Fara í efni

Borgarhólsskóli - Beiðni um aukafjárveitingu

Málsnúmer 202002130

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Fjölskylduráð fjallar um stöðu fjárhagsáætlunar Borgarhólsskóla fyrir árið 2020.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 1.740.000 kr. vegna launaliðs Borgarhólsskóla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 319. fundur - 05.03.2020

Á 57. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar Borgarhólsskóla fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 1.740.000 kr. vegna launaliðs Borgarhólsskóla.

Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á fund byggðarráðs komu Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.740.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 100. fundur - 12.03.2020

Á 319. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.740.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.