions en ekki Norðursiglingu líkt og kom fram í bókun ráðsins.