Fara í efni

Fjölskylduráð

65. fundur 03. júní 2020 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-9.

Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs sat undir lið 6.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi kl. 15:05.

1.Sundlaugin á Húsavík - sumaropnun

Málsnúmer 202006005Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er opnunartími í sundlaug Húsavíkur sumarið 2020.
Fjölskylduráð samþykkir að opnunartími sundlaugar Húsavíkur sumarið 2020 verði eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga verður opið 06:45 - 21:00 og laugardaga og sunnudaga opið 10:00 - 18:00.
Sumaropnun gildir frá mánudeginum 8. júní og gildir þangað til að skólasund hefst að hausti.

2.Frístund sumarstarf

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er skipulag frístundar fyrir hádegi fyrir 1-4 bekk sumarið 2020.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með kröftugt sumarstarf í Frístund.

3.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál

Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer

Félgsmiðstöðin Tún á Húsavík hefur verið starfrækt í húsnæði FSH á Húsavík undanfarin ár. Salur framhaldsskólans hefur verið leigður undir starfið en nú hefur FSH sagt upp samningnum við Norðurþing vegna áforma skólans um nýtingu á rýminu.
Finna þarf lausn á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að kanna möguleika á nýju húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Tún og kynna fyrir ráðinu þann 22.júní.

4.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer

Norðurþingi stendur til boða að nýta heitan pott sem er í eigu AG Briem fyrrverandi rekstraraðila sundlaugarinnar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir boð AG Briem og hyggst nýta heitan pott sem er staðsettur í sundlaug Raufarhafnar á meðan sumaropnun 2020. AG Briem lánar pottinn án endurgjalds og á eigin ábyrgð.

5.Vinnuskóli Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002132Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá Norðursiglingu varðandi samstarf við vinnuskóla Norðurþings. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem boðið verður uppá fræðslu á lífríki hafsins og hvernig atvinnulífið á Húsavík er nátengt Skjálfandaflóa.
Kostnaður Norðurþings er að greiða umsjónarmönnum frá Norðursiglingu laun á meðan að hópar frá vinnuskólanum eru þátttakendur í verkefninu.
Fjölskylduráð samþykkir þetta skemmtilega samstarfsverkefni Norðursiglingar og vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2020. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.

6.Merki Völsungs í íþróttahöll

Málsnúmer 202006007Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir leyfi til að fá að setja upp merki félagsins í austurenda íþróttahallarinnar á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Í.F. Völsungi leyfi til þess að setja upp merki félagsins innanhúss í íþróttahöllinni á Húsavík. Jafnframt fær félagið leyfi til þess að setja upp merki sitt á þau mannvirki Norðurþings þar sem það hefur starfsemi, í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa.

7.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru mál af 328. fundi byggðarráðs sem vísað er til Fjölskylduráðs:

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útbúa viðauka upp á 2.500.000 kr. og vísa honum til byggðarráðs.

8.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru mál af 328. fundi byggðarráðs sem vísað er til Fjölskylduráðs:

Byggðarráð vísar til fjölskylduráðs að fjalla um að 1.500.000 kr. sem Félag eldri borgara á Húsavík hefur gefið eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu verði nýtt til hækkunar á frístundastyrk barna og ungmenna á árinu 2020 til að sporna við brottfalli þeirra úr íþróttastarfi og tónlistarnámi.
Fjölskylduráð fjallaði um þá fjárhæð sem Félag eldri borgara gaf eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu. Tillaga Covid-aðgerðarhópsins var að fjárhæðin yrði nýtt til hækkunar á frístundastyrki barna og ungmenna á árinu 2020.

Berglind Hauksdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Peningum frá félagi eldri borgara verði varið í að koma af stað félagsstarfi fyrir 10-13 ára krakka í Norðurþingi í sumar. Ekki hefur verið neitt starf í boði fyrir þennan aldurshóp undanfarin ár og það er algjörlega ótækt. Það að hækka frístundastyrk kemur ekki í veg fyrir brottfall úr tónlistarskóla eða íþróttastarfi. Nær væri að skipuleggja félagsstarf til þess að krakkarnir hafi eitthvað við að vera í sumar og áfram í vetur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálafulltrúa að ganga frá tilfærslu á fjármunum á milli sviða.

9.Bréf til kjörinna fulltrúa varðandi frístundastarf fyrir 5. - 7. bekk

Málsnúmer 202005091Vakta málsnúmer

Á 64. fundi fjölskylduráðs var m.a. eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið. Ráðið felur íþrótta og tómstundafulltrúa að vinna áætlun að dagskrá og kostnaðargreiningu fyrir félagsstarf barna á aldrinum 10-13 ára fyrir sumarið 2020 eins og rætt hefur verið á síðustu fundum ráðsins. Miðað skal við 2 tíma, tvo daga í viku yfir 6 vikna tímabil að lágmarki.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma af stað félagsstarfi fyrir 5. - 7. bekk í sumar. Í júní og ágúst verði boðið upp á félagsstarf tvisvar í viku en einu sinni í viku í júlí. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er einnig falið að skipuleggja vetrarstarf fyrir sama hóp.

Fundi slitið - kl. 15:35.