Útboð á endurskoðun ársreikninga Norðurþings 2020-2024
Málsnúmer 202004023
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 323. fundur - 08.04.2020
Endurskoðun á ársreikningum Norðurþings fyrir tímabilið 2013-2017 var boðin út á árinu 2014 og var þá gerður samningur við endurskoðunarfyrirtækið Deloitte. Sá samningur var síðar framlengdur um tvö ár á árinu 2107 til ársins 2019 og lýkur nú á vormánuðum. Því liggur fyrir að bjóða þarf út endurskoðun ársreikninga Norðurþings að nýju.
Byggðarráð samþykkir að bjóða út endurskoðun ársreikninga sveitarfélagins og felur sveitarstjóra afgreiðslu málsins.
Byggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020
Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til tilboða sem bárust í örútboði á endurskoðun ársreikninga Norðurþings 2020 - 2024.
Byggðarráð Norðurþings hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa um töku tilboðs í endurskoðun ársreikninga Norðurþings og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um samningsgerð í opnunarskýrslu á utbodsvefur.is þegar biðtíma er lokið ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála.