Fara í efni

Fjölskylduráð

57. fundur 02. mars 2020 kl. 13:00 - 16:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat undir lið 14-13.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 14- 15.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 2.
Heiðar Hrafn Halldórsson f.h. almenningsdeildar Völsungs sat fundinn undir lið 4.

1.Borgarhólsskóli - Beiðni um aukafjárveitingu

Málsnúmer 202002130Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um stöðu fjárhagsáætlunar Borgarhólsskóla fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 1.740.000 kr. vegna launaliðs Borgarhólsskóla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - Fræðslusvið

Málsnúmer 201912122Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um stöðu fjárhagsáætlunar Grænuvalla fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.

3.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Lagt er fram til samþykktar fyrir ráðið skipunarbréf starfshóps um endurskoðun skólastefnu Norðurþings.

Einnig er lögð fram til kynningar starfsáætlun starfshópsins.
Fjölskylduráð samþykkir skipunarbréf fyrir starfshóp um endurskoðun skólastefnu Norðurþings.

Skipað var í starfshópinn af Fjölskylduráði Norðurþings.
Hópurinn er skipaður sjö fulltrúum auk fræðslufulltrúa sem er verkefnastjóri. Þá nýtur hópurinn ráðgjafar Kristrúnar Lind Birgisdóttur starfsmanns Tröppu ehf. Í hópnum sitja:
Svava H. Arnarsdóttir Stephens, Þórhildur Sigurðardóttir, Hrund Ásgeirsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Hilmar Kári Þráinsson og Helga Jónsdóttir.

Hópurinn endurskoðar og uppfærir gildandi skólastefnu út frá handbók Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð skólastefnu sveitarfélaga.

Fræðslufulltrúi leggur fram starfsáætlun og boðar til funda samkvæmt henni.

4.Hreystidagur 2020

Málsnúmer 202002135Vakta málsnúmer

Almenningsíþróttadeild Völsungs, Töff heilsurækt, Crossfit á Húsavík ásamt Metabolic óska eftir að fá íþróttahöllina á Húsavík til afnota án endurgjalds sunnudaginn 22.mars nk.

Tilefnið er endurvakning á Hreystidegi sem var haldin hér á Húsavík fyrir all mörgum árum. Þar gefst almenningi kostur á að taka þátt í ýmsum þrautum og áskorunum, kynnast örlítið þeirri hreyfingu sem undirritaðir aðilar bjóða uppá og allur ágóði af þátttökugjaldi rennur til góðs málefnis.
Fjölskylduráð fagnar endurvakningu á Hreystideginum og samþykkir ósk málsaðila um að fá Íþróttahöllina á Húsavík til afnota án endurgjalds. Stefnt er á að Hreystidagurinn verði sunnudaginn 22. mars.

Ásta Hermannsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

5.Jafnréttisverðlaun KSÍ

Málsnúmer 202002131Vakta málsnúmer

Á 74.ársþingi KSÍ sem fram fór á Ólafsvík 22.febrúar 2020 hlaut Íþróttafélagið Völsungur jafnréttisverðlaun KSÍ.

Í frétt á vefsíðu KSÍ segir:

,,Íþróttafélagið Völsungur hefur mörg undanfarin ár unnið framúrskarandi uppeldisstarf í yngri flokkum félagsins, bæði hjá stúlkum og drengjum, svo eftir er tekið. Sérstaklega hefur mikil aukning iðkenda verið hlutfallslega hjá stúlkum.

Tæplega 200 iðkendur eru hjá yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt og sendir félagið lið til keppni í Íslandsmóti hjá báðum kynjum í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk. Á grunni þessa öfluga yngri flokka starfs eru meistaraflokkar Völsungs að langmestu leiti byggðir upp á heimaleikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deildina síðasta sumar og karlaliðið er öflugt 2. deildarlið.

Völsungur er gott dæmi um félag þar sem áhersla á öflugt yngri flokka starf, jafnrétti og sjálfbærni í starfseminni er grunnurinn að innviðauppbyggingu til framtíðar og er fyrirmynd fyrir aðra."
Fjölskylduráð óskar Völsungi til hamingju með jafnréttisverðlaun KSÍ.

6.Heimsókn frá evrópskum samtökum fyrir fólk með fötlun

Málsnúmer 202002018Vakta málsnúmer

European association for special groups, hópur fatlaðs fólks sem mun hlaupa/ferðast um Ísland í lok apríl hefur óskað eftir því að við tökum á móti þeim á Húsavík og útvegum þeim gistingu og ódýran kvöldverð.
Fjölskylduráð samþykkir ósk European association for special groups um að taka á móti þeim á Húsavík og útvega þeim gistingu, bjóða þeim í sund og léttan kvöldverð.

7.Ungmennaráð 2020

Málsnúmer 202002127Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að erindisbréfi ungmennaráðs Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi Ungmennaráðs Norðurþings og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar í ungmennaráði. Stefnt er á að haldnir verði tveir fundir á ári að lágmarki. Fundargerðir ungmennaráðs verða lagðar fyrir fjölskylduráð.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að ganga frá erindisbréfinu og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Ungmennafélagið Austri - starfsstyrkur 2020

Málsnúmer 202002128Vakta málsnúmer

Styrkur Norðurþings til Austra á Raufarhöfn rann út um síðastliðin áramót. Stjórn Austra óskar eftir nýjum samstarfsamningi við Norðurþing.
Fjölskylduráð samþykkir drög að nýjum samstarfsamningi milli UMF Austra og Norðurþings.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi og leggja fyrir ráðið að nýju.

9.Vinnuskóli Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002132Vakta málsnúmer

Vinna er hafin við skipulagningu vinnuskóla Norðurþings sumarið 2020.
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að dagatali og skipulagningu vinnuskólans.
Fjölskylduráð fjallaði um Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

10.Frístund á Húsavík 2019-2020

Málsnúmer 201909025Vakta málsnúmer

Til stendur að senda þjónustukönnun til foreldra barna sem eru með börn í frístundarvistun á Húsavík.
Fjölskylduráð fjallaði um þjónustukönnun til foreldra barna í Frístund á Húsavík. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram og kynna á næsta fundi ráðsins.

11.Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk - rekstur 2020

Málsnúmer 202001008Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um stöðu skíðamannvirkja við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð fjallaði um stöðu skíðamannvirkja við Reyðarárhnjúk vegna langvarandi bilana í lyftubúnaði samþykkir ráðið að gjaldskrá skíðasvæðisins taki gildi 1. apríl en ekki 1. febrúar eins og áður hafði verið ákveðið til þess að koma móts við skíðaiðkendur.

12.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru málefni íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð vill árétta að sú vetrarlokun sundlaugar Raufarhafnar sem fjallað hefur verið um í ráðinu er í gildi fram á vor 2020 með þeim opnunum sem ákveðnar voru á 56.fundi ráðsins.

Fjölskylduráð mun fjalla um opnun sundlaugarinnar næsta vetur á fundi ráðsins í ágúst.

13.Útivistardagur skólabarna í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar

Málsnúmer 202003010Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar útivistardag á Húsavík fyrir skólabörn í grunnskólum austan Húsavíkur þar sem m.a. hægt væri að bjóða skólakrökkum á skíði í Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að skoða útfærslu á deginum í samráði við skólastjórnendur.

14.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál

Málsnúmer 202002047Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnarfrumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003,með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál
Lagt fram til kynningar.

15.Velferðarnefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.

Málsnúmer 202002121Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunarum stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:35.