Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Byggðakvóti í Norðurþingi
Málsnúmer 202001139Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs, í gegnum fjarfundabúnað, kemur Þóroddur Bjarnason prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og fjallar um nýútkomna skýrslu um framtíð byggðarkvótakerfisins. Þóroddur var formaður starfshóps sem skipaður var af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir.
2.Málefni Húsavíkurstofu 2020
Málsnúmer 202001127Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs koma þeir Sigurjón Steinsson stjórnarformaður Húsavíkurstofu og Heiðar Hrafn Halldórsson verkefnisstjóri og fara yfir ársreikning stofunnar fyrir árið 2019 auk þess að kynna áherslur Húsavíkurstofu á nýju starfsári.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:40.
Byggðarráð þakkar þeim Heiðari og Sigurjóni fyrir komuna en einnig kom til fundarins Hinrik Wöhler nýráðinn forstöðumaður Húsavíkurstofu.
Byggðarráð þakkar þeim Heiðari og Sigurjóni fyrir komuna en einnig kom til fundarins Hinrik Wöhler nýráðinn forstöðumaður Húsavíkurstofu.
3.Norðurhjari - ósk um áframhaldandi samstarf
Málsnúmer 201911061Vakta málsnúmer
Á 315. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Norðurhjara um áframhaldandi samstarf og kom Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara á fund byggðarráðs og fór yfir starfsemi samtakanna.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð þakkar Halldóru fyrir komuna og kynninguna á starfsemi Norðurhjara. Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið og afgreiðir á næsta fundi sínum.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð þakkar Halldóru fyrir komuna og kynninguna á starfsemi Norðurhjara. Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið og afgreiðir á næsta fundi sínum.
Byggðarráð samþykkir að halda áfram samstarfi við Norðurhjara í samræmi við fyrri samning og styrkir samtökin um 1.600.000 krónur.
4.Jafnlaunavottun hjá Norðurþingi
Málsnúmer 201905025Vakta málsnúmer
Norðurþing hefur fengið jafnlaunavottun sem veitt var með formlegum hætti af úttektaraðila Norðurþings, iCert í vikunni. Engin frávik eða athugasemdir komu fram við úttektina.
Byggðarráð gleðst yfir því að innleitt og vottað hafi verið kerfi sem byggir á jafnlaunastaðli.
5.Borgarhólsskóli - Beiðni um aukafjárveitingu
Málsnúmer 202002130Vakta málsnúmer
Á 57. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar Borgarhólsskóla fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 1.740.000 kr. vegna launaliðs Borgarhólsskóla.
Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 1.740.000 kr. vegna launaliðs Borgarhólsskóla.
Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á fund byggðarráðs komu Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.740.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.740.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
6.Fjárhagsáætlun 2020 - Fræðslusvið
Málsnúmer 201912122Vakta málsnúmer
Á 57. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir staða fjárhagsáætlunar Grænuvalla fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.
Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 að upphæð 5.673.561 kr. vegna launaliðs Grænuvalla.
Ráðið vísar beiðninni til byggðarráðs.
Á fund byggðarráðs komu Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla og Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.
Kristján Þór Magnússon kom aftur inn á fund kl. 11:55.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka málið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.
Kristján Þór Magnússon kom aftur inn á fund kl. 11:55.
7.Örútboð á raforku 2020
Málsnúmer 202002107Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða úr örútboði Ríkiskaupa á raforku fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Orku Náttúrunnar í samræmi við niðurstöðu útboðsins.
8.Þróun innheimtu hjá Norðurþingi 2018-2019
Málsnúmer 202002123Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur kynning Motus á þróun innheimtumála hjá sveitarfélaginu fyrir árin 2018 og 2019.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020
Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar stjórnar SSNE frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2019-2020
Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 57. til 68. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá tímabilinu 5. mars 2019 til 24. febrúar 2020.
Byggðarráð vísar fundargerðunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratvkæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkuflugvallar, 311. mál.
Málsnúmer 202003009Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:07.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu;
Norðurþing sæki um sértækan byggðarkvóti fyrir Kópasker í tengslum við verkefnið Öxarfjörður í sókn. Kópasker uppfyllir öll skilyrði um sértækan byggðakvóta samkvæmt reglugerð nr. 643/2016. Þau sjö skilyrði sem þurfa að vera til staðar eru uppfyllt.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna umsókn í samstarfi við stjórn Öxarfjarðar í sókn um sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker. Umsóknin verði lögð fyrir byggðarráð til umræðu og afgreiðslu.