Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

323. fundur 08. apríl 2020 kl. 08:30 - 11:24 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings þann 23. mars sl.

1.Stöðumat á starfsemi Norðurþings í ljósi covid-19 faraldursins

Málsnúmer 202004034Vakta málsnúmer

Til upplýsinga fer sveitarstjóri yfir stöðuna á rekstri mismunandi sviða sveitarfélagsins þar sem covid-faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina. Umræður í byggðarráði um þau viðbrögð sem þegar hefur verið gripið til og um skipulag á starfseminni til næstu vikna.
Lagt fram til kynningar.

2.Rekstur Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002108Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur sveitarfélagsins fyrstu þrjá mánuði ársins og yfirlit yfir rekstur fyrstu tvo mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

3.Útboð á endurskoðun ársreikninga Norðurþings 2020-2024

Málsnúmer 202004023Vakta málsnúmer

Endurskoðun á ársreikningum Norðurþings fyrir tímabilið 2013-2017 var boðin út á árinu 2014 og var þá gerður samningur við endurskoðunarfyrirtækið Deloitte. Sá samningur var síðar framlengdur um tvö ár á árinu 2107 til ársins 2019 og lýkur nú á vormánuðum. Því liggur fyrir að bjóða þarf út endurskoðun ársreikninga Norðurþings að nýju.
Byggðarráð samþykkir að bjóða út endurskoðun ársreikninga sveitarfélagins og felur sveitarstjóra afgreiðslu málsins.

4.Fréttabréf SSNE 2020

Málsnúmer 202004036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 1. tbl. fréttabréfs SSNE, dagsett í mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fyrir ákvörðunartaka um hvort sækja eigi um stofnframlag til uppbyggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða einstaklinga á Húsavík. Afstöðu þarf að taka til:
1) Umsóknar til HMS f.h. Vík hses um stofnframlög til byggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða á grunni laga um almennar íbúðir.
2)Stofnsamþykkta fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignastofnun (nefnda Vík hses).
3)Tilnefninga í stjórn hins óstofnaða félags.
4)Veitingu stofnframlags Norðurþings til samræmis við umsókn um stofnframlög til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
5) Leitað verði til HMS með langtímafjármögnun verkefnisins í huga, en einnig verði kannaður möguleiki á fjármögnun á verkefninu meðal lífeyrissjóða.
6) Óska eftir því að ráðherra veiti undanþágu frá fjölda aðila í fulltrúaráði sjálfseignarstofnunarinnar á grundvelli umsóknar um stofnframlög.
7)Staðfesting á álagningu gjalda Norðurþings 2020.
1. Byggðarráð samþykkir að send verði inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) um stofnframlög til byggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
2. Byggðarráð samþykkir stofnsamþykktir fyrir Vík hses og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
3. Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon, Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur og Hafrúnu Olgeirsdóttur í stjórn Víkur hses og Berg Elías Ágústsson, Silju Jóhannesdóttur og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur í varastjórn. Byggðarráð felur þeim umboð Norðurþings á tilvonandi stofnfundi Víkur hses. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
4. Byggðarráð samþykkir veitingu stofnframlags til samræmis við umsókn um stofnframlög til HMS. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
5. Byggðarráð samþykkir f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) að umsóknin til HMS feli í sér að leitað verði til framangreindrar stofnunar með langtímafjármögnun verkefnisins í huga, en engu að síður verði kannaður möguleiki á fjármögnun meðal lífeyrissjóða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
6. Byggðarráð samþykkir f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) að óska eftir því að ráðherra veiti undanþágu frá fjölda aðila í fulltrúaráði sjálfseignarstofnunarinnar.
7. Byggðarráð staðfestir fylgiskjal um álagningu gjalda Norðurþings 2020.

6.Aðgerðarhópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 hefur fundað reglulega að undanförnu og fyrir byggðarráði liggur nú að taka afstöðu til tillagna hópsins m.a. varðandi frestun greiðslna á fasteignagjöldum.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögur aðgerðahópsins:

- Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um frestun á þremur gjalddögum fasteignagjalda þ.e. apríl, maí og júní fram til nóvember, desember og janúar 2021. Umsóknargátt vegna frestunar á fasteignagjöldum verður opnuð á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.
- Samningur við Húsavíkurstofu verði framlengdur um eitt ár.
- Farþegagjöld vegna hvalaskoðunar verða ekki innheimt á árinu 2020.

Aðgerðahópur sveitarfélagsins er áfram að störfum og fleiri tillögur að aðgerðum munu koma fram á næstu vikum.
Tillögur aðgerðahópsins verða aðgengilegar á heimasíðu Norðurþings.


7.Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 hefur fundað reglulega að undanförnu og fyrir byggðarráði liggur nú til kynningar framkvæmda- og viðhaldsáætlun sem lögð var fram í skipulags- og framkvæmdaráði í gær.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 11:02.

Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni um niðurfellingu fasteignaskatta

Málsnúmer 202003097Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Íslandshótelum hf. og Norðureignum ehf. þar sem þess er farið á leit að Norðurþing felli niður fasteignaskatta og fasteignagjöld á fasteignum félaganna í apríl og maí 2020.
Byggðarráð vísar til samþykktar sinnar um frestun þriggja gjaldadaga fasteignagjalda sem gildir fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Norðurþingi. Bent er á umsóknargátt sem opnuð verður á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.

9.Fyrirspurn um fjárhagsleg viðbrögð Norðurþings vegna covid-19

Málsnúmer 202004001Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá fiskeldinu Haukamýri ehf. þar sem þess er farið á leit að Norðurþing felli niður gjöld sem félagið greiðir til sveitarfélagsins meðan óvissuástand varir í kringum COVID-19.
Byggðarráð vísar til samþykktar sinnar um frestun þriggja gjaldadaga fasteignagjalda sem gildir fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Norðurþingi. Bent er á umsóknargátt sem opnuð verður á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.
Erindi fyrirtækisins verður einnig tekið fyrir í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Fundi slitið - kl. 11:24.