Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

324. fundur 17. apríl 2020 kl. 08:30 - 09:56 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings þann 23. mars sl.

1.Ársreikningur Norðurþings 2019

Málsnúmer 202003114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019.
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Bókun vegna reksturs Leigufélags Hvamms rekstrarárið 2020

Málsnúmer 202004045Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um yfirlýsingu sveitarstjórnar Norðurþings varðandi áframhaldandi stuðning við rekstur Leigufélagsins Hvamms á árinu 2020.
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum en þó var gert ráð fyrir að félagið skilað um 5 milljón króna hagnaði á árinu 2020, miðað við útgefna fjárhagsáætlun. Í skýringu 6 með ársreikningi 2019 kemur fram að niðurfelling á hluta skulda sem samið var um við Íbúðalánasjóð (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) á árinu 2016 muni koma til greiðslu við sölu á bílakjallara félagsins. Niðurfellingin sem var að fjárhæð 26,8 milljónir mun því leiða til neikvæðrar rekstrarafkomu upp á 21,6 milljónir á árinu 2020. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2019 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um rúmar 64 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 35,24% en veltufjárhlutfall félagsins í árslok 2019 er 1,15 en var 0,83 í lok árs 2018. Félagið reiðir sig á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár, 2020. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að styðja við Leigufélag Hvamms á yfirstandandi rekstrarári.

3.Starfsmannapúlsinn hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202004042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður Starfsmannapúlsins hjá nokkrum sviðum Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2020

Málsnúmer 202004039Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að vegna mikillar óvissu sem ríki um áætlaðar tekjur í Jöfnunarsjóð á árinu 2020 verði að framkvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020.
Ljóst sé að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár og þar sem erfitt sé að spá fyrir um þróun skatttekna ríkissjóðs og útsvarstekna sveitarfélaga verði ekki unnt að gefa út nýja greiðsluáætlun fyrir sjóðinn vegna ársins 2020 fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Í kjölfarið verði framlög ársins 2020 enduráætluð.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202003043Vakta málsnúmer

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem boðað var til fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík, var frestað um óákveðinn tíma með tölvupósti þann 16. mars 2020. Samkvæmt samþykktum Lánasjóðsins ber að halda aðalfund fyrir lok apríl ár hvert. Í ljósi aðstæðna á landinu öllu og ákvörðun Almannavarna um að framlengja samkomubann til 4. maí, þá mun ekki nást að halda fund á þeim tíma sem segir í samþykktum. Samkvæmt 84. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skal halda aðalfund eigi síðar en innan átta mánaða frá lokun hvers reikningsár eða fyrir lok ágúst.
Nýr fundardagur verður tilkynntur til allra sveitarstjórna þegar samkomubanni hefur verið aflétt.
Lagt fram til kynnningar.

6.Framtíð Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn,

Málsnúmer 202004040Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Níelsi Árna Lund, stjórnarmanni í stjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að það styðji við rekstur Rannsóknarstöðvarinnar til næstu ára þannig að hægt sé að tryggja áframhaldandi starfsemi.
Helena leggur til að sveitastjóra verði falið að hefja samtal við fulltrúa Byggðastofnunar og fulltrúa ríkisins um fjármögnun á starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

7.Átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi

Málsnúmer 202004044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi Markaðsstofu Norðurlands, þar sem komið er á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang - annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi. Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur sveitarstjóra að óska eftir umsögn Húsavíkurstofu um verkefnið.

8.Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 hefur undanfarið fjallað um framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 og hafa tillögur hópsins einnig verið ræddar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðgerðarhópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna COVID-19 fer yfir helstu verkefni hópsins í tengslum við þær aðgerðir sem samþykktar hafa verið og það sem framundan er.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:56.