Jafnlaunavottun hjá Norðurþingi
Málsnúmer 201905025
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 290. fundur - 23.05.2019
Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð vegna jafnlaunavottunar sem sveitarfélaginu er skylt að taka upp samkvæmt lögum nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur fjármálastjóra að afla frekari gagna.
Byggðarráð Norðurþings - 291. fundur - 29.05.2019
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun vegna þriggja tilboða sem borist hafa í jafnlaunavottun hjá Norðuþingi.
Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið frá iCert.
Byggðarráð Norðurþings - 319. fundur - 05.03.2020
Norðurþing hefur fengið jafnlaunavottun sem veitt var með formlegum hætti af úttektaraðila Norðurþings, iCert í vikunni. Engin frávik eða athugasemdir komu fram við úttektina.
Byggðarráð gleðst yfir því að innleitt og vottað hafi verið kerfi sem byggir á jafnlaunastaðli.
Fjölskylduráð - 58. fundur - 09.03.2020
Fjölskylduráði kynnt Jafnlaunavottun sem Norðurþingi var veitt með formlegum hætti af úttektaraðila Norðurþings, iCert í vikunni. Engin frávik eða athugasemdir komu fram við úttektina.
Brynja Rún Benediktsdóttir launafulltrúi Norðurþings gerði grein fyrir vinnu og verkferlum á bak við jafnlaunavottun sem Norðurþing fékk nú á dögunum. Ráðið lýsir yfir ánægju með jafnlaunavottunina og lítur á hana sem áskorun til að halda áfram á þessari braut. Ráðið þakkar Brynju fyrir góða kynningu.
Upplýsingar um jafnlaunavottun má finna á vef Stjórnarráðs Íslands - https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunavottun/
Upplýsingar um jafnlaunavottun má finna á vef Stjórnarráðs Íslands - https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunavottun/