Fara í efni

Aðgerðarhópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 321. fundur - 26.03.2020

Á 100. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 12. mars síðastliðinn var samþykkt að stofna aðgerðahóp á vegum Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19. Hópurinn hefur komið saman til þriggja funda undanfarna viku og liggja fyrir byggðarráði fundargerðir hópsins ásamt vinnugögnum vegna mögulegra sviðsmynda í rekstri sveitarfélagsins á árinu. Sömuleiðis liggur fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars sl. þar sem hvatt er til að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og fjölskyldur í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Grunnstefið í viðbrögðum Norðurþings við Covid-19 faraldrinum byggir meðal annars á tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga að aðgerðum til viðspyrnu.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi aðgerðir sem gilda fyrir tímabilið 16. mars til og með 31. maí. Fyrirkomulag þessa verður endurskoðað fyrir 15. maí:

- Leiðrétt verður fyrir þeirri skerðingu sem nú er orðin og fyrirséð er að verði á þjónustu við barnafjölskyldur í leik- og grunnskólum. Það þýðir að ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem ekki er veitt í mötuneytum grunnskóla, frístundaheimilum og leikskólum. Fyrirframgreidd gjöld mynda inneign sem kemur til lækkunar á gjöldum að loknu tímabili þjónustuskerðingar.
- Ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta þjónustu Hafnasjóðs Norðurþings fá niðurfellingu á farþegagjöldum.

Byggðarráð felur sveitarstjóra framkvæmd þessara aðgerða í samráði við viðkomandi sviðsstjóra.

Aðgerðarhópur Norðurþings mun vinna áfram að frekari tillögum að viðbrögðum við því ástandi sem nú ríkir s.s. innheimtu fasteignagjalda og ýmissa þjónustugjalda sveitarfélagsins. Þær tillögur verða lagðar fram í byggðarráði í næstu viku.

Hafrún Olgeirsdóttir víkur af fundi kl. 10:54.

Byggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020

Fyrir byggðarráði liggja tillögur aðgerðahóps Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 ásamt sviðsmyndum vegna reksturs A hluta sveitarfélagsins á árinu 2020. Einnig er til umfjöllunar yfirlit yfir framkvæmda- og viðhaldsverkefni á árinu 2020.
Undir þessum lið sátu fundinn:

Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir


Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögur aðgerðahóps um efnahagsaðgerðir Norðurþings vegna COVID-19 og er sveitarstjóra falið að fylgja þeim eftir:

1. Gjöld sem eru greidd eftir á sbr. skólamáltíðir og frístund - innheimt verði skv. veittri þjónustu í mars.
2. Gjöld sem greidd eru fyrirfram sbr. leikskólagjöld verði skv. veittri þjónustu en verði ekki endurgreidd heldur gangi upp í þjónustu síðar á árinu.
3. Leikskólagjöld vegna apríl- og maímánaðar 2020 taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun.
4. Ef barn er annan hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.
5. Aðgerðahópur leggur það til við stjórn OH að opnuð verðir lánalína á milli OH og Norðurþings.
6. Óskað verði eftir frestun á afborgunum af lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
7. Lagt er til að samþykkt verði fyrirmæli til ráða sveitarfélagsins, sviðsstjóra og stjórnenda stofnana þess eðlis að almennur rekstrarkostnaður verði lækkaður eins og mögulegt er. Ef stofna á til nýrra útgjalda þarf að leita samþykkis fyrir þeim fyrirfram.
8. Aðgerðahópur leggur til að samþykkt verði að yfirvinna verði ekki heimiluð. Undanþegin er bráðnauðsynleg þjónusta.
9. Fjármálastjóra er falið að kanna lánamöguleika vegna fjármögnunar mannaflsfrekra verkefna.
10. Innheimtuferli hjá Motus verði breytt og gripið til tímabundinnar frestunar á innheimtuaðgerðum gagnvart nýjum kröfum. Kröfur sem eru tilkomnar eftir 1. mars og síðar, á meðan samþykkt þessi er í gildi, verði ekki settar í innheimtuferli.
11. Hætt verði við kaup á bílum og/eða öðrum dýrari tækjum.
12. Vinnuskóli verði efldur fyrir eldri bekki grunnskóla.
13. Sumarstörf ungmenna verði tryggð.
14. Aflað verði tölulegra upplýsinga um atvinnuleysi og leitað eftir mati fyrirtækja á áætluðum samdrætti í tekjum á árinu ásamt mati á áætluðum samdrætti varðandi fjölda starfsmanna. Einnig leitað eftir ábendingum/tillögum um aðgerðir sveitarfélagsins við þessar aðstæður.

15. Viðhaldsframkvæmdir á vegum eignasjóðs verði auknar s.s. viðhald á húsnæði, viðhald á götum og kantsteinum, gönguleiðir, leikvellir, skólalóðir og umhverfisverkefni til að fegra í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Bætt verði við 60 milljónum króna í fjárfestingar og viðhald.
16. Framkvæmdaáætlun verði tekin upp og forgangsraðað með tilliti til mannaflsfrekra verkefna.

Aðgerðahópur sveitarfélagsins heldur áfram vinnu sinni og mun koma með fleiri tillögur meðal annars varðandi fasteignagjöld í næstu viku.

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Sveitarstjóri kynnti fyrir ráðinu vinnu aðgerðarhóps Norðurþings við efnahagsaðgerðir sveitarfélagsins vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020

Á 322. fundi byggðarráðs voru samþykktar tillögur aðgerðahóps Norðurþings vegna COVID-19 og eru þær til kynningar og umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 323. fundur - 08.04.2020

Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 hefur fundað reglulega að undanförnu og fyrir byggðarráði liggur nú að taka afstöðu til tillagna hópsins m.a. varðandi frestun greiðslna á fasteignagjöldum.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögur aðgerðahópsins:

- Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um frestun á þremur gjalddögum fasteignagjalda þ.e. apríl, maí og júní fram til nóvember, desember og janúar 2021. Umsóknargátt vegna frestunar á fasteignagjöldum verður opnuð á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.
- Samningur við Húsavíkurstofu verði framlengdur um eitt ár.
- Farþegagjöld vegna hvalaskoðunar verða ekki innheimt á árinu 2020.

Aðgerðahópur sveitarfélagsins er áfram að störfum og fleiri tillögur að aðgerðum munu koma fram á næstu vikum.
Tillögur aðgerðahópsins verða aðgengilegar á heimasíðu Norðurþings.


Byggðarráð Norðurþings - 324. fundur - 17.04.2020

Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna COVID-19 fer yfir helstu verkefni hópsins í tengslum við þær aðgerðir sem samþykktar hafa verið og það sem framundan er.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020

Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 hefur fundað reglulega og liggja nú fyrir byggðarráði tvö minnisblöð, annars vegar vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sem snúa að sveitarfélögum og hins vegar um meðhöndlun krafna hjá sveitarfélagin ásamt fundargerð hópsins frá 22. apríl sl.
Tillaga aðgerðahópsins um meðhöndlun krafna felur í sér almenna aðgerð sem snýr að því að fella niður innheimtukostnað á kröfum sem gefnar eru út á tímabilinu 1. mars til 30. júní 2020 og að sveitarfélagið muni ekki hafa frumkvæði að aðfarargerðum vegna þeirra krafna út árið 2020.
Auk þess verður fyrirtækjum og einstaklingum gert kleift að sækja um frest á greiðslum eftirtalinna gjalda fyrir mánuðina mars til júní 2020 til mars til júní 2021;

- Skipagjöld skipa undir 1000 brt.
- Flotbryggjugjöld


Tillögunum er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar og umsagnar.

Jafnframt er því beint til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. að skoða sambærilegar aðgerðir varðandi frestun á innheimtu gjalda.

Ofangreint verður endurskoðað fyrir 15. júní næstkomandi.

Nánari útlistun á umsóknarferlinu verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins í næstu viku.


Skipulags- og framkvæmdaráð - 66. fundur - 05.05.2020

Á síðasta fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Tillaga aðgerðahópsins um meðhöndlun krafna felur í sér almenna aðgerð sem snýr að því að fella niður innheimtukostnað á kröfum sem gefnar eru út á tímabilinu 1. mars til 30. júní 2020 og að sveitarfélagið muni ekki hafa frumkvæði að aðfarargerðum vegna þeirra krafna út árið 2020.
Auk þess verður fyrirtækjum og einstaklingum gert kleift að sækja um frest á greiðslum eftirtalinna gjalda fyrir mánuðina mars til júní 2020 til mars til júní 2021;

- Skipagjöld skipa undir 1000 brt.
- Flotbryggjugjöld

Tillögunum er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar og umsagnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að greina fjárhagsleg áhrif á rekstur hafnasjóðs m.t.t. breytinga á tekjuflæði miðað við tillögur aðgerðahóps.

Byggðarráð Norðurþings - 326. fundur - 07.05.2020

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðgerðahóps Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna COVID-19 frá 4. maí sl. sem og uppfært minnisblað vegna innheimtumála.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblaði vegna innheimtumála er vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020

Á 66. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að greina fjárhagsleg áhrif á rekstur hafnasjóðs m.t.t. breytinga á tekjuflæði miðað við tillögur aðgerðahóps." Fyrir fundi liggur greining frá hafnastjóra. Ráðið þarf að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða gjöldum á að fresta til að komast til móts við ástandið sem myndast vegna Covid-19.
Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um minnisblað hafnarstjóra um fjárhagslega áhrif á rekstur hafnasjóðs miðað við tillögur aðgerðahóps vegna COVID-19.
Ráðið samþykkir að falla frá innheimtu á farþegagjöldum fyrir árið 2020. Ráðið felst ekki á tillögur aðgerðarhóps um að fresta skipagjöldum vegna skipa undir 1000 brt og flotbryggjugjöldum.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að allar kröfur sem gefnar eru út á hjá hafnasjóði frá 1. mars til 30. júní munu ekki fara beint innheimtuferli hjá Motus sem er innheimtuaðili hafnasjóðs. Þess í stað verði eingöngu reiknaðir dráttarvextir á kröfurnar en ekki innheimtur sérstakur innheimtukostnaður og að hafnasjóður muni ekki hafa frumkvæði að aðfarargerðum vegna þeirra krafna út árið 2020.
Eldri kröfur munu verða í óbreyttu ferli sem og greiðslusamkomulög sem gerð hafa verið, nema skuldunautar óski eftir endurskoðun eða breytingum á þeim þá verður slíkt skoðað í hverju tilfelli fyrir sig.
Ráðið áskilur sér rétt að endurskoða samþykktarákvæðin ef það telur þörf á.

Byggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitastjóra um störf aðgerðahóps Norðuþings til að fást við efnahagsmál vegna COVID-19 og helstu verkefni hópsins í maí og júní.
Lagt fram til umræðu.
Byggðarráð samþykkir verklag sem tilgreint er í fyrirliggjandi minnisblaði. Sveitarstjóra falið að kynna verklag og verkefni hópsins fyrir stjórnendum. Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Kristján Þór óskar umræðum um starf hópsins og ákvarðanir sem byggja á tillögum hópsins hingað til.
Til máls tóku: Kristján, Bergur, Kolbrún Ada og Helena.

Kristján Þór leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að skipulags- og framkvæmdaráð endurskoði afstöðu sína til frestunar á bryggju- og lestargjöldum smærri báta og skipa. Horft verði til þess að fyrirtæki sem hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda hafi sömuleiðis tækifæri til að sækja um vaxtalausan frest á greiðslum þessara gjalda á meðan fyrirtækin glíma við forsendubrest í rekstri sínum, til samræmis við tillögu aðgerðarhóps sveitarfélagsins vegna covid-19.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020

Þetta mál var tekið fyrir á 103. sveitarstjórnarfundi 19. maí s.l. með eftirfarandi niðurstöðu:

Til máls tóku: Kristján, Bergur, Kolbrún Ada og Helena. Kristján Þór leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að skipulags- og framkvæmdaráð endurskoði afstöðu sína til frestunar á bryggju- og lestargjöldum smærri báta og skipa. Horft verði til þess að fyrirtæki sem hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda hafi sömuleiðis tækifæri til að sækja um vaxtalausan frest á greiðslum þessara gjalda á meðan fyrirtækin glíma við forsendubrest í rekstri sínum, til samræmis við tillögu aðgerðarhóps sveitarfélagsins vegna covid-19. Tillagan er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirtæki og einstaklingar geti sótt um að fresta greiðslu á bryggju- og lestargjöldum báta undir 1000 bt. í samræmi við tillögu aðgerðahóps varðandi Covid-19 enda hafi umsækjandi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda.

Byggðarráð Norðurþings - 328. fundur - 28.05.2020

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir aðgerðahóps Norðurþings til að fást við efnahgasmál vegna COVID-19 frá 20. maí og 25. maí sl.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um að ekki verðið hliðrað til gjalddögum á eldri skuldum lögaðila sem gerðir hafa verið samningar um heldur skuli samningar standa. Nú þegar hefur orðið töluverð hliðrun í greiðsluflæði sveitarfélagsins, en hlutverk hópsins er meðal annars að tryggja greiðsluflæði sveitarfélagsins.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskyldurráði.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um handþvottastöðvar til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Byggðarráð vísar til fjölskylduráðs að fjalla um að 1.500.000 kr. sem Félag eldri borgara á Húsavík hefur gefið eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu verði nýtt til hækkunar á frístundastyrk barna og ungmenna á árinu 2020 til að sporna við brottfalli þeirra úr íþróttastarfi og tónlistarnámi.

Byggðarráð felur aðgerðahópi að vinna tillögur sem lúta að fjárhagslegri hagræðingu og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Á 328. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um að ekki verðið hliðrað til gjalddögum á eldri skuldum lögaðila sem gerðir hafa verið samningar um heldur skuli samningar standa. Nú þegar hefur orðið töluverð hliðrun í greiðsluflæði sveitarfélagsins, en hlutverk hópsins er meðal annars að tryggja greiðsluflæði sveitarfélagsins.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskyldurráði.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um handþvottastöðvar til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Byggðarráð vísar til fjölskylduráðs að fjalla um að 1.500.000 kr. sem Félag eldri borgara á Húsavík hefur gefið eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu verði nýtt til hækkunar á frístundastyrk barna og ungmenna á árinu 2020 til að sporna við brottfalli þeirra úr íþróttastarfi og tónlistarnámi.

Byggðarráð felur aðgerðahópi að vinna tillögur sem lúta að fjárhagslegri hagræðingu og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 65. fundur - 03.06.2020

Til umfjöllunar eru mál af 328. fundi byggðarráðs sem vísað er til Fjölskylduráðs:

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útbúa viðauka upp á 2.500.000 kr. og vísa honum til byggðarráðs.

Fjölskylduráð - 65. fundur - 03.06.2020

Til umfjöllunar eru mál af 328. fundi byggðarráðs sem vísað er til Fjölskylduráðs:

Byggðarráð vísar til fjölskylduráðs að fjalla um að 1.500.000 kr. sem Félag eldri borgara á Húsavík hefur gefið eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu verði nýtt til hækkunar á frístundastyrk barna og ungmenna á árinu 2020 til að sporna við brottfalli þeirra úr íþróttastarfi og tónlistarnámi.
Fjölskylduráð fjallaði um þá fjárhæð sem Félag eldri borgara gaf eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu. Tillaga Covid-aðgerðarhópsins var að fjárhæðin yrði nýtt til hækkunar á frístundastyrki barna og ungmenna á árinu 2020.

Berglind Hauksdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Peningum frá félagi eldri borgara verði varið í að koma af stað félagsstarfi fyrir 10-13 ára krakka í Norðurþingi í sumar. Ekki hefur verið neitt starf í boði fyrir þennan aldurshóp undanfarin ár og það er algjörlega ótækt. Það að hækka frístundastyrk kemur ekki í veg fyrir brottfall úr tónlistarskóla eða íþróttastarfi. Nær væri að skipuleggja félagsstarf til þess að krakkarnir hafi eitthvað við að vera í sumar og áfram í vetur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálafulltrúa að ganga frá tilfærslu á fjármunum á milli sviða.

Fjölskylduráð - 66. fundur - 08.06.2020

Á 328. fundi byggðarráðs var m.a. eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskyldurráði.
Fjölskylduráð vísar í afgreiðslu á 6. lið þessarar fundargerð hvað varðar skapandi sumarstörf með vinnuskólanum.
Húsavíkurstofa óskar eftir að fá að bjóða upp á 2 fyrir 1 í sundlaug Húsavíkur helgarnar í júní í tengslum við kynningu á Húsavík.

Aðaltekjur sundlaugarinnar koma yfir sumarmánuðina og þar sem fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 eru enn í gildi sér ráðið ekki fært um að samþykkja erindið.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Á 328. fundi byggðarráðs var m.a. eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Á 66. fundi fjölskylduráðs var bókað:

Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en vinnu við skipulagningu vinnuskólans er að mestu lokið og óljóst er hvort að verkefnið rúmist innan áætlunar vinnuskólans þetta sumarið.
Ef svigrúm skapast þá er íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að vera í sambandi við forsvarsmenn Húsavíkurstofu.


Húsavíkurstofa óskar eftir að fá að bjóða upp á 2 fyrir 1 í sundlaug Húsavíkur helgarnar í júní í tengslum við kynningu á Húsavík.

Aðaltekjur sundlaugarinnar koma yfir sumarmánuðina og þar sem fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 eru enn í gildi sér ráðið ekki fært um að samþykkja erindið
Lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 209. fundur - 09.07.2020

Á 328. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um handþvottastöðvar til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn OH telur sér ekki fært að verða við erindi Húsavíkurstofu að svo stöddu.